Fréttablaðið - 07.12.2008, Side 42

Fréttablaðið - 07.12.2008, Side 42
18 7. desember 2008 SUNNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Guðminngóður, þetta er nú meira lífið sem ég lifi! Alltaf það sama, daginn út og dag- inn inn! Allt er eins, sami matur … allt er orðið að rútínu! Mikið væri ég til í að vera gullfiskur! Hádeg- ismatur Hannes! Lamba- kássa! Hvernig semur þér við foreldra þína, Pétur? Tja... Ég skal orða það svona... Samband mitt við foreldra mína er eins og sinfónía... ... en það eru engin hljóðfæri og tónlistarmennirnir hrópa bara hver á aðra. Svarað Ósvarað Ég hef hugs- að mér að breyta mér í púpu, slappa af í mánuð og ganga í gegnum umbreytingu. Að lokum verð ég kominn með nýtt andlit, nýjan lík- ama og nýja og flotta vængi svo ég get flogið á brott... Það verður að kallast öfgafull „fegrunaraðgerð“! Fyrir hvað var þetta? Af því þú ert góður faðir. Takk! Þú ert nú ekki sem verst sjálf. Já, við erum ágæt þrátt fyrir allt. Ég verð bara að fá aðstoðarmann fyrir jólin. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Sjaldan aura ég sé, sama er mér um fé, já, það má jafnvel ske að þig undri.“ Það er engin tilviljun að síðustu mánuði hefur lagið Lífsgleði með Hljómum fengið að hljóma nokkuð oft í spilaranum. Tónlist er svo tilvalin til þess að lyfta andanum ef þess þarf, og þess hefur svo sannarlega verið þörf. Skammdegisþunglyndið, sem var nógu slæmt eitt og sér, hefur fengið kreppuna í lið með sér og dregið þjóðfélagið enn lengra niður. Lag þeirra Hljóma um lífsgleðina hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Þó að engin sé kreppan og bjart sé úti þurfum við stundum að minna okkur á að við fengum lífið til þess að lifa því, og við ættum að reyna að einbeita okkur oftar að því að eiga ánægju, ást og hamingjuþrá, eins og segir í laginu. Sama hverjar aðstæðurnar eru er gott að minna sig á þetta. Nokkurn veginn sami boðskapur birtist okkur í Pollýönnu, sem hefur líka verið í uppáhaldi lengi og seldist víst upp í vikunni. Það þurfti nefnilega engar nýldarsjálfshjálparbækur í formi einhvers „leyndarmáls“ til þess að minna á mátt jákvæðrar hugsunar. Ég held að þar sé ekkert að finna sem ekki er í tæplega hundrað ára gamalli barnabók og fjörutíu ára gömlu lagi. Þetta snýst um að finna ánægju og hamingju, „þótt ég sigli um sjá, þótt ég slái með ljá, þó að allt sé á tjá og tundri.“ Lífsgleði og speki Hljóma NOKKUR ORÐ Þórunn Elísabet Bogadóttir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.