Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 99

Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 99
LAUGARDAGUR 6. desember 2008 79 MYND Í BÍGERÐ? Felix segir þá Gunna eiga eftir að vinna meira saman í náinni framtíð og útilokar ekki að þeir muni gera kvikmynd. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Okkur finnst þetta efni eldast mjög vel,“ segir Felix Bergsson um nýútkominn DVD-disk hans og Gunnars Helgasonar, Stundirn- ar með Gunna og Felix. „Þetta er samansafn af því besta úr þáttunum sem við gerðum frá 1994 til 1996 og hugsunin er að ný börn fái að njóta þess. Við fengum margar fyrirspurnir um þetta efni og erum rosalega stoltir af þessari útgáfu,“ segir Felix, en þeir Gunni hafa skemmt þúsundum Íslendinga á ári hverju frá því 1999. „Þetta á bæði að vera fræðandi og skemmtilegt. Vonandi erum við það skemmtilegir að foreldr- arnir geti hugsað sér að setjast niður og horfa með börnunum.“ Aðspurður segir Felix það ekki útilokað að þeir félagar ráðist í frekari sjónvarpsþáttagerð fyrir börn. „Við erum báðir sjálfstætt starfandi svo við erum alltaf að vinna með nýju fólki, en endum samt alltaf á að vinna tveir saman,“ útskýrir Felix sem sér um Helgarútgáfuna á Rás 2 og leikur í Ævintýrinu um Augastein sem hefur göngu sína í Hafnar- fjarðarleikhúsinu um helgina. „Ég er sannfærður um að við Gunni eigum eftir að gera eitthvað meira og núna þegar það er komin Skoppu og Skrítlu-mynd hlýtur að fara að koma mynd með Gunna og Felix. - ag Gunni og Felix á DVD BMV stendur fyrir Brynjar Má Valdimarsson, en The Beginning er hans fyrsta plata. Hún er búin að vera tvö ár í vinnslu og greinilegt að Brynjar hefur lagt mikið á sig. Hann leit- aði m.a. út fyrir landsteinana við vinnslu hennar. Textarnir eru gerðir af erlendum leigupennum og um upptökustjórn og hljóð- vinnslu sá Ken nokkur Lewis sem hefur unnið með stórstjörnum á borð við Usher, Kanye West, Bea- stie Boys, David Byrne og Mary J. Blige. Tónlistin á The Beginning er marglaga og mikið unnið popp. Það hefur verið legið yfir hverju lagi og nostrað við hvert hljóð. Platan hljómar líka vel og það er margt ágætlega gert á henni, en það sem dregur hana niður er að lögin eru of keimlík. Uppbygging þeirra flestra er mjög svipuð – versin eru róleg og lágstemmd og svo koma kraft- meiri viðlög sem Brynjar syngur af innlifun. Þetta virkar ágætlega í tveim- ur eða þremur lögum, en verður þreytandi á heilli plötu. Textarnir eru líka frekar fátæklegir þannig að útkoman virkar efnislega ansi þunn. Það er samt engin ástæða til að afskrifa BMV. Hann hefur greini- lega metnað og er þetta heiðarleg plata unnin af ástríðu þó að það vanti meiri fjölbreytni í laga- og textasmíðarnar. Trausti Júlíusson Ástríðufullur BMV TÓNLIST The Beginning BMV ★★★ Það er margt vel gert á þessari fyrstu plötu BMV, en lagasmíðarnar eru ekki nógu bitastæðar til að halda uppi heilli plötu. Caleb Followill, söngvari Kings of Leon, glímdi við lystarstol á sínum yngri árum. Á þessum tíma stundaði hann mikla líkamsrækt og borðaði eins lítið og mögulegt var. „Mér fannst ég aldrei vera nógu góður. Ég gerði allt sem ég gat til að halda höndunum og munninum á mér uppteknum án þess að borða,“ sagði Foll- owill. Síðan þá hefur hann náð að byggja upp sjálfstraust sitt og er betri maður í dag. „Ég vil líta út eins og ég geti varið sjálfan mig. Ég vil að ef náungi lítur á mig á bar viti hann að hann geti ekki vaðið yfir mig, þrátt fyrir að hann gæti það hugsanlega.“ Glímdi við lystarstol KINGS OF LEON Bandarísku rokkararnir eru afar vinsælir um þessar mundir. Eigðu þær allar! Skemmtu þér við lögin úr Latabæ 2699 kr. Latibær 9 - dvd Bestu mistök Glanna 2199 kr. Latibær - CD Lífið er ljúft í Latab æ „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.