Fréttablaðið - 11.12.2008, Síða 10

Fréttablaðið - 11.12.2008, Síða 10
 11. desember 2008 FIMMTUDAGUR Tvöfaldir punktar í Nettó! Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Hverafold Akureyri - Höfn - Grindavík ww.netto.is Bækur á betra verði! TILBOÐIN GILDA 11. - 14. DESEMBER w w w .m ar kh on nu n. is STEBBI RUN 3.288 kr 5.480 kr 40% afsláttur MEÐAN HJARTAÐ SLÆR 3.237 kr 4.980 kr 35% afsláttur ÉG HEF NÚ SJALDAN VERIÐ ALGILD 3.237 kr 4.980 kr 35% afsláttur SAMFÉLAGSMÁL Ísland er í öðru sæti OECD-ríkja þegar kemur að góðri þjónustu við ung börn, sam- kvæmt nýrri skýrslu UNICEF. Svíþjóð er í fyrsta sæti, en það sem vantar á til að Ísland nái Sví- þjóð eru lög um eins árs fæðing- arorlof á helmings launum. Á eftir Íslandi koma Danmörk, Finnland, Frakkland og Noregur. Í neðsta sæti eru Írland og Kan- ada, sem hafa náð einu af þeim tíu markmiðum sem könnuð eru. Í skýrslunni kemur fram að miklar breytingar eigi sér nú stað í þróuðum ríkjum hvað við- kemur ungum börnum. „Ung börn í dag er fyrsta kynslóðin þar sem meirihluti barna eyðir stór- um hluta sinna fyrstu ára í ein- hvers konar vistun utan heimil- is.“ Í iðnríkjunum er 80 prósent af 3-6 ára og 25 prósent barna undir þriggja ára aldri í vistun. Skýrsluhöfundar hafa af því nokkrar áhyggjur hvaða áhrif það hefur á komandi kynslóðir að mun hærra hlutfall barna er í einhvers konar vistun á unga aldri og að tíminn í vistun er að lengjast. Þetta eigi sérstaklega við ungbörn innan við eins árs sem eru í lengri vistun, í stórum hópum, en rannsóknir sýni að slíkt geti haft áhrif á félags- þroska þeirra. Að sama skapi geti dagvistun smábarna haft góð áhrif. Sérstak- lega á börn láglaunafjölskyldna með minni menntun. Menntun í leikskólum og færni sem börnin öðlast þar minnki forskot ann- arra barna í lífinu og dragi úr menntunar-, þroska-, og hegðun- arvandamálum barna í áhættu- hópum. „Það er ljóst að iðvæddar þjóð- ir eru ... einnig að nálgast kerfi þar sem almenn kennsla hefst ekki með formlegri skólun við fimm eða sex ára aldur, heldur með kennslu í leikskólum sem hefst um þriggja ára aldur,“ segir í skýrslunni. Menntun sé orðin nauðsynleg- ur hluti barnavistunar og því þurfi að fylgjast með og tryggja lágmarksaðgang barna að dag- vistun, fæðingarorlof fyrsta árið, áætlun ríkisvaldsins vegna fatlaðra barna, lágmarksþjálfun starfsfólks dagvistunarstofnana og takmörkun á fjölda barna á hvern starfsmann leikskóla. Þá þurfi einnig að tryggja lágmarks- útgjöld ríkisins til dagvistunar barna. Eins og fram kemur í skýrslunni varði Ísland mestu opinberu fé í þjónustu við ung börn árið 2003, eða 1,8 prósent af vergri þjóðarframleiðslu. Ein- ungis sex ríki OECD verja að minnsta kosti einu prósenti af þjóðarframleiðslu til ungra barna og eru það sömu löndin og ná að minnsta kosti átta af þeim tíu markmiðum sem könnuð eru. svanborg@frettabladid.is Ísland ver mestu til þjónustu við ung börn Ísland er í öðru sæti, á eftir Svíum, þegar að kemur að góðri þjónustu við ung börn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF sem kynnt er í dag. Ísland ver mestu í þjónustu við ung börn, eða 1,8 prósent af vergri þjóðarframleiðslu. Ísland 1,8% Danmörk 1,7% Finland 1,3% Svíþjóð 1,3% Frakkland 