Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 46
46 6. desember 2008 LAUGARDAGUR
V
ið finnum fyrir meiri
áhuga á íslenskri
framleiðslu undan-
farið sem hefur án
efa hjálpað verkefn-
inu. ,” segir Sigríður
Sigurjónsdóttir prófessor í vöru-
hönnun við Listaháskóla Íslands.
Verkefnið umrædda var sett í gang
fyrir tveimur arum síðan en þar
áttu nemendur í vöruhönnun að
kynna sér ákveðinn bónda, þekk-
ingu hans, afurðir og framleiðslu-
tæki og leggja fram hugmyndir
um nýja afurð sem yki virðisauka
bóndans og skapaði eftirsóknar-
verða upplifun hjá neytandanum„
Hugmyndin er upprunulega sprott-
in út frá lestri Draumalands Andra
Snæs Magnasonar”, útskýrir Sig-
ríður. „ Þar er hann að velta fyrir
sér hvers vegna við Íslendingar
erum ekki að nýta hönnun meira
okkur til framdráttar og af hverju
við höfum ekki komið betur til
móts við neytendur varðandi óskir
þeirra um rekjanleika til dæmis
með því að geta keypt afurðir í
meira magni beint frá bónda.“
Hugmyndin fékk nafnið „ Stefnu-
mót bænda og hönnuða” og er
frumkvöðlaverkefni í þágu
atvinnulífsins þar sem tvær starfs-
téttir eru leiddar saman til að
skapa einstaka afurð. „Mikil sókn-
artækifæri felast í matvælafram-
leiðslu og með markvissri nýsköp-
un á hráefninu er hægt að
margfalda virðisaukann. Í sér-
stöðu og upplifun felast mikil verð-
mæti, því er markmið verkefnis-
ins að þróa héraðsbundnar
matvörur byggðar á hæstu gæðum,
rekjanleika og menningarlegri
skírskotun,” útskýrir hún. Nýnæmi
verkefnisins felst í samstarfi hönn-
uða, bænda, matvælafræðinga og
matreiðslumanna en Sigríður telur
vera á ferðinni mikið frumkvöðla-
starf sem muni geta haft verulegt
fordæmisgildi í framtíðinni. „Í
verkefninu er einni af elstu starfs-
téttum landsins, bændum, att
saman við eina af yngstu starfs-
stéttunum, hönnuðum. Markmið
verkefnisins er að þær afurðir sem
verða þróaðar á næstu 3 árum
skapi efnahagslegan ávinning og
verði fyrirmyndir fyrir aðra bænd-
ur til að auka vægi nýsköpunar í
framleiðslunni í samstarfi við
hönnuði. Í litlu samfélagi eins og
Íslandi eru fyrirmyndir mjög lík-
legar til að hafa margföldunará-
hrif og við það styrkist samkeppn-
isstaða íslensks landbúnaðar
verulega.”
Hversdagsmatur í hátíðarbúningi.
Það eru matarhönnuðirnir Bryn-
hildur Pálsdóttir og Guðfinna
Mjöll Magnúsdóttir sem leiða
hóp nemenda hjá LHÍ við
þróun verkefnisins, en
fjölmargir aðilar koma að
verkefninu, meðal ann-
ars Matís sem sérhæfir sig í mat-
vælarannsóknum, landsliðskokk-
arnir Örvar Birgisson og Gunnar
Karl kokkur á Vox og svo auðvitað
bændurnir.” Fyrstu vörurnar sem
voru þróaðar og eru komnar í
framleiðslu eru rabbarbarakara-
mellur framleiddar í samvinnu við
Dorothee Lubecki og Kjartan H.
Ágústsson rabarbarabændur á
Löngumýri á Skeiðum, og sláturt-
ertur framleiddar með bændunum
Elísabetu Kristjánsdóttur og Vil-
hjálmi Vernharðssyni á Möðrudal.
„ Rabbarbarakaramellurnar eru
fáanlegar meðal annars í Vínber-
inu og Rósum og Súkkulaði hér í
Reykjavík og hafa rokið út, enda
sérlega ljúffengar” segir Sigríður.
„ Og það sem er svo skemmtilegt
við sláturtertuna er að hún er
hversdagsmatur færður hefur
verið í hátíðarbúnin plan. Hún
byggir á gömlum grunni en er í
takt við nútímann, holl og góð, og
falleg í útliti.” Sláturtertan er búin
til úr úrvals innmat frá Möðrudal,
og í stað fitunnar eru notaðar kart-
öflur og rófur. Blóðberg og aðrar
kryddjurtir setja sterkan keim á
afurðina sem er borin fram í Fjalla-
kaffi á Möðrudal og er aðeins fáan-
leg þar. „ Gunnar Karl á Vox hjálp-
aði okkur svo með útfærslu
réttarins en hann er nú borinn
fram með berjasósu, rófu og kart-
öflustöppu og er snæddur ásamt
rauðvíni. Fleiri vörur eru í þróun
og Sigríður segir verkefnið, sem
er styrkt af Tækniþróunarsjóð og
Framleiðnisjóð Landbúnaðarins sé
ævintýri líkast. „ Fyrir tveimur
árum síðan var erfitt að fá fjár-
magn fyrir slík verkefni, þegar
efnahagslandslagið var allt öðru-
vísi. „Þá var allt á svo stórum skala
og hugmyndin þótti ekki gefa nógu
mikinn arð. Nú hefur landslagið
hinsvegar breyst og það er að
sumu leyti jákvætt. Nú eiga til
dæmis lítil, falleg verkefni meiri
tækifæri.”
Í litlu samfélagi eins og Íslandi eru fyrirmyndir mjög
líklegar til að hafa margföldunaráhrif og við það styrkist
samkeppnisstaða íslensks landbúnaðar verulega.
Innblásið af Drau malandinu
Hugmynd um nýjar íslenskar landbúnaðarafurðir fæddist í Listaháskóla Íslands. Anna Margrét Björnsson ræddi við Sigríði Sigur-
jónsdóttur prófessor í vöruhönnun um frjótt samstarf, sláturtertur og rabbarbarakaramellur.
BRAGÐBÆTT MEÐ BLÓÐBERGI Maria Markovic ber fram ljúffenga sláturtertu SLÁTURKÖKUVEISLA Sest að snæðingi á Fjallakaffi í Möðrudal.
RABBARBARI RIFJAR UPP MINNINGAR Hugmyndin að baki karamellunum er að rifja upp þegar rabbarbara er stungið ofan í sykur-
karið hjá ömmu MYND/ÁSLAUG SNORRADÓTTIR
GOURMET-TAKTAR
Gunnar Karl bræðir
sykurhúð yfir slátur-
tertuna
SLEGIÐ
UPP VEISLU
Nemendur
í LHÍ sýna
afurðirnar.
ÆVINTÝRI LÍKAST Sigríður Sigurjónsdóttir
prófessor í vöruhönnun segir verkefnið hafa
heppnast svona vel vegna þess frábæra fólks
sem tekur þátt í því.