Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 4
4 24. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR Xerodent 28,6 mg/0,25 mg munnsogstöflur. Notkunarsvið og skömmtun: Hver tafla inniheldur eplasýru 28,6 mg og natríumflúoríð samsvarandi 0,25 mg af flúor. Xerodent er lyf til varnar tannskemmdum notað við meðhöndlun einkenna vegna munnþurrks og fyrirbyggjandi við tannskemmdum hjá sjúklingum með munnþurrk. Skammtastærðir fyrir fullorðna: 1 tafla eftir þörfum, venjulega 6 sinnum á dag. Við mikinn munnþurrk má auka skammtinn í 12 töflur á dag í takmarkaðan tíma. Töfluna á að láta bráðna hægt í munni. Dreifa skal skammtinum jafnt yfir daginn. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna ættu ekki að nota Xerodent. Við meðhöndlun með Xerodent skal forðast að nota önnur lyf sem innihalda flúor. Xerodent má ekki nota á landsvæðum þar sem flúorinnihald drykkjarvatns er hátt. Vegna þess að Xerodent inniheldur xylitól getur það haft hægðalosandi verkun. Meðganga/brjóstagjöf: Engin þekkt áhætta við notkun á meðgöngu. Natríumflúoríð skilst ekki út í brjóstamjólk. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Actavis Group hf. 29. nóvember 2007. Þreföld virkni Xerodents Eplasýra – örvar munnvatnsframleiðslu Flúor – ver tennurnar gegn skemmdum Xylitol – hemur bakteríuvöxt í munni Xerodent Við munnþurrki EFNAHAGSMÁL Páll Hreinsson hæstaréttardómari mun verða formaður rannsóknar- nefndar um bankahrunið. Fyrr hafði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, verið skipaður í nefndina. Í henni munu sitja þrír aðilar sem forsætis- nefnd Alþingis skipar. Ekki liggur fyrir hver þriðji aðilinn verður en ljóst er að kona mun skipa síðasta sætið. Hlutverk nefndarinnar verður, samkvæmt lögum frá Alþingi, að leita sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Þá skal nefndin leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við fram- kvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi og eftirlit með henni, og hverjir kunni að bera ábyrgð á því. - shá Rannsóknarnefnd um banka: Páll Hreinsson formaður PÁLL HREINSSON STJÓRNMÁL Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra hefur ákveðið að senda ekki út jólakort í ár í nafni ráðuneytisins. Þess í stað mun mæðrastyrks- nefnd hljóta styrk að andvirði jólakortasendinganna, alls 200 þúsund krónur. Viðskiptaráðherra fylgir þar með fordæmi félags- og trygg- ingamálaráðherra sem styrkti Einstök börn og umhverfis- ráðherra sem styrkti Hugarafl og klúbbinn Geysi. - ovd Styrkur í stað jólakorta: Fé til mæðra- styrksnefndar VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 16° 8° 5° 5° 8° 8° 7° 5° 4° 5° 19° 8° 9° 26° 0° 8° 4° 10° 6 5 7 6 8 8 7 8 7 7 3 15 15 10 8 15 15 8 15 13 18 20 1 0 0 4 3Á MORGUN 13-20 m/s NV-til, annars 8-13 m/s. FÖSTUDAGUR Hægur vindur. 3 0 -4 13 JÓLAVEÐRIÐ Það sem einkennir jólaveðrið öðru fremur er að þau verða vinda- söm og fremur hlý. Sérstaklega erum við að tala um sunnan- og vestanvert landið og vestanvert Norðurland. Búast má við skúrum eða éljum víða á vest- urhelmingi landsins í dag og á morgun en bjartast verður austan til á landinu. Hitatöl- urnar verða yfi rleitt rauðar þó eitthvað kólni norðan- og aust- anlands á morgun. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur GENGIÐ 23.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,8308 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,82 124,42 183,13 184,03 173,12 174,08 23,218 23,354 17,625 17,729 15,801 15,893 1,3753 1,3833 191,00 192,14 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR BETLEHEM, AP Íbúar í Betlehem á Vesturbakkanum eiga von á þús- undum pílagríma yfir jólin. Flest- ir þessara kristnu ferðamanna láta sér nægja að skoða Fæðingar- kirkjuna, sem margir telja að sé reist á fæðingarstað Jesú Krists, og ganga svo aðeins um Manger- torgið sem kirkjan stendur við. Í næstu götum við þetta fræga torg takast íbúar borgarinnar á við hversdagslíf sitt í návígi við aðskilnaðarmúrinn, sem Ísraelar reistu í kringum borgina fyrir fáeinum árum, og minnir helst á Berlínarmúrinn sem féll fyrir tæpum tveimur áratugum. Meðal þeirra er Claire Anastas, 39 ára kona sem býr í þriggja hæða húsi sem er umkringt múrn- um á þrjá vegu, og nemur efri brún hans næstum við þakbrúnina á húsi hennar. Þegar múrinn var reistur missti fjölskylda hennar lifibrauð sitt, bifreiðaverkstæði sem fór á haus- inn vegna þess að það var ekki lengur í alfaraleið. Húsið stóð við eina fjölförnustu götu borgarinn- ar, sem