Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 78
58 6. desember 2008 LAUGARDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Viltu
dansa?
Því miður,
fröken.
Ég dansa
ekki!
Jæja,
ég biðst
afsökun-
ar!
Þetta er prins-
ipp! Það hefur
ekkert með
þig að gera!
Það segja
þeir allir!
Jú, það líst
engum á
mig!
Nei það
getur ekki
verið!
Kommon!
Neiiii!
Hvað í ...?
Komstu
á hjóli í
skólann?
Já, af
hverju
spyrðu?
Skiltagerð
Sigga Heimur-
inn mun
farast í
da
Þannig er það! Ég segi
upp! Mamma mín ól mig
ekki upp til að vera and-
litshár! Ég er kálormur!
Úff
Nú er nóg komið!
Ég er farinn!
Þetta kallar maður vand-
ræða-yfirvaraskegg.
Lóa er farin að
sitja nokkuð
örugglega sjálf,
ekki satt?
Heldur
betur!
Það er svo gaman að sjá
hana læra svona nýja
hluti, ég fæ bara gæsa-
húð að horfa á hana!
Finnst þér það ekk-
ert spennandi?
Mamma, hún
er barn - ekki
rússíbani.
NOKKUR ORÐ
Ragnheiður
Tryggvadóttir
Fólk safnar ýmsu á ævinni. Sumir safna matarstellum meðan aðrir safna frímerkjum. Ég man eftir manni í
sveitinni sem safnaði myndskreyttum
plastpokum og átti einnig dágott safn af
pennum. Sjálf safna ég ekki neinu og veit
ekki hvort ég hefði eirð í mér til að halda
mikilli söfnun til streitu. Þvottadreng-
urinn hefur frekari tilhneigingu til að
safna og á til dæmis gott safn af skóm og
köflóttum skyrtum. Einu hefur hann þó
safnað jafnt og örugglega gegnum
árin og mun sennilega halda
því áfram. Þvottadrengur-
inn safnar naflaló eins og
hagamús í hreiðurgerð.
Það er sama hvernig fötum
hann klæðist innst, alltaf fyllist
naflinn á honum af dúnmjúkri ló.
Mér finnst þetta merkilegt. Ég
kannast ekki við svona flókasöfnun
sjálf og þó er naflinn á mér síst grynnri en
nafli þvottadrengsins. Þetta hlýtur að vera
spurning um grófleika nánasta umhverfi
naflans. Drengurinn gæti jafnvel átt í
fyllingu tímans í góðan nálapúða eftir
mánuðinn miðað við það magn sem lúrir í
naflanum að kvöldi dags. Hann
hefur oft orðað þá hugmynd
að safna lónni saman og nýta
hana í eitthvað og ef ég kynni
að spinna gætum við spunnið
band úr flókanum og prjónað úr
því sokka. Það væri þjóðráð í
kreppunni. Það væri bara
endurvinnsla á fatnaði því
lóin er auðvitað ekkert annað
en skófir af fötum þvotta-
drengsins, sem falla til sökum
núnings við naflann. Hver vill ekki
fá dúnmjúka og hlýja sokka í
jólagjöf?
Endurvinnsla úr tilfallandi ló
Það er
herramaður
sem vill vita
hvort áletrunin á
skiltunum eyðist
með tímanum.