Fréttablaðið - 06.12.2008, Side 86

Fréttablaðið - 06.12.2008, Side 86
66 6. desember 2008 LAUGARDAGUR Skólasýningar á verkum Tsjekov eru blandin ánægja. Þær leiða ein- att í ljós fátækleg tæknileg brögð nemendanna til að takast á við heildstæðar og skýrar persónur sem hafa mikla forsögu. Þær geta í besta falli miðlað æskuþokka í yngstu persónum í persónugallerí- inu. Andstætt lokaverkefnum til dæmis hljóðfæraleikara sem tak- ast á við erfiðustu verk tónbók- menntanna, sem gerist raunar afar sjaldan nema á meistarastigi og þá eftir margra mánaða æfingu, eru verk rússneska meistarans varla á færi annarra leikara en þeirra sem eru búnir að slíta barnsskónum listrænt séð og eru komnir vel á veg í færni. Á hinn bóginn má líta svo á að nemendasýning gefi þátt- takendum tækifæri til að vinna á skipulegan og markvissan hátt að erfiðu verki. Fyrir mörgum árum átti ég sam- vinnu við velreyndan finnskan leikstjóra með fjölda sýninga að baki, bæði skamma hríð sem leik- kona og síðar sem leikstjóri: „Tsjekov,“ sagði hún, „legg ég ekki í. Ég kann ekki rússnesku og hann er það erfiðasta sem hægt er að takast á við. Kannski get ég reynt þegar ég verð orðin afgömul.“ Vandinn sem hún gat ekki um er að verk snillingsins eru öll í svo mörg- um lögum og fastbundin meðfædd- um skilningi á samfélagslegu ástandi sem nú er horfið. Lopakin, sem kominn er af þrælum, endar á að kaupa óðalsjörð þar sem faðir hans og afi voru ófrjálsir menn, vinnudýr. Það er langt í að við náum þeirri hugsun, bæði sem flytjendur og áhorfendur. Gleði- dans hans þegar hann hefur til- kynnt lánlausum húsbændum sínum að bernskuheimili þeirra sem er fallið í niðurníðslu sé nú hans er einhver vandasamasti kafli sem leggja má á karlleikara og raunar alla þá sem umhverfis hann eru þá stundina í verkinu. Og þau eru mörg leikatriðin sem eru erfið í þessu merkilega verki. Reynsluleysið sem einkenndi sviðsetningu Nemendaleikhússins dró aftur fram hina glæsilegu byggingu verksins, afhjúpaði grunn þess. Sænski leikstjórinn Rylander sem er líka reynslulítill og sam- verkamaður hans, Sigurður Óli Pálmason, draga í leikmynd sinni fram sexhyrnt grunnform Litla sviðsins, ramma leikrýmið inn með súlum í hverju horni sem gera rýmið hálofta og sýna enn einn notkunarmöguleika sviðsins með leikpalli í miðju. Litir eru vel hugs- aðir og eru eltir í búningum sem dreifa tímaviðmiði verksins, færa það hingað. Það og tímatilvísanir í tónlist voru raunar einu ábending- ar til okkar daga og voru veikar fyrir bragðið. Því ekki að fara alla leið og hafa alla búninga nútíma- lega? Í textavinnu var mikið um til- finningastunur í upphafi í lokum setningar, nokkuð sem á að afmá þegar í öðrum bekk skóla í þessu fagi. Það var víða tómahljómur í talinu, raddbeiting misskýr, en ætlun oftast ljós og rétt í hugsun. Líkamsbeiting eðlileg en tók lítið tillit til stéttskiptingar sem gekk lengst í því þegar hin virta leik- kona og aðalsfrú settist upp á apó- tekarasoninn og byltingarmanninn Trofimov. Vigdís Másdóttir komst lengst með rulluna sína, glæsileg kona, en tókst lítið á við þá íronísku stöðu sem höfundurinn setur þennan spillta kvenmann í. Hannes Óli vann skynsamlega með dekur- drenginn Gaev en skóf af honum allan aðalshrokann og þóttann. Lilja Nótt dró skynsamlegar skiss- ur af systurinni og þjónustustúlk- unni í húsinu. Walter Geir hafði um margt rétta hugsun í hlutverki