Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 86
66 6. desember 2008 LAUGARDAGUR
Skólasýningar á verkum Tsjekov
eru blandin ánægja. Þær leiða ein-
att í ljós fátækleg tæknileg brögð
nemendanna til að takast á við
heildstæðar og skýrar persónur
sem hafa mikla forsögu. Þær geta í
besta falli miðlað æskuþokka í
yngstu persónum í persónugallerí-
inu. Andstætt lokaverkefnum til
dæmis hljóðfæraleikara sem tak-
ast á við erfiðustu verk tónbók-
menntanna, sem gerist raunar afar
sjaldan nema á meistarastigi og þá
eftir margra mánaða æfingu, eru
verk rússneska meistarans varla á
færi annarra leikara en þeirra sem
eru búnir að slíta barnsskónum
listrænt séð og eru komnir vel á
veg í færni. Á hinn bóginn má líta
svo á að nemendasýning gefi þátt-
takendum tækifæri til að vinna á
skipulegan og markvissan hátt að
erfiðu verki.
Fyrir mörgum árum átti ég sam-
vinnu við velreyndan finnskan
leikstjóra með fjölda sýninga að
baki, bæði skamma hríð sem leik-
kona og síðar sem leikstjóri:
„Tsjekov,“ sagði hún, „legg ég ekki
í. Ég kann ekki rússnesku og hann
er það erfiðasta sem hægt er að
takast á við. Kannski get ég reynt
þegar ég verð orðin afgömul.“
Vandinn sem hún gat ekki um er að
verk snillingsins eru öll í svo mörg-
um lögum og fastbundin meðfædd-
um skilningi á samfélagslegu
ástandi sem nú er horfið. Lopakin,
sem kominn er af þrælum, endar á
að kaupa óðalsjörð þar sem faðir
hans og afi voru ófrjálsir menn,
vinnudýr. Það er langt í að við
náum þeirri hugsun, bæði sem
flytjendur og áhorfendur. Gleði-
dans hans þegar hann hefur til-
kynnt lánlausum húsbændum
sínum að bernskuheimili þeirra
sem er fallið í niðurníðslu sé nú
hans er einhver vandasamasti kafli
sem leggja má á karlleikara og
raunar alla þá sem umhverfis hann
eru þá stundina í verkinu. Og þau
eru mörg leikatriðin sem eru erfið
í þessu merkilega verki.
Reynsluleysið sem einkenndi
sviðsetningu Nemendaleikhússins
dró aftur fram hina glæsilegu
byggingu verksins, afhjúpaði
grunn þess.
Sænski leikstjórinn Rylander
sem er líka reynslulítill og sam-
verkamaður hans, Sigurður Óli
Pálmason, draga í leikmynd sinni
fram sexhyrnt grunnform Litla
sviðsins, ramma leikrýmið inn með
súlum í hverju horni sem gera
rýmið hálofta og sýna enn einn
notkunarmöguleika sviðsins með
leikpalli í miðju. Litir eru vel hugs-
aðir og eru eltir í búningum sem
dreifa tímaviðmiði verksins, færa
það hingað. Það og tímatilvísanir í
tónlist voru raunar einu ábending-
ar til okkar daga og voru veikar
fyrir bragðið. Því ekki að fara alla
leið og hafa alla búninga nútíma-
lega?
Í textavinnu var mikið um til-
finningastunur í upphafi í lokum
setningar, nokkuð sem á að afmá
þegar í öðrum bekk skóla í þessu
fagi. Það var víða tómahljómur í
talinu, raddbeiting misskýr, en
ætlun oftast ljós og rétt í hugsun.
Líkamsbeiting eðlileg en tók lítið
tillit til stéttskiptingar sem gekk
lengst í því þegar hin virta leik-
kona og aðalsfrú settist upp á apó-
tekarasoninn og byltingarmanninn
Trofimov.
Vigdís Másdóttir komst lengst
með rulluna sína, glæsileg kona, en
tókst lítið á við þá íronísku stöðu
sem höfundurinn setur þennan
spillta kvenmann í. Hannes Óli
vann skynsamlega með dekur-
drenginn Gaev en skóf af honum
allan aðalshrokann og þóttann.
Lilja Nótt dró skynsamlegar skiss-
ur af systurinni og þjónustustúlk-
unni í húsinu. Walter Geir hafði um
margt rétta hugsun í hlutverki
Lopakin en skorti þunga í rulluna.
