Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 33
matur 9 Þótt Íslendingar hafi veitt síld í stórum stíl um árin þá voru nágrannaþjóðir okkar í norðrinu talsvert á undan okkur að kunna með hana að fara, til dæmis Svíar, Danir og Finnar. Þjóðsagan segir að finnskar stúlkur hafi þurft að kunna 25 til 30 síldar- rétti til að teljast gjaldgengar sem húsfreyjur. Langt er nú síðan við komumst á bragðið. Kokkarnir á Vox-restaurant á Hilton-hóteli eru í fremstu röð þegar kemur að því að við- halda norrænum matarhefðum og vinna úr heimafengnu hrá- efni. Sigurður Rúnar Ragnars- son lét okkur í té stórgóða útgáfu af síldarsalati og síldar- ís bornu fram með rauðrófum, sólselju og hverabökuðu rúg- brauði. -gun SælkeramaturFORRÉTTIR FYRIR JÓLIN Sigurður Rúnar Ragnarsson leggur lokahönd á forréttinn sem ljósmyndarinn fékk síðan að gæða sér á að lokinni myndatöku. Þjóðlegt hollt og ljúffengt Síldin er sælkeramatur sem passar vel sem forréttur á jólaborð enda er hún allt í senn auðfengin, holl og ljúffeng. Þetta vita kokkarnir á Vox restaurant sem eru lagnir við að framreiða forláta síldarrétti. SÍLDARSALAT 1 krukka, veljið ykkar uppáhalds lauksíld 1 stk. grænt epli skorið í teninga 2 meðalstórar kartöflur skrældar, skornar í jafna teninga og soðnar 3 greinar dill, saxað ½ saxaður shallotlaukur Sinneps- og rjómaosta- sósa Hverabakað rúgbrauð í sneiðum Íslenskt smjör. þetta eina sem not eru af með síldinni. Skerið síldina í litla bita og blandið öllu varlega saman með skeið ásamt hæfilegu magni af sinnepssósunni. Munið svo að smakka salatið til áður en það er borið fram, til dæmis með sítrónusafa, salti og pipar. Smyrjið rúgbrauðið með lystuglegu magni af smjöri og skerið út kökur með útstungunarformi. Setjið svo salatið ofan í formið og þrýstið léttilega ofan á. Þetta er hægt að undirbúa áður en gestir koma og ýta svo öllu saman bara úr formunum þegar bera á réttinn fram. SINNEPS- OG RJÓMAOSTASÓSA 100 g rjómaostur 50 g sýrður rjómi 2 msk. gott sterkt sinnep, til dæmis Kofoed’s sinnep 1 tsk. fljótandi hunang Salt og sítróna Setjið allt í hrærivélaskál og þeytið þar til sósan er silkimjúk. Smakkið til með salti og sítrónu. Sósuna er svo hægt að geyma í kæli og nota aftur daginn eftir. SÍLDARÍS 200 ml rjómi 1 stk. eggjahvíta 50 g sykur 110 g lauksíld með leginum, lauknum, kryddinu og öllu 1 matarlímsblað Matarlím er sett í kalt vatn til að mýkja það upp. Egg og sykur er hitað saman í potti að 55°C og matarlími brætt út í. Því næst er það þeytt í hrærivél uns það er orðið kalt aftur. Lauksíldin er sett í matvinnsluvél með safanum, lauknum, kryddinu og öllu gúmmel- aðinu og unnið þar til það er eins og þunnt mauk, þá er það sigtað í gegnum fínt sigti. Rjóminn er léttþeyttur og hafður í skál yfir ísbaði til að halda honum köldum. Þá er síldinni og eggja- blöndunni velt saman með sleikju. Þá er léttþeytta rjómanum blandað varlega saman við með sleikjunni og ísblandan er klár. Svo er hægt að frysta ísinn í stóru formi og skera hann niður eða frysta í litlum formum. Rauðrófuteningar, mauk og gljái 2 stk. stórar rauðrófur 2 dl eplaedik frá Claus Meyer eða annað gott edik 2 dl rauðrófusafi ferskur eða úr flösku (fæst í Heilsuhúsinu) 1 dl sykur 1 rósmaríngrein 1 lárviðarlauf 1 msk. Bornholm- rapsolía Skrælið rófurnar og skerið úr annarri þeirra jafna og fallega kubba og setjið til hliðar. Notið endana og afskurðinn af þeirri rófu og skerið hina rófuna niður í bita og setjið í pott ásamt edikinu, safanum, sykrinum og lárviðarlaufi. Sjóðið þar til það er meyrt og fullsoðið. Sigtið þá rauðrófusafann frá í annan pott. Maukið soðnu rófurnar í mat- vinnsluvél, vinnið þar til þær eru orðnar að fínu mauki og smakkið til með smá salti og örlítilli kornolíu. Kælið. Sjóðið fallegu teningana í sama safanum en passið að mauksjóða þá ekki. Sigtið þá frá og kælið. Sjóðið nú safann þar til hann er orðinn að hæfilega þykkum gljáa til að geta hjúpað tening- ana, setjið rósmaríngrein- ina út í gljáann og látið pottinn standa með loki í 10 mínútur, veiðið þá greinina og lárviðarlaufið upp úr. Athugið þykktina með því að setja smá dropa á kaldan disk því gljáinn er þykkari þegar hann er kaldur. Svo er gott að skreyta réttinn með nokkrum sólseljutoppum (dill). Ekki skemmir að gæða sér á svo sem einu litlu staupi af frosnu brennivíni með, sem er jafnvel hægt að krydda með nokkrum hráum rauðrófubitum og dillgreinum kannski nokkrum dögum áður en það er drukkið. Það er gert með því að troða því ofan í flöskuna. SÍLDARSALAT, ÍS, RAUÐRÓFUR OG HVERABRAUÐ Rúgbrauð, síld og rauðrófur eru frábært tríó og hér borið fram á ferskan hátt . F FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s heilsumeðferð · heilsuvörur · dekur · leikfimi Jafnvægi fyrir líkama og sál veittu vellíðan gefðu gjafabréf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.