Lopakin en skorti þunga í rulluna. Stefán Benedikt náði sér á strik í sníkjudýrinu Pistsjík en var létt- vægari í Trofimof sem er mikil- vægur hlekkur í þessari keðju. Ekki skilaði sér umbreytingin á Önju sem er í minningunni nokkuð óljós í stefnumiðum sínum. Þá er bara ótalinn Bjartur Guðmundsson sem var sannfærandi boddí í Jasha en að sama skapi lítil vigt í öld- ungnum Firs. Það er alltaf gaman að sjá þetta verk. Jafnvel þótt flytjendur kom- ist skammt með að skila því. Sú hefð hefur verið uppi um langt skeið að sýningar Nemendaleik- húss hafa hlotið umsagnir gagn- rýnenda eins og um atvinnusýning- ar væri að ræða. Í tímans rás hafa margar þeirra verið hafnar til skýjanna: nýnæmið í ungum kröft- um hefur skyggt á listræna frammistöðu. Svo má líka líta til þess að upp koma sviðsetningar sem eru með slíkum byrjendabrag hjá atvinnumönnum að þær minna mest á skólasýningar. Eins og þessi sviðsetning er. Páll Baldvin Baldvinsson Að færast of mikið í fang LEIKLIST Kirsuberjagarðurinn eftir Anton Tsjekov Þýðandi: Ingibjörg Haraldsdóttir Leikstjóri: Daniel Rylander Leikmynd: Sigurður Óli Pálmason Tónlist: Jóhann Friðgeir Jóhannsson ★ Daufur Tsjekov Fíasól er flottust, er fjórða bók Kristínar Helgu Gunnarsdóttur um Fíusól og fjölskyldu hennar í Grænalundi í Grasabæ. Fíasól er söm við sig, uppátækjasöm og skemmtileg. Hún er, eins og trygg- ur lesendahópur hennar, ári eldri en í fyrra og glímir nú við hvers- dag níu ára barns. Bækurnar um Fíusól eru þegar orðnar þroskasaga stúlku, rétt eins og Öddubækur Jennu og Hreiðars voru á sínum tíma. Tryggur les- endahópur bíður spenntur eftir framhaldinu ár hvert. Fíasól er hluti af félagahópi lesenda sinna og kemur alltaf með skemmtilegar sögur með sér. Eins og í fyrri bók- unum geymir hver kafli fyrir sig afmarkað ævintýri úr öruggum en þó ekki hættulausum heimi Fíusól- ar. Sagan er glettin og skemmtileg og textinn lipur og hæfilega þungur fyrir Fíusól og félaga hennar. Í ljósi þess að um framhald er að ræða heldur Kristín Helga sig við að nota önnur örnefni en þau sem við eigum að venjast um staði sem glögglega má finna á suðvestur- horni landsins. Þannig losar höf- undur lesandann við að binda sög- una ákveðnu svæði, hver og einn getur látið söguna gerast í sinni eigin götu. Textinn er léttur og kátur og myndir Halldórs Baldurs- sonar í sama dúr og í góðu sam- hengi við söguna. Tryggir lesendur Fíusólar verða ekki fyrir vonbrigðum með nýju bókina og það kæmi ekki á óvart þótt tækjalaus dagur yrði haldinn víða á komandi mánuðum. Hildur Heimisdóttir Fíasól í sinni götu BÓKMENNTIR Fíasól er flottust Kristín Helga Gunnarsdóttir Mál og menning ★★★★ www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV lau. 6/12 örfá sæti laus Sýningum lýkur 13. desember! Aðeins þrjár sýningar eftir Hart í bak Jökull Jakobsson Verk sem snertir okkur öll. EB, FBL lau. 6/12 örfá sæti laus Sala hafin á sýningar í janúar Leitin að jólunum Þorvaldur Þorsteinsson Aðventusýning Þjóðleikhússins lau. 6/12 þrjár sýningar, uppselt sun. 7/12 þrjár sýningar, uppselt Uppselt í desember, aukasýningar í sölu Gefum góðar stundir Gjafakort Þjóðleikhússins er sígild gjöf sem gleður alla. Einfalt og þægilegt, þau kaupir á www.leikhusid.is og færð kortið sent heim í fallegu hulstri. Kardemommubærinn Sértilboð á gjafakortum til áramóta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.