Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 30
32 6. desember 2008 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Ögmundur Jónasson skrifar um þjóðfélagsmál Danski rithöfundurinn Hans Scherfig segir í einni bóka sinna að til séu þeir sem skrifi um lífið, svo hinir sem skrifi um þá sem skrifa um lífið. Þá megi ekki gleyma hinum sem lifa líf- inu. Páll Baldvin Baldvinsson hefur sérhæft sig í kategóríu tvö. Hann birtist þjóðinni fyrst og fremst sem sá sem fjallar um þá sem skrifa um lífið. Sannast sagna finnst mér oft gaman að hlusta á Pál Baldvin, til dæmis í Kilju Egils Helgasonar en sá þáttur er í uppáhaldi hjá mér. Þar er Páll Baldvin fastagestur og oft með skemmtilegar vangaveltur um bókmenntir. Þess vegna þótti mér heldur miður þegar hann sá ástæðu til að gefa mér hrapalega fallein- kunn fyrir framgöngu mína í nýlegum sunnudagsþætti Ævars Kjartanssonar og Ágústs Þórs Árnasonar þar sem fjalla átti um fullveldið. Þetta gerði hann í grein í Fréttablaðinu í vikunni. Ég kom í þennan þátt við forföll annars manns með minna en engum fyrirvara því þátturinn var hafinn þegar mér var kippt inn í hann. Hafði ekki einu sinni heyrt upphafið. Þar var fyrir Kristrún Heimisdóttir sem Páll Baldvin segir hafa verið beitta „ofbeldisfullri stýringu“ af minni hálfu, enda sé ég „kjaftaskur“ og „ráptuðra“ sem tali í „tómum frösum“ og ástæða til að spyrja hvort ég hafi ekki þorað að tala um „fullveldið“, viðfangsefni þáttarins. Í stað þess að ræða fullveldið hafi ég farið „út og suður“ um rafmagnsskömmtun í Kaliforníu, loftslagsmálin, Brusselvaldið, brunatryggingar í Reykjavík. Svo víða hafi ég farið „að varla var þráður í samtalinu.“ Hér endurómar Páll Baldvin ávirðingar Kristrúnar Heimis- dóttur í minn garð í þættinum og að honum loknum. Bæði hún og félagar hennar á fjölmiðlum haga að sjálfsögðu sínu máli eins og þau kjósa. En skyldi vera til of mikils mælst að biðja þau að íhuga hvers vegna þessi dæmi hafi verið nefnd í umræðu um fullveldi þjóða og samfélaga? Þau voru tekin til að sýna hvar hið eiginlega vald liggur og þá einnig hvar við viljum í raun hafa það; hvers vegna við viljum mörg hver hafa lýðræðislega þröskulda fólksins í sveitar- félögum og þjóðríkjum, þröskulda sem alþjóðafjármagnið kemst ekki alveg eins glatt yfir og vill því jafnan burt. Heimsvæðingin hefur verið á forsend- um fjármagnsins, hvort sem horft er til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins eða Evrópusambands- ins. Þetta var það samhengi sem þessi dæmi voru sett inn í. Rafmagnsskömmtun í Los Angeles er dæmi um borg í markaðs- væddu hagkerfi sem hélt eignarhaldi á rafmagnsveitum á sinni hendi og slapp þannig við Enron skandalinn og aðra óáran því tengda. Bandaríkin eru um sumt ekki eins miðstýrð og Evrópusam- bandið sem sviptir aðildarþjóðirnar fullveldi sínu í veigamiklum efnum. Raunveruleg dæmi úr lífi fólks og samfélaga skipta máli þegar talað er um fullveldi og lýðræði, völd og áhrif fólks á eigið umhverfi. Hér þarf að horfa á raunveruleikann eins og hann birtist okkur, reynsluna og lærdómana sem draga má af skerðingu fullveldis og nærlýðræðis, skerðingu þess að Jón og Gunna rétt eins og Ögmundur, Kristrún og Páll Baldvin fái um það ráðið í hvernig samfélagi þau búa. Dæmin eru allt um kring. Brunatrygginar á vegum Reykjavíkurborgar voru aflagðar þegar okkur var bannað með tilskipun Evrópu- sambandins að skipuleggja þær eins og við helst vildum. Þetta gerði skipulag brunatrygginga margfalt kostnaðarsam- ara, þyngra í vöfum og