Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 32
34 6. desember 2008 LAUGARDAGUR
F
élag fréttamanna
gagnrýnir niðurskurð á
fréttastofu harðlega. Í
ályktun segir að geta
hennar til faglegrar og
vandaðrar frétta-
umfjöllunar sé verulega sködduð.
Er þetta raunsönn mynd af stöðu
fréttastofunnar í dag?
Nei, ég held að þarna sé of mikið
í lagt. Þrátt fyrir þennan niður-
skurð þá aukum við frekar þann
kraft sem fer beint í innlendar
fréttir. Aðstæðurnar í þjóðfélag-
inu hafa auðvitað útheimt það og
nýgerðar skipulagsbreytingar á
fréttastarfseminni í heild hafa
auðveldað áherslubreytingarnar.
Niðurskurðurinn á fréttadeildinni
er hlutfallslega mestur í íþróttum
en hvað varðar kjarnann í frétta-
starfseminni, sem er hin innlenda
almenna fréttaþjónusta, þá er
frekar verið að auka hana en draga
saman.
Breyttir fréttatímar
Hverju er hægt að fórna í vinnslu
frétta og hvernig verður það sýni-
legt?
Það má nefna sem dæmi að við
ætluðum að auka áhersluna á
fréttaflutning á ruv.is. Við verðum
að fresta þeim áformum í bili.
Varðandi fréttasviðið verður mjög
merkjanlegur niðurskurður á
íþróttaumfjöllun. Það á hins vegar
ekki við um innlenda fréttaþjón-
ustu. Í fréttasamhengi verður það
síst eða alls ekki í innlendum frétt-
um. Eins og staðan er í samfélag-
inu liggur forgangurinn þar.
Frekari niðurskurður, ef af
honum verður, kemur þá ekki niður
á fréttadeildinni.
Nei. Ekki nema þá ef tekjufor-
sendunum verður beinlínis kippt
undan Ríkisútvarpinu.
En kemur til greina að draga
uppsagnir til baka eins og starfs-
menn hafa farið fram á?
Miðað við óbreyttar forsendur
er tómt mál að tala um slíkt og
ákvörðunin stendur. Breytist þær
munum við endurskoða þá ákvörð-
un sem tekin hefur verið.
Telur þú þig njóta trausts starfs-
manna innan stofnunarinnar?
Ef sú vísitala yrði mæld nákvæm-
lega núna yrði hún vafalaust tals-
vert lægri en fyrir viku. Menn
verða að athuga í þessu samhengi
að RÚV hefur aldrei þurft að ganga
í gegnum aðgerð af þessu tagi áður.
Ég skil vel, og hef alveg bak til að
þola það, að gagnrýnin beinist að
mér, þótt ástæður þessa niður-
skurðar liggi ekki í minni persónu.
Það er ég sem kynni þessar aðgerð-
ir og ber ábyrgð á því hvernig þeim
er framfylgt. Ég skil vel að margir
eru reiðir og sjálfsagt hafa ein-
hverjir minna traust á mér en áður.
Ég vona þó að það sé tímabundið
ástand.
RÚV á auglýsingamarkaði
Væri ekki betra að RÚV væri
ekki á auglýsingamarkaði, þá þyrfti
stofnunin ekki að bregðast við
sveiflum á markaði?
Ég hef margsagt að það væri að
ýmsu leyti þægilegra fyrir RÚV að
vera ekki á auglýsingamarkaði.
Það myndi auðvelda RÚV að gegna
almannaþjónustuhlutverki sínu ef
stofnunin væri ekki á þeim mark-
aði. Það felst ákveðin þversögn í
almannahlutverkinu annars vegar
og að þurfa hins vegar að afla um
fjórðungs tekna með auglýsingum.
Ég hef hins vegar sagt að þessi
þversögn er ekki verri en það að ég
vil frekar lifa með henni en að vera
án þeirra tekna sem við höfum af
auglýsingum. Það er rétt að hafa
hugfast að RÚV hefur alla tíð verið
á auglýsingamarkaði ólíkt systur-
stöðvunum á Norðurlöndunum og
Bretlandi til dæmis sem hafa alltaf
verið fjármagnaðar einvörðungu
með afnotagjöldum eða nefskatti.