Stefán Benedikt náði sér á strik í
sníkjudýrinu Pistsjík en var létt-
vægari í Trofimof sem er mikil-
vægur hlekkur í þessari keðju.
Ekki skilaði sér umbreytingin á
Önju sem er í minningunni nokkuð
óljós í stefnumiðum sínum. Þá er
bara ótalinn Bjartur Guðmundsson
sem var sannfærandi boddí í Jasha
en að sama skapi lítil vigt í öld-
ungnum Firs.
Það er alltaf gaman að sjá þetta
verk. Jafnvel þótt flytjendur kom-
ist skammt með að skila því. Sú
hefð hefur verið uppi um langt
skeið að sýningar Nemendaleik-
húss hafa hlotið umsagnir gagn-
rýnenda eins og um atvinnusýning-
ar væri að ræða. Í tímans rás hafa
margar þeirra verið hafnar til
skýjanna: nýnæmið í ungum kröft-
um hefur skyggt á listræna
frammistöðu. Svo má líka líta til
þess að upp koma sviðsetningar
sem eru með slíkum byrjendabrag
hjá atvinnumönnum að þær minna
mest á skólasýningar. Eins og þessi
sviðsetning er. Páll Baldvin Baldvinsson
Að færast of mikið í fang
LEIKLIST
Kirsuberjagarðurinn
eftir Anton Tsjekov
Þýðandi: Ingibjörg Haraldsdóttir
Leikstjóri: Daniel Rylander
Leikmynd: Sigurður Óli Pálmason
Tónlist: Jóhann Friðgeir Jóhannsson
★
Daufur Tsjekov
Fíasól er flottust, er fjórða bók
Kristínar Helgu Gunnarsdóttur um
Fíusól og fjölskyldu hennar í
Grænalundi í Grasabæ. Fíasól er
söm við sig, uppátækjasöm og
skemmtileg. Hún er, eins og trygg-
ur lesendahópur hennar, ári eldri
en í fyrra og glímir nú við hvers-
dag níu ára barns.
Bækurnar um Fíusól eru þegar
orðnar þroskasaga stúlku, rétt eins
og Öddubækur Jennu og Hreiðars
voru á sínum tíma. Tryggur les-
endahópur bíður spenntur eftir
framhaldinu ár hvert. Fíasól er
hluti af félagahópi lesenda sinna
og kemur alltaf með skemmtilegar
sögur með sér. Eins og í fyrri bók-
unum geymir hver kafli fyrir sig
afmarkað ævintýri úr öruggum en
þó ekki hættulausum heimi Fíusól-
ar.
Sagan er glettin og skemmtileg og
textinn lipur og hæfilega þungur
fyrir Fíusól og félaga hennar. Í
ljósi þess að um framhald er að
ræða heldur Kristín Helga sig við
að nota önnur örnefni en þau sem
við eigum að venjast um staði sem
glögglega má finna á suðvestur-
horni landsins. Þannig losar höf-
undur lesandann við að binda sög-
una ákveðnu svæði, hver og einn
getur látið söguna gerast í sinni
eigin götu. Textinn er léttur og
kátur og myndir Halldórs Baldurs-
sonar í sama dúr og í góðu sam-
hengi við söguna.
Tryggir lesendur Fíusólar verða
ekki fyrir vonbrigðum með nýju
bókina og það kæmi ekki á óvart
þótt tækjalaus dagur yrði haldinn
víða á komandi mánuðum.
Hildur Heimisdóttir
Fíasól í sinni götu
BÓKMENNTIR
Fíasól er flottust
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Mál og menning
★★★★
www.leikhusid.is
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Þjóðleikhúsið
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
Utan gátta
Sigurður Pálsson
Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV
lau. 6/12 örfá sæti laus
Sýningum lýkur 13. desember!
Aðeins þrjár sýningar eftir
Hart í bak
Jökull Jakobsson
Verk sem snertir okkur öll.
EB, FBL
lau. 6/12 örfá sæti laus
Sala hafin á
sýningar í janúar
Leitin að jólunum
Þorvaldur Þorsteinsson
Aðventusýning Þjóðleikhússins
lau. 6/12 þrjár sýningar, uppselt
sun. 7/12 þrjár sýningar, uppselt
Uppselt í desember, aukasýningar í sölu
Gefum góðar stundir
Gjafakort Þjóðleikhússins
er sígild gjöf sem gleður alla.
Einfalt og þægilegt, þau kaupir á
www.leikhusid.is og færð kortið
sent heim í fallegu hulstri.
Kardemommubærinn
Sértilboð á gjafakortum
til áramóta.