1,2 Noregur 1,0% Ungverjaland 0,9% Portúgal 0,8% Belgía 0,8% Mexíkó 0,7% Meðaltal OECD 0,7% Bandaríkin 0,6% Austurríki 0,6% Spánn 0,6% Holland 0,6% Bretland 0,5% Ítalía 0,5% Ástralía 0,4% Þýskaland 0,4% Nýja Sjáland 0,4% Japan 0,3% Sviss 0,3% Írland 0,2% Suður Kórea 0,2% 0 0,5 1,0 1,5 2,0 % OPINBER ÚTGJÖLD OECD-RÍKJA TIL ÞJÓNUSTU VIÐ UNG BÖRN Hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu árið 2003. HEIMILD: SKÝRSLA UNICEF HEILBRIGÐISMÁL Hundruð færeyskra sjúklinga munu leita lækninga á Íslandi á næstu árum, gangi björtustu vonir stjórnenda Landspítalans og Landssjúkrahússins í Færeyjum eftir. Færeysk sendinefnd, skipuð æðstu stjórnendum Landssjúkrahússins í Færeyjum, kom í tveggja daga heimsókn á Landspítalann í vikunni. Mun mikill áhugi vera meðal stjórnendanna á auknu samstarfi milli spítalanna. „Ég á von á að heimsóknin eigi eftir að skila sér í stórauknu samstarfi,“ segir Björn Zoega, lækningaforstjóri Landspítalans. Sérstakur áhugi er á þeirri sérfræðiþekkingu sem Landspítali hefur yfir að ráða og er af skornum skammti í Færeyjum. Þar má nefna heila- og taugaskurðlækningar, lýtalækningar, kviðarhols- skurðlækningar, háls-, nef- og eyrnalækningar. Einnig er horft til hjartalækninga og þá sérstaklega hjartaþræðinga. Hingað til hafa Færeyingar sótt meirihluta slíkrar þjónustu til Kaupmannahafnar. Þeir vilja nú draga úr henni og velja heldur Ísland. Björn segir það líklega byggjast á því hversu vel samstarf við Landspítalann á undanförnu ári hafi gefist. holmfridur@frettabladid.is Samstarf Landssjúkrahússins í Færeyjum og Landspítalans líklega stóraukið: Hundruð sjúklinga til Íslands HEILBRIGÐISRÁÐHERRA MEÐ SENDINEFND Æðstu stjórnendur Landssjúkrahússins í Færeyjum heimsóttu Landspítalann á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Fangi á Litla-Hrauni var í gær kærður fyrir fjársvik til lögreglustjórans á Selfossi. Hann er grunaður um að hafa auglýst andlát samfanga síns í Morgun- blaðinu í gær. Í auglýsingunni er þeim sem vilja minnast þess látna bent á söfnunar- reikning í eigu Sigurbjörns Adams Baldvinssonar sem nú afplánar dóm fyrir margsháttar brot. Þeim reikningi hefur nú verið lokað. Fanginn, Hákon Rúnar Jónsson, hvers andlát var auglýst í gær, er hins vegar við hestaheilsu og því virðist auglýsingin hafa verið send Morgunblaðinu í þeim tilgangi að svíkja fé af fólki. „Þetta er það ósmekklegasta sem ég hef orðið vitni að,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Hann segir málið varða við lög. „Það sem snýr að okkur er sér- staklega misnotkun á netinu, rann- sókn á hvort viðkomandi fangi er með ólöglegan búnað í klefa sínum og reynist það rétt má hann eiga von á að vera beittur aga- viðurlögum,“ segir Páll. Hann segir erfitt að segja til um hvort málið kalli á einhverjar breytingar á reglum fangelsisins. „Í það minnsta kemur til álita að skoða netnotkun fanga því þetta er auðvitað alvarlegt mál,“ segir Páll. - ovd Fangi á Litla-Hrauni kærður fyrir tilraun til fjársvika með falskri andlátstilkynningu: Auglýsti andlát samfanga síns EKKI LÁTINN Andlátstilkynning Hákons Rúnars Jóns- sonar sem birtist í Morgunblaðinu í gær. PÁLL WINKEL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.