Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 12
12 6. desember 2008 LAUGARDAGUR ALÞINGI Meirihluti þingmanna er samþykkur þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um fjárhags- lega fyrirgreiðslu hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum (AGS). Forsætisráðherra sagði við fyrri umræðu málsins fyrir tveimur vikum að það væri þá þegar komið í höfn. Ríkisstjórnin hefði ein getað afgreitt málið en ákveðið að leggja fram þingsályktunartillögu til umræðu og afgreiðslu. Önnur umræða fór fram í gær. Utanríkismálanefnd fjallaði efn- islega um málið og vísaði tiltekn- um þáttum þess til viðeigandi nefnda. Ýmis sjónarmið komu fram en þingmenn stjórnarflokk- anna í nefndinni lögðu til að þings- ályktunartillagan yrði samþykkt óbreytt. Stjórnarandstöðuflokkarnir skil- uðu hver sínu nefndarálitinu. Í þeim öllum er málsmeðferð ríkis- stjórnarinnar gagnrýnd auk þess sem margvíslegar athugasemdir eru gerðar. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, sagði að við þær aðstæður sem uppi væru í samfé- laginu væri það frumskylda stjórn- valda að halda þjóð og þingi vel upplýstu, leita víðtæks samráðs og fylgja lýðræðislegum, opnum og gagnsæjum vinnubrögðum. „Í þessum efnum hafa stjórnvöld alfarið brugðist og með pukri og leynd leitt þjóðina inn í öngstræti þess eina úrræðis sem boðið hefur verið upp á – áframhaldandi skuld- setningu upp á annað þúsund millj- arða í gegnum Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn og skilmála hans.“ Magnús Stefánsson, Framsókn- arflokki, sagði það hafa verið rétt mat af hálfu stjórnvalda að leita eftir samstarfi við AGS. Jafnvel hafi verið tilefni til að leita eftir því fyrr en gert var. Hann átaldi hins vegar málsmeðferð stjórn- valda og sagði alvarlegt hvernig Alþingi hefði verið sniðgengið. Ríkisstjórnin hefði sýnt löggjafar- valdinu yfirgang með því að undir- rita samkomulagið við AGS og láta svo þingið staðfesta orðinn hlut. „Öll ábyrgð málsins og meðferð þess hvílir á herðum ríkisstjórnar- innar enda Alþingi ekki upplýst um málatilbúnað,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lyndra. Alþingi stæði frammi fyrir orðnum hlut og málið þannig unnið af hálfu ríkisstjórnar og Seðla- banka að ekki verði aftur snúið. bjorn@frettabladid.is Stjórnvöld brugðust með pukri og leynd Formaður VG vandaði ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í umræðum um sam- komulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á Alþingi í gær. Margt var fundið að samkomulaginu og málsmeðferðinni. Stjórnarþingmenn hafa einnig efasemdir. FÁMENNT Hvorki ráðherrar né þingmenn lögðu sig sérstaklega eftir umræðum gærdagsins. Ásta R. Jóhannesdóttir virðist þó hlusta af athygli. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÚR NEFNDAÁLITUM Meiri hluti fjárlaganefndar Gera þarf ráð fyrir því í áætlunum stjórnvalda að vegna almennt verri efnahagshorfa í helstu viðskiptalöndum Íslands geti tekið lengri tíma en tvö til þrjú ár að vinna þjóðina upp úr efnahagsörðugleikunum. Gert er ráð fyrir að lífeyrissjóðir kaupi ríkisskuldabréf og þannig dragi úr þrýstingi á fjármagnsmarkaði. Hafa verð- ur hugfast að lífeyrissjóðirnir fjárfesta þá ekki í öðrum skuldabréfum eða verðbréfum fyrir sama fé. Hið opinbera ætlar ekki að taka á sig frekari skuldbind- ingar vegna bankanna. Meiri hluti fjárlaganefndar telur að einhverjar líkur séu á að slíkt gæti þó verið skynsam- legt við ákveðnar aðstæður. Minni hluti fjárlaganefndar Ekki liggur fyrir endurskoðuð þjóðhagsspá sem þó ætti að vera grundvöllur þessarar áætlunar. Óskað var eftir ýmsum upplýsingum sem fengust ekki. Útborganir láns AGS verða háðar því að árangurstengd markmið í ríkisfjármálum náist. Óskað var eftir upplýs- ingum um hver þessi árangurstengdu markmið væru. Þær fengust ekki. Ekki fengust upplýsingar um kjör lána frá öðrum en AGS. Gagnrýnt er að ríkisstjórnin hafi ekki haft samráð við sveitarfélögin þó í samkomulaginu sé fjallað um fjármál þeirra. Fjármálaráðuneytið er strax farið að beita ákvæðum í samkomulaginu án þess að þau hafi verið samþykkt á Alþingi. EFNAHAGSÖRÐUGLEIKARNIR GETA VARAÐ LENGUR tökum notuð barnaskíði og skó upp í ný SKÍÐASKIPTIMARKAÐUR Auglýsingasími – Mest lesið LÖGREGLUMÁL Lögreglan lagði hald á nokkuð af fíkniefnum við húsleit í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í fyrradag. Um var að ræða tuttugu kannabisplöntur, tuttugu e-töflur, þrjátíu grömm af hassi og tuttugu og fimm grömm af öðru efni, hvítu. Á sama stað fundust einnig sterar. Við aðgerðina sem er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna naut lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu aðstoðar fíkni- efnaleitarhunds frá tollgæsl- unni. Eftir húsleitina, þegar nýbúið var að yfirgefa vettvang, tók hundurinn á rás og hljóp að manni á þrítugsaldri, sem átti þar leið hjá. Maðurinn reyndist vera með þrjátíu grömm af mar- ijúana í fórum sínum. Í kjölfarið var farið til leitar á tveimur öðrum stöðum sem tengjast þessum einstaklingi. Á öðrum þeirra fannst enn meira af mari- júana, eða rúmlega hundrað grömm. Lögreglan minnir á fíkniefna- símann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkni- efnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í barátt- unni við fíkniefnavandann. - jss KANNABISRÆKTUN Kannabisræktun, e-töflur og hvítt fíkniefni fundust í húsi í Vesturbænum. Fíkniefnaleitarhundur tollgæslunnar stóð fyrir sínu í Vesturbænum: Ræktun, fíkniefni og sterar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.