Svo er að sjá hvernig spilast úr
tillögum um skerðingu á auglýs-
ingatekjunum og hvort og þá
hvernig hún verður bætt með tekj-
um af almannaþjónustuhlutanum.
Það er ekki hægt að hafa stórar
skoðanir á þessu fyrr en tillögurn-
ar líta dagsins ljós. Þeir sem sitja í
fjölmiðlanefnd og menntamálaráð-
herra hafa lýst því yfir að það sé
miðað við að tekjutapið auglýs-
ingamegin verði bætt almanna-
þjónustumegin.
Þú ert með öðrum orðum bjart-
sýnn á að skerðingin verði ekki
meiri en orðið er?
Ég veit ekki hvort ég þori að
vera bjartsýnn á það en vona að við
verðum ekki verr sett en við erum
í dag.
Því hefur verið haldið fram að
hlutverk RÚV sé þess eðlis að halli
á stofnuninni sé réttlætanlegur.
Ætti RÚV að vera undanþegið?
Nei, ég get ekki gert neina kröfu
til þess. Auðvitað mætti segja sem
svo að ef einhvern tímann er þörf
fyrir öflugt ríkisútvarp, bæði hvað
varðar fréttir, menningarumfjöll-
un og afþreyingu, þá er það núna.
Það má taka sem dæmi að sjálfsagt
hefur aldrei verið eins mikil þörf
fyrir Spaugstofuna og einmitt
núna. Þjóðinni gefst tækifæri til að
hlæja að sjáfri sér og þessum vand-
ræðagangi öllum. Ég held þó að
það sé ekki hægt að ætlast til þess,
jafnvel fyrir hönd RÚV í þeirri
stöðu sem ég er, að við séum stikk-
frí og getum farið í gegnum þessar
þrengingar án þess að það finnist
hér innandyra. Krafa um slíkt væri
óviðeigandi.
Ef niðurstaðan verður sú að
stofnuninni verður gert að starfa
fyrir minna fé en gert er ráð fyrir í
nýrri rekstraráætlun, kemur þá til
greina að hætta kaupum á erlendu
efni til dæmis og leggja allt starfs-
féð í innlenda dagskrárgerð og til
að efla fréttastofuna að nýju?
Allt kemur til greina. Hins vegar
myndi niðurskurður á erlenda efn-
inu skila okkur litlu. Niðurskurður
þar kæmi allur fram sem stytting á
dagskrá því allt efni sem kæmi í
staðinn er dýrara. Sumt af því
erlenda efni sem við sýnum er ekki
í boði annars staðar. Það má nefna
heimildarmyndir og listrænt efni.
Eins og hlutverk RÚV er skilgreint
í lögum þá værum við komin á
skjön við hlutverk okkar ef við
hættum sýningum á erlendu efni.
Það er engin samkeppni um margt
af okkar erlenda efni og það yrði
vart sýnt annars staðar en hér.
Hvað um Rás 2
Samkvæmt lögum ber RÚV að
halda úti einni útvarpsrás og einni
sjónvarpsrás. Kemur til greina að
leggja niður Rás 2 í sparnaðar-
skyni?
Lögin segja þetta, það er rétt, en
hins vegar erum við skuldbundin í
þjónustusamningi okkar við ríkið
til að reka tvær rásir. Það kæmi til
greina en við erum að sumu leyti í
svipaðri stöðu þarna og varðandi
erlenda efnið. Rás 2 ber sig og er
enginn baggi á RÚV. Það væri eng-
inn sparnaður í því að leggja hana
niður ef við misstum auglýsinga-
tekjurnar sem hún aflar. Auk þess
vil ég halda því fram að Rás 2 sé
stór hluti af almannaþjónustu- og
menningarhlutverki RÚV. Rás 2
hefur verið og er vettvangur fram-
sækinna íslenskra tónlistarmanna
sem fá litla eða enga spilun annars
staðar. Bylgjan og Rás 2 eru lang-
vinsælustu útvarpsstöðvar á
Íslandi. Annað eiga þær ekki sam-
eiginlegt. Rás 2 er allt öðruvísi
útvarpsstöð og hefur mjög mikil-
vægu menningarlegu hlutverki að
gegna. Sem partur af niðurskurð-
araðgerðum væri það ekki góður
kostur að leggja niður Rás 2. Í því
ljósi er svar mitt nei, það kæmi
ekki til greina.
