Fréttablaðið - 07.12.2008, Side 38

Fréttablaðið - 07.12.2008, Side 38
14 matur Helga Mogensen er einn af frumkvöðlum í gerð hollra grænmetisrétta hér á landi. Hún starfar í Krúsku á Suðurlandsbraut 12 sem er endur - vakin matstofa Náttúrulækninga - félags Íslands og sérhæfir sig í hollustu úr lífræna geiranum. Hér gefur Helga okkur uppskrift að tveimur réttum sem passa vel sem meðlæti með jólasteik eða öðrum aðalréttum. Hefð er fyrir rauðrófum á jólaborði víða en styttra er síðan sætar kartöflur náðu fótfestu í íslenskri matargerð. - gun TÍNT AF AKRINUM Stöðugt fjölgar þeim sem snúa sér að grænmetisfæði og matreiðslu úr lífræn- um afurðum. Þeir þurfa sitt um hátíðarnar eins og Helga Mogensen þekkir, en hún lumar á uppskriftum að réttum sem gott er að hafa með jólasteikinni. RAUÐBEÐUSALAT 20 stk. rauðrófur soðnar, afhýddar og skornar í munnbita 2 stk. græn epli afhýdd og skorin í munnbita Smátt söxuð steinselja Muldar hnetur til að skreyta með (má sleppa) SALATSÓSA 1/4 bolli ólívuolía 1/2 msk. gróft sinnep 1 msk. mirin Salt og grófur pipar eftir smekk 1/2 msk. balsamik Þeytið sósuna vel og stráið yfir salatið. Þetta salat er best ef það fær að standa í sólarhring. SÆTAR KARTÖFLUR MEÐ SÍRÓPI OG HNETUM 4 stk. stórar, sætar kartöflur Smá steinselja 1/2 bolli agavesíróp 1/2 bolli ólívuolía Smá sítrónusafi Smá salt Handfylli af söxuðum pecanhnetum. Skrælið kartöflurnar og raðið þeim í eldfast form. Þeytið sósuna og saltið og stráið yfir. Bakið í ofninum í 30-40 mínútur við 200°C. Gott er að snúa kartöflunum við eftir 20 mínútur. Þá er hnetunum stráð yfir og þær bakaðar með síðustu mínúturnar. LÍFRÆNA MEÐLÆTIÐ HENNAR HELGU Rauðrófusalat. Sætar kartöflur. Helga Mogensen. M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.