óhagkvæmara. Þetta er lítið einfalt dæmi um skerðingu á fullveldi þjóðar sem hefur neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir Jón og Gunnu og alla hina í samfélaginu – nema þá fáu sem græða. Dæmi sem þessi vekja greinilega hneykslan hjá sjálfskipuðum stýrendum umræðunnar um hvað megi og megi ekki tala um þegar fullveldi ber á góma. Loftslagsmálin, hafréttarmálin og mannréttindin nefndi ég í þættinum á hinn bóginn sem dæmi um mál sem við þyrftum að sameinast um á heimsvísu. Ég fæ engu um það ráðið þótt Páli Baldvini Baldvinssyni þyki lítið til minna röksemda og málflutnings koma. En einni spurningu langar mig til að biðja Pál Baldvin að velta fyrir sér: Getur verið að almenn umræða um kennisetningar og fræðilega teóríu án skírskotunar til þess veruleika sem við hrærumst í, og til þeirra mála sem heitast á okkur brenna, sé takmörkuð og á engan hátt fullnægj- andi þegar fullveldi og önnur mikilvæg mál ber á góma? Hvaða sjálfskipaða vald hvaða sjálfskipuðu sérfræðinga ákvarðar ramma umræðunnar? Hvernig er hægt að ná fram málefnalegri, víðsýnni umræðu og traustari ákvarðanatöku um framtíð- ina ef ekki með vísan í reynsluna og raunveruleg dæmi úr lífi þjóða og einstaklinga? Leiðin til þess hruns sem við nú stöndum frammi fyrir var vörðuð af einstrengingslegum ramma kennisetn- inga sem m.a. hafa verið settar fram af fólki sem teljast fræðimenn á heimsmæli- kvarða og hafa jafnvel fengið Nóbels- verðlaun í nýfrjálshyggjuhagfræði. Vald og áhrif Jóns og Gunnu úti í bæ, og þeirra fullveldi í hnattvæddum heimi, á ekki að einskorðast við þröngan ramma kenni- setninga. Teóría á ágætlega við í samræð- um þeirra sem hafa atvinnu af því að skrifa um þá sem skrifa um lífið. En engin teóría um framtíð samfélags er góð ef hún er komin úr tengslum við þau sem lifa lífinu. Höfundur er alþingismaður. Framlög Páls Baldvins Baldvinssonar til þjóðfélagsumræðu ÖGMUNDUR JÓNASSON Ingibjörg Sólrún og Þorgerður Katrín - sýnið nú kjarkinn UMRÆÐAN Reynir Ingibjartsson skrifar um stjórnmál Það er undarlegt ástand á Íslandi. Reikningur upp á líklega fjögurþúsund milljarða króna bíður greiðslu á næstu árum og þá er ótalið allt sem tapast í atvinnumissi, húsnæð- ismissi og fyrirtækjamissi. Talan er komin í 13 milljónir á hvert mannsbarn. Enginn þyk- ist ábyrgur. Sem andsvar við félags- hyggju 20. aldar og róttækni áranna kringum 1970, reis kap- ítalisminn upp endurnærður af frjálshyggjunni með valdatöku Reagans og Thatcher um 1980. Á Íslandi hljómaði slagorðið „báknið burt“ og fyrsta skrefið var tekið 1982, þegar Davíð Oddsson settist í borgarstjóra- stólinn í Reykjavík. Fremstur á fjósbitanum hefur Hannes Hólmsteinn Gissurarson setið og þulið kennisetningar og per- sónuníð meðan Davíð sigldi eftir vindi hverju sinni og hefur nú stjórnvöld í gíslingu með fjármálalegu (og pólitísku) valdi sínu í Seðlabankanum – staður sem átti að vera dvalar- heimili fyrrverandi stjórnmála- manna. Á forsætisráðherraárum Davíðs Oddssonar varð Ísland að sýningarglugga um einka- væðingu og markaðsvæðingu, þar sem allur heimurinn átti að vera undir í útrás víkinganna. Fremstir fóru bankarnir – musteri fjármagnsins sem gerðu hefðbundin innlán og útlán að aukabúgrein. Söluna á þeim handsalaði forsætisráð- herrann. Blandað hagkerfi var nú liðin tíð og fyrirtæki höfðu fyrst og fremst þann tilgang að ganga kaupum og sölum með sem mestum hagnaði. Kóngur- inn í þessu ríki var sem fyrr Bubbi kóngur úr Herranótt MR fyrir 40 árum eða svo. Fjand- vinurinn – forsetinn var