Fréttablaðið - 11.12.2008, Side 40

Fréttablaðið - 11.12.2008, Side 40
 11. DESEMBER 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Vörur frá fyrirtækinu Kötlu hafa fyllt íslensk eldhús af bök- unarilmi í meira en hálfa öld. Kökudropar, púðursykur og kakó er kjarni framleiðslunnar sem hefur aldrei verið öflugri. „Það er greinilega orðinn meiri áhugi fyrir heimabakstri en áður og það skemmtilega er að eftirspurnin eftir íslenskum vörum hefur aukist mikið á síðustu vikum,“ segir Hall- dór Sævar Grímsson, sölustjóri hjá Kötlu, þegar kíkt er í heimsókn þangað. Katla var stofnuð 1954 og hefur verið í höndum sama eiganda frá 1986. Þar eru seldar um 2.000 vöru- tegundir fyrir bökunariðnað, kjöt- iðnað, fiskiðnað og almenna neyt- endur. „Við erum með góðan mann- skap og gott kerfi þannig að við getum brugðist hratt við eftir- spurn,“ segir Halldór og tekur sem dæmi að sami maður geti pakkað salti, súpujurtum og kartöflumjöli á einum degi í sömu vélasamstæðu. Fyrirtækið er í nýlegu og sér- hönnuðu húsnæði. Þar starfa átján manns og í vinnslusalnum eru þrjár vélasamstæður með sílóum sem taka frá 30 kílóum upp í tvö tonn. Verið er að tappa hinum vel þekktu vanilludropum í glös og ljúfa angan þeirra leggur að vitum. Að sögn sölumannsins eru þeir langvin- sælastir bökunardropanna, næstir koma kardimommu, þá sítrónu og möndludroparnir reka lestina. Auk þessara fjögurra eru rommdropar og piparmyntudropar aftur komnir á markað eftir hlé, vegna þrýstings frá markaðinum að sögn Halldórs. „Við gátum talið kvörtunarsímtölin í hundruðum í fyrra. Húsfreyjurnar gátu ekki gert rommpúnsið og jóla- búðinginn eins og þær höfðu gert árum saman en ég vona að þær taki gleði sína nú,“ segir hann og kveðst sjálfur hafa gaman af hefðum. - gun Heimsókn í köku- dropalandið Kötlu Marcin Ujex pakkar púðursykrinum í rennilásapoka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Erna Arnardóttir rekur fyrir- tækið Assan og býður upp á fjöl- marga skemmtilega hluti sem henta sérstaklega vel sem tækifærisgjafir, jólagjaf- ir og sængurgjafir. Eitt af aðals- merkjum Assan eru samfellur á ný- bura sem eru merktar. Merkingin dregur dám af „eign þvottahúss spítalanna“ sem sjá má á fötum frá Spítölum höfuðborgarsvæðisins. Vörurnar má panta í gegnum netið en einnig tekur Erna að sér að kynna vörur sínar fyrir hópum bæði í heimahúsum og fyr- irtækjum. Nánari upplýsingar á www.assan.is. Christopher K. Mellev blandar púðursykur- inn uppi á efri hæð. Halldór Sævar Grímsson er sölustjóri Kötlu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Vél sem sér um að setja tappa og miða á glösin. Eign mömmu og pabba

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.