Fréttablaðið - 11.12.2008, Síða 60

Fréttablaðið - 11.12.2008, Síða 60
36 11. desember 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Í kvöld mun leik- og söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir halda tónleika á DOMO í tilefni afmælis síns. Bryndís steig sín fyrstu spor á sviði í Íslensku óperunni tólf ára að aldri í hlut- verki Soffíu í Litla sótaranum í leikstjórn Þór- hildar Þorleifs- dóttur. Þaðan lá leiðin í leikhóp- inn Gamanleik- húsið, sem stofn- aður var af Magnúsi Geir Þórðarsyni, þar sem hún lék m.a. í sýningunum Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, Gúmmí Tarzan og Línu langsokk. Eftir stutta viðdvöl í Söngskól- anum í Reykjavík ákvað Bryndís að helga sig djass- og blússöng. Aðeins sautján ára kynntist hún Guðmundi Steingrímssyni – Papa Jazz – og félögum og hóf að syngja með þeim á öldurhúsum bæjar- ins, en 19 ára fór hún ásamt Papa Jazz og Mr. Ragtime Bob Darch í hljómleikaferða- lag um Banda- ríkin að syngja á Ragtime Jazz Festval. Í kjöl- farið lék hún hlutverk Rag- time Lil í söng- leiknum „Rag- time Lil and Banjo Banjo show” í Branson Missouri. Árið 2003 útskrifaðist Bryndís úr Leik- listarskóla Íslands og árið 2006 úr Complete Vocal Technique. Bryndís hefur tekið þátt í þó nokkrum upp- færslum á Broadway í Reykjavík, en meðal þeirra eru Prímadonnushowið, Rolling Sto- nes show, Nína og Geiri, Bó Hall showið og Tina Turner tribute show. Bryndís hefur verið skemmtikraftur og söngkona með nokkrum hljómsveitum í tólf ár. Um þessar mundir fer hún með hlutverk Janis Joplin ásamt Ilmi Kristjánsdóttur, í uppsetningu Íslensku óperunnar um söng- konuna. - pbb Bryndís á afmælistónleikum TÓNLIST Bryndís Ásmundsdóttir heldur uppá afmæli með tónleikum í kvöld Ríkisútvarpið danska leggur mikla áherslu á innlenda þáttagerð og hafa íslenskir sjónvarpsáhorfendur notið þess um langt skeið með þáttaröðum á borð við Sumar sem nú er í gangi á RÚV, Forbrydelsen eða Glæpinn, og enn eldri raðir eins og Rejse- holdet og Taxa. Hjá drama- deild Danmarks Radio skipu- leggja menn sig mörg ár fram í tímann. Þannig verður frum- sýnd í janúar þáttaröðin Lífverðirnir sem fjallar um danskan varnarmálaráðherra og lífverði sem fylgja honum í kjölfar morðhótunar. Er fyrsti þátturinn sýndur á nýárskvöld á DR1 sem aðgengileg er hér á landi. Höfundar eru þau Mai Brostrøm og Peter Thorsboe sem voru aðalhöf- undar Arnarins og Rejseholdet. Árið 2010 á að fara í gang með nýja seríu af Forbrydelsen og 2011 er væntanleg þáttaröð sem gerist í Kristjánsborgarhöll í kringum þingið og og áróðursmeistara stjórnmálaflokka. Skipulagið nær svo langt fram í tímann vegna leikara sem eru bæði bókaðir til vinnu á sviði og í kvikmyndum. - pbb Danskar seríur á næstunni SJÓNVARP Fram- hald er fyrirhugað á Glæpnum sem naut mikilla vin- sælda hér á landi. MYND DR ATH kl. 20 í Bústaðakirkju Léttsveitin heldur tónleika – einsöngvari er bassinn Bjarni Thor og Tómas Einarsson slær bassann. Hundrað kvenna kór og tveir karlar sjá um bassann. METSÖLULISTINN VERSLANIR EYMUNDSSONAR OG BÓKABÚÐIR MÁLS OG MENNINGAR Listinn er gerður út frá sölu dagana 3.12. til 10.12. 