er nú blindgata sem fáir leggja leið sína í. Síðustu árin hefur Anastasas aflað sér tekna með því að selja heimasmíðaða kristilega minja- gripi á Netinu. Vinsælasti gripur- inn eru styttur af Maríu, Jósef og Jesúbarninu við múrinn: „Þetta er táknrænt fyrir ástandið og þess vegna er eftirspurnin,“ segir hún. Mörg fyrirtæki í hverfinu hafa hætt starfsemi, en einn nágranni hennar, John Hazboun, sá tæki- færi í múrnum. Dag einn dró hann fram stiga, tvær málningardósir og pensla og málaði stóra auglýs- ingu fyrir sjávarréttaveitingahús- ið sitt á áberandi stað á múrnum. Þetta bjargaði veitingahúsinu, og nú hefur hann byggt við stað- inn glerskála sem hann kallar Múrskálann, þar sem útsýni er yfir múrinn og varðturn Ísraels- manna. Gestir geta virt fyrir sér myndskreytingar heimamanna á múrnum, sem margar hverjar lýsa andstöðu við ferlíkið. „Þetta minnir okkur mjög á Berlín, þar sem fólk notfærði sér múrinn til að gera sitt besta úr aðstæðunum, með veggmyndum,“ segir einn gestanna á veitingahús- inu, Þjóðverjinn Martin Gehlen, sem er blaðamaður í Kaíró þar sem hann skrifar fyrir Berlínar- dagblaðið Tagesspiegel. „Þegar maður kemur til Betl- e hem, þá er ekki nokkur leið að múrinn fari fram hjá manni,“ segir Gehlen. gudsteinn@frettabladid.is Múrinn umlykur og einangrar Betlehem Kristnu pílagrímarnir sem koma til Betlehem á jólunum komast ekki hjá því að sjá múrinn mikla, sem aðskilur bæjarbúa frá Jerúsalemborg. Bæjarbúar reyna að venjast múrnum og sumum tekst að nota hann sér til lífsviðurværis. JÓLASKREYTINGAR Í BETLEHEM Palestínumaður í jólasveinabúningi fyrir utan skrauti hlaðna verslun í bænum Betlehem. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JAPAN, AP Mest sótti ferðamanna- staðurinn í Tókýóborg í Japan er 50 ára um þessar mundir. Tókýó- turninn var byggður með Eiffelturninn í París sem fyrirmynd, en er að sjálfsögðu nokkrum metrum hærri. Um 2,5 milljónir ferðamanna sækja turninn heim á ári hverju, og alls hafa 157 milljónir skoðað hann frá því hann var fullbyggð- ur árið 1958. Turninn er 333 metrar á hæð, 13 metrum hærri en Eiffel-turninn. Ekki eru allir ánægðir með hvítan og appelsínugulan turninn sem sumir segja stinga í augu. - bj Tókýó-turninn 50 ára: Dregur að sér ferðamennina TURN Tókýó-turninn er 13 metrum hærri en Eiffelturninn í París. NORDICPHOTOS/AFP DÝRAHALD Sjö hross voru dauð síð- degis í gær af völdum veiki, sem upp kom í fjörutíu hrossa stóði á Kjalarnesi fyrr í vikunni. Fyrstu niðurstöður rannsókna renna stoð- um undir þann grun að um alvar- lega salmonellusýkingu sé að ræða, samkvæmt upplýsingum Gunnars Arnar Guðmundssonar, héraðsdýralæknis Gullbringu- og Kjósarumdæmis. Hrossin reyndust flest vera orðin fárveik á sunnudag þegar farið var að vitja um þau. Eitt var þá þegar dautt. Veiku hrossunum var komið í húsaskjól í hesthúsum í Mosfellsbæ. Í fyrrinótt drápust svo tvö hross til viðbótar og fjögur í gær. Gunnar Örn sagði síðdegis í gær, að svo gæti farið að enn fleiri hross færu úr veikinni. „Það voru þarna nokkur hross sem voru alveg fárveik, með hroðalegar innantökur og verki,“ sagði hann. „Svo virðist sem þetta leggist þyngra á eldri hrossin í hópnum heldur en þau yngri.“ Í gær voru tekin sýni til rann- sóknar úr hrossum sem höfðu verið í hópnum en ekki þurfti að meðhöndla með lyfjum. Um var að ræða tryppi sem sýndu engin ein- kenni og eru enn í haganum. Vel er að þeim búið og gámur til staðar sem þau geta leitað skjóls í þegar þau vilja. - jss Enn styrkist grunur um salmonellusýkingu í hrossunum á Kjalarnesi: Sjö hross dauð úr veikinni MOSFELLSBÆR Óttast var í gær að fleiri hross myndu drepast. Fjölgað á vöktum um jólin Fjölgað verður á vöktum á varðstofu Orkuveitu Reykjavíkur yfir jólin. Vakt er á varðstofunni allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þá verða fleiri starfs- menn í viðbragðsstöðu yfir hátíðarnar en aðra daga til að bregðast við komi eitthvað óvænt upp á. ORKUVEITA REYKJAVÍKUR KJARAMÁL Laun Elínar Sigfúsdótt- ur, bankastjóra Landsbankans, hafa verið lækkuð úr 1.950 þúsund krónum á mánuði í 1.500 þúsund. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Enn ekur Elín um á bíl í eigu bankans. Elín gaf ekki upp laun sín fyrr en hún var boðuð á fund viðskipta- nefndar Alþingis í nóvember. Bankastjórar hinna ríkisbankanna, Kaupþings og Glitnis, eru með 1.750 þúsund í mánaðarlaun. - sh Skorið af Landsbankastýru: Launin lækka um fjórðung ELÍN SIGFÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.