Ríkið svíkst undan
Þú minnist á þjónustusamning
RÚV. Hefur verið staðið við hann?
Ekki við tekjulegar forsendur
hans, nei. Það var gert ráð fyrir því
í þjónustusamningnum og stofn-
efnahagsreikningi RÚV ohf. að
tekjur RÚV af almannaþjónust-
unni yrðu ekki lægri en að raun-
gildi ársins 2006. Upp á það vantar
mikið.
Hversu mikið vantar uppá?
Í fyrra og til ársloka eru þetta í
kringum 450 milljónir sem vantar.
Ef ríkið hefði staðið við tekjuhlið-
ina á þjónustusamningnum hefðu
því uppsagnirnar fyrir helgi verið
óþarfar?
Það má vissulega finna jöfnuð í
þessum tölum. Ef tekjuforsendurn-
ar hefðu haldið þá hefðum við verið
mun betur sett. Endurskoðuð
rekstraráætlun var skorin niður
um 550 milljónir og launalækkanir
eru 150 milljónir til viðbótar.
Ætti gagnrýnin sem beinist að
stjórn RÚV og þér sem útvarps-
stjóra að beinast að menntamála-
yfirvöldum í þessu ljósi?
Þá snýr það frekar að ríkisstjórn-
inni í heild. Það er hægt að stilla
þessu upp á marga vegu. Ég hef
aldrei viljað nota orð eins og svik
eða brigsl um þetta. Eigandi að
RÚV er íslenskur almenningur og
fulltrúi eigandans gagnvart okkur
er ríkið. Það er verkkaupinn og
hann getur tekið þá ákvörðun fyrir
hönd almennings að kaupa minna.
En okkur var aldrei tilkynnt um
það að hann ætlaði að kaupa minna;
aðeins að hann ætlaði að borga
minna. Tekjuhlið samningsins við
okkar viðsemjanda hefur ekki stað-
ist og sú ákvörðun var tekin ein-
hliða.
Dagskráin breytist
Hvaða áhrif hefur niðurskurðurinn
á einstaka dagskrárliði?
Hluti af niðurskurðinum núna er
til dæmis lækkun á framleiðslu-
kostnaði á Kastljósinu. Það mun
sjást meðal annars á því að fram-
leiddum innslögum inn í þáttinn
mun fækka. Frumflutt tónlist, sem
hefur verið mjög metnaðarfullur
hluti af þættinum, víkur einnig.
Við munum taka nokkra vinsæla
þætti og gera þá ódýrari í fram-
leiðslu. Gettu betur verður tekinn
upp hér innanhúss og það sama
mun gilda um Söngvakeppni sjón-
varpsins. Við ákváðum að halda
þessum vinsælu dagskrárliðum því
þeir flokkast báðir undir innlent
menningarefni, að mínu mati. Þetta
er frumsamin íslensk tónlist í til-
felli söngvakeppninnar og Gettu
betur hefur verið ákveðinn horn-
steinn í vetrardagskrá sjónvarps-
ins.
Það verður dregið úr beinum
útsendingum frá íþróttaviðburð-
um. Við höldum þó þeirri stefnu að
fylgja íslenskum landsliðum í
alþjóðlegum keppnum í handbolta
og fótbolta.
Ef niðurstaðan verður sú að RÚV
verður gert að starfa fyrir minna fé
en gert er ráð fyrir í endurskoðaðri
rekstraráætlun, hvernig getur þú
hugsað þér að standa að því?