1. Myrká Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell 2. Útkall – flóttinn frá Heimaey Óttar Sveinsson Útkall 3. Ofsi Einar Kárason Mál og menning 4. Pollýanna Elenor H. Porter Ugla 5. Fíasól er flottust Kristín Helga Gunnarsdóttir Mál og menning 6. Auðnin Yrsa Sigurðardóttir Veröld 7. Jólin koma Jóhannes úr Kötlum Edda 8. Stoðir FL bresta Óli Björn Kárason Ugla 9. Gissurarson Óttar M. Norðfjörð Eigin útgáfa 10. Ljósaskipti Stephanie Meyer Edda HAGKAUP Listinn er gerður út frá sölu dagana 1.12. til 7.12. 1. Myrká Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell 2. Þú getur Jóhann Ingi, Sæmundur og Marteinn Jónsson Hagkaup 3. Minnisbók handa … Helen Exley Steinegg 4. Útkall – flóttinn frá Heimaey Óttar Sveinsson Útkall 5. Fíasól er flottust Kristín Helga Gunnarsdóttir Mál og menning 6. Auðnin Yrsa Sigurðardóttir Veröld 7. Ofsi Einar Kárason Mál og menning 8. Kökubók Ýmsir Hagkaup 9. Af bestu lyst 3 Nanna Rögnvaldardóttir Vaka Helgafell 10. Förðun – þín stund Þuríður Stefánsdóttir Salka IÐA Listinn er gerður út frá sölu dagana 3.12. til 10.12. 1. Ég skal vera Grýla Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Mál og menning 2. Framandi og freistandi 2 Yesmine Olson Brekka 3. Vetrarsól Auður Jónsdóttir Mál og menning 4. Fíasól er flottust Kristín Helga Gunnarsdóttir Mál og menning 5. Ofsi Einar Kárason Mál og menning 6. Myrká Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell 7. Steindýrin Óttar Sveinsson Útkall 8. Bros Getty Forlagið 9. Brýsingur – Eragon Christopher Paolini JPV 10. Auðnin Yrsa Sigurðardóttir Veröld > Ekki missa af … síðustu sýningum á marglof- uðu verki Sigurðar Pálssonar, Utan gátta, í Þjóðleikhúsinu. Síðustu sýningar auglýstar á föstudag og laugardagskvöld. Sýningastjórar hafa verið ráðnir í hinn íslenska skála Feneyjatvíærings- ins sem opnaður verður í sumarbyrjun 2009: Þau Dorothée Kirch og Markús Þór Andrésson en Ragnar Kjartansson verður fulltrúi Íslands á sýningunni. Kynning- armiðstöð íslenskrar myndlistar fer með framkvæmd þátt- tökunnar og starfa sýningarstjórarnir náið með listamanninum og Christian Schoen, forstöðumanni Kynningarmiðstöðvarinnar og framkvæmdastjóra verkefnisins. Íslenski skálinn verður miðsvæðis í Feneyjum, í Palazzo Michiel dal Brusa, í nágrenni við Rialto-brúna. Markús og Dorothée hafa verið búsett í Berlín undanfarið ár og hafa nokkra reynslu af störfum í hinum alþjóðlega listheimi. Þau hafa oft starfað með Ragnari áður, nýlega að sýn- ingu í Gallery Luhring Augustine í New York. Þeir Markús eru fornvinir úr unglinga- hljómsveitinni Kósí. Feneyjatvíæringurinn verður opnaður almenningi 7. júní og stendur yfir til 22. nóvember 2009. Sýning Ragnars verður kynnt fjölmiðlum nánar í apríl 2009. - pbb Feneyjastjórar ráðnir MYNDLIST Dorothée Kirch og Markús Þór Andrésson brosandi í Feneyjum. MYND KIA Nýstofnaður leikhópur, Iðnaðarmannaleikhúsið, frumsýnir í Hafnarfjarðar- leikhúsinu í kvöld nýtt íslenskt leikverk: Ástverk ehf. Leikverkið er samið og flutt af leikhópnum. Ástverk ehf. fjallar um smiðinn Ástmar sem stofnar eigið fyrirtæki en er nokkuð fljótfær. Hann fær Grím, besta vin sinn með sér og aðstoðarmaður bætist í hópinn: list- neminn Viddi sem er frændi Gríms. Smiðirnir tveir verða fljótlega ósáttir vegna misskilnings og út frá því spinnast óborganleg atvik sem öll eru byggð á alvörusögum úr iðn- aðarmannavinnu. Ástverk ehf. er saga þessara tveggja manna og sagan af því hvernig þeim tekst ásamt Vidda frænda Gríms, að vinna verk sem virðist á köflum vera óðs manns æði. Að minnsta kosti svona í miðri kreppunni. Í verkinu eru lygar, svik og vondir brandarar í löngum kaffipásum. Restin reddar sér bara. „Þessi hugmynd var búin að blunda í manni lengi að búa til leik- sýningu sem fangar iðnaðarmanna- stemninguna,“ segir Finnbogi Þor- kell Jónsson leikari og einn stofnenda Iðnaðarmannaleikhúss- ins: „Verkefnið fékk síðan kærkom- inn stuðning frá Erling í Hafnar- fjarðarleikhúsinu og þá fór allt af stað.“ Inntökuskilyrði Iðnaðar- mannaleikhússins var að leikarar hefðu persónulega reynslu af „alvöruvinnu“ en þrátt fyrir það eru leikarar Iðnaðarmannaleik- hússins, Páll Sigþór Pálsson, Bjarni Snæbjörnsson og Finnbogi, fag- menntaðir leikarar. Hafa sótt nám til Danmerkur, Englands og Íslands. Aðrir aðstandendur sýningarinnar eru Árni Kristjánsson leikstjóri, (sem að sjálfsögðu hefur einnig reynslu af alvöruvinnu), og er þetta hans fyrsta leikstjórnarverk í atvinnuleikhúsi. Lydía Grétarsdótt- ir hannar tónmynd verksins en Nói Kristinsson leikmynd. Hönnuður er Páll Sigþór Pálsson leikari. Þá kemur Snæbjörn Brynjarsson að verkinu sem höfundur. Sýningar eru kl. 20 hinn 11., 13., 19. og 28. desember í Hafnarfjarð- arleikhúsinu og er boðið upp á mið- ann á svörtu verði án nótu, svart og sykurlaust, á 2.200 krónur en kaffi fylgir í hléinu. Í stefnuskrá leik- flokksins segir að hann leiti að efni- viði í sögum, atburðum og umhverfi iðnaðar- og verkamanna: „Notast er við hefðbundnar leiktúlkunar- aðferðir þar sem kjarni verksins er alltaf útgangspunkturinn. Ef verk Iðnaðarmannaleikhússins eru samin af hópnum er notast við hefð- bundna byggingu handrita. Iðnað- armannaleikhúsið sér ekki ástæðu til þess að finna upp hjólið þegar það er nú þegar á góðum heilsárs dekkjum.“ pbb@frettabladid.is Verktakabransinn skoðaður LEIKHÚS Þrír gaurar við vinnu: Páll Sigþór Pálsson, Bjarni Snæbjörnsson og Finnbogi Þorkell Jónsson í pásu. MYND IÐNAÐARMANNALEIKHÚSIÐ Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið | Sími 533 2220 | www.lindesign.is Hauskúpur Hauskúpurnar frá Lín Design eru sérstaklega hannaðar fyrir unga fólkið. Hauskúpurnar eru saumaðar í sérvalið bómullardamask og fást með bleikum og hvítum útsaum. Þær fást einnig í svörtu með hvítum hauskúpum. Íslensk hönnun á góðu verði.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.