svo besti sölumaðurinn. Það er margt skrítið í henni veröld. Nú er Ísland komið í kennslu- bækurnar um þjóðarhrun, þar sem hömlulaus kapítalismi kippti fótunum undan öllu á einni nóttu. Það skal enginn van- meta Davíð Oddsson. Þegar hann hafði náð völdum í MR var hann fljótur að setja stuðn- ingsmenn sína af, væru þeir honum ekki þókn- anlegir. Hann skipti um skoðun í Evrópumálun- um eftir að Jón Baldvin hafði lyft honum í for- sætisráðherrastólinn og gerðist andstæðingur ESB. Eftir að hafa selt allar bestu eigur ríkisins og hleypt útrásarvíkingunum með þær út úr Íslandsfjósinu, kallar hann þessa aðila, óreiðufólk, sem sett hafi þjóðina á hausinn. Ríkisstjórnina skammar hann fyrir andvaraleysi, þótt hann hafi á sínum tíma lagt niður aðhaldstæki hennar - Þjóðhags- stofnun með einu pennastriki. Hann kann alla klækina á leik- sviðinu og drottnar yfir saln- um. Nú er aftur kallað eftir „sterka manninum“. Davíð er maðurinn sem varaði við hrun- inu. Hann tekur ákvarðanir og ber í borðið. Við borgum engar óreiðuskuldir í útlöndum. Krón- unni skal lyft með handafli og vei þeim sem ætla í Evrópu- sambandið. Nú þegar er hann orðinn holdgervingur þeirra sem eru á móti inngöngu í ESB. Stuðningsmennirnir eru jafn ólíkir hópar eins og frjáls- hyggjumenn sem sjá vinstri- slagsíðu í Evrópu, vinstri menn sem sjá þar hið gagnstæða og svo þjóðernissinnar með Ísland fyrir Íslendinga – skítt með hina. Skapbrestir eins og lang- rækni og valdsækni verða að kostum við þessar kringumstæð- ur. Man einhver eftir Ceausescu, fyrrum forseta Rúmeníu? Það hafa ekki margir haft burði og kjark til að standa uppi í hárinu á Davíð Oddssyni í gegnum árin. Það sást vel þegar verið var að berja í gegn núver- andi lög um eftirlaun ráðherra og þingmanna. Upp á þau skrif- uðu jafn ólíkir menn eins og Guðni Ágústsson, Guðjón Arnar Kristjánsson, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéð- insson. Þá var talað um „konu úti í bæ“ (ISG) sem hefði komið í þinghúsið og ruglað hina breiðu samstöðu. Það er ekki gleymt. Það ætti að vera hverjum manni augljóst nú, þegar fjár- ráðin hafa nánast verið tekin af okkur, að ríkisstjórn og Seðla- banki verða að ganga í takt. Nógu er nú slæmt ástandið. Sporgöngumann Davíðs alla tíð, Geir H. Haarde virðist skorta vilja til að komast úr þeim sporum. Þá er ekki öðrum til að dreifa en formanni Sam- fylkingarinnar og varafor- manni Sjálfstæðisflokksins. Allar götur síðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir settist í borg- arstjórn 1982, hefur hún mætt Davíð Oddssyni sem jafnoki. Langlundargeð er oft nauðsyn- legt, en þegar mælirinn fyllist, þarf að hella úr honum inni- haldinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur lært úr föðurgarði að standa á sinni sannfæringu. Lengstum hefur hún verið eini ráðamaður Sjálf- stæðisflokksins, sem hefur sagt við Davíð: ,,hingað en ekki lengra”. Þessar glæsilegu stjórnmála- konur verða nú að taka af skar- ið – annars verða þær hluti af veröld sem var og dragast með straumnum – niður. Eftir situr hnípin þjóð á bakkanum þ.e.a.s. þeir sem ekki verða farnir af landi brott. Höfundur starfar við kortaútgáfu. REYNIR INGIBJARTSSON Á forsætisráðherraárum Davíðs Oddssonar varð Ísland að sýningarglugga um einkavæðingu og mark- aðsvæðingu, þar sem allur heimurinn átti að vera undir í útrás víkingana. Fremstir fóru bankarnir – musteri fjármagnsins sem gerðu hefðbundin innlán og útlán að aukabúgrein. Kíktu á blaðsíðu 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.