Við yrðum komin mjög nálægt
þeim mörkum að gera þyrfti eðlis-
breytingu til hins verra á Ríkisút-
varpinu. Ég vil helst ekki hugsa
þessa hugsun til enda ótilneyddur.
Brugðust fjölmiðlar?
Einkareknu fjölmiðlarnir hafa verið
sakaðir um að hafa brugðist skyld-
um sínum í aðdraganda banka-
hrunsins vegna tengsla við helstu
viðskiptablokkir landsins. Ertu
sammála því?
Sumir, ekki allir. Af stóru fjöl-
miðlunum var og er Fréttablaðið
mest smitað af hagsmunum eig-
enda sinna. Það hefur alltaf verið
þannig og nýjasta dæmið er ekki
eldra en frá því um daginn, þegar
eigandinn fékk sjálfa leiðaraopn-
una til að svara frétt sem hafði
birst samdægurs í öðru blaði. Það
var pínlegt að horfa upp á þetta.
Mjög margir í þessu samfélagi
fengu glýju í augun yfir gengi
útrásarvíkinganna og voru eins og
einlæg og opinmynnt börn í gagn-
rýnislausri aðdáun sinni á þessum
lukkuriddurum. Það á jafnt við um
fjölmiðla, stjórnmálamenn, forset-
ann og fleiri.
Hvernig metur þú hlutverk RÚV
í þessu samhengi?
RÚV er í eigu almennings og það
er miklu betra að vera smitaður af
hagsmunum hans en til dæmis
útrásarvíkinganna. Ég held að RÚV
hafi verið farvegur gagnrýnis-
radda á útrásina; þeirra sem bentu
á að þetta gæti endað með ósköp-
um. Það er svo annað mál að það
tók enginn mark á því. Það má
gagnrýna RÚV, eins og aðra fjöl-
miðla, fyrir að það er ekki næg
þekking á viðskiptalífinu á rit-
stjórnunum. Fjölmiðlarnir eru
betur settir hvað varðar þekkingu
á ýmsum öðrum þáttum í íslensku
samfélagi. RÚV hefði svo sannar-
lega þurft á því að halda, á meðan á
þessu öllu gekk, að vera með gagn-
rýnni umfjöllun byggða á þekkingu
á viðskiptalífinu innbyggða á rit-
stjórnirnar. Í öllu þessu ati hefði
þurft að auka áhersluna á gagn-
rýnni umfjöllun byggða á þekkingu
hér innanhúss og setja í það meira
fjármagn. Hins vegar var illa hægt
að sækja þessa þekkingu til hlut-
lausra aðila því það var búið að
kaupa hana alla. Þú gast ekki einu
sinni sótt hana í háskólana því
annar hver prófessor var á kafi í
því að skrifa skýrslur fyrir bank-
ana og aðra risa í íslensku við-
skiptalífi. Það voru nokkrir hróp-
endur í eyðimörkinni sem voru
lausir við hagsmunatengsl. Í sögu-
legu samhengi gleymast ekki við-
brögð stjórnmálamanna, banka-
stjóra og forystumanna
stórfyrirtækja við gagnrýni þess-
ara manna. Þeir voru dregnir sund-
ur og saman í háði. Það kom síðan á
daginn að þetta var allt saman
rétt.
Ríkið hefur ekki staðið við sitt
Páll Magnússon útvarpsstjóri tilkynnti um 700 milljóna niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu fyrir viku. Takmarkanir RÚV á auglýs-
ingamarkaði eru í farvatninu og nefskattur tekur við af afnotagjöldum um áramót. Svavar Hávarðsson ræddi við útvarpsstjóra.
PÁLL MAGNÚSSON Útvarpsstjóri telur eðlilegt að gagnrýni og reiði starfsmanna vegna niðurskurðar og uppsagna beinist gegn sér.
Það sé hans að framfylgja ákvörðunum sem eru sársaukafullar fyrir marga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA