Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 24. desember 2008 — 352. tölublað — 8. árgangur kirkjan Jólin eru erfiður tími fyrir fangaFangar fá engar heimsóknir á aðfangadag. Þeir reyna þó að halda jólaskapinu með því að skreyta fangaklefana og slá á létta strengi. SJÁ SÍÐU 10 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 VEÐRIÐ Í DAG Gleðileg jól! Var erfið stjúpdóttir AUÐUR JÓNSDÓTTIR RÆÐIR UM NÝJUSTU BÓKINA VETRARSÓL OG STÓRA OG SMÆRRI GLÆPI. 18 Nafn við hæfi Kristinn Helgi Schram á afmæli á aðfangadag. Hann eyðir fyrri hluta dagsins í sjálfselsku. TÍMAMÓT 28 Gleðileg jól! Opið til 13 Laugavegi · Kringlunni · Leifsstöð www.skifan.is Opið til kl. 13 í dag Klár í jólasteikina Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson hefur í nógu að snú- ast með Coventry yfir hátíðarnar. ÍÞRÓTTIR 38 KIRKJAN Friður, gleði og góðvild Sérblaðið Kirkjan FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. Aldrei vinsælli Quantum of Solace er vinsælasta Bond-mynd allra tíma á Íslandi. KVIKMYNDIR 36 FÓLK „Ég byrjaði í bransanum á gamlárskvöld árið 1958. En nokkrum dögum fyrr frumflutti ég skemmtidagskrá í MR sem ég svo flutti næstu átta mánuði á yfir hundrað stöðum á landinu,“ segir Ómar Ragnarsson sem nú fagnar hálfrar aldar afmæli sínu sem skemmti- kraftur. Af þessu merka tilefni býður Ómar þeim sem stunduðu nám við MR árið 1958 til skemmtunar á sal skólans. Í bréfi Ómars til MR-inganna segir að fyrir ótrúlega tilviljun séu svipaðar aðstæður nú og fyrir hálfri öld: „… því að sömu tvær stjórnmálahreyfingar hafa tekið við stjórn landsins nú og þá − og í einum gamanbragnum, sem fluttur var á jólagleðinni ´58 er leitað eftir úrræðum stjórnmála- foringjanna því þjóðarskútan sé strönduð og verjist áföllum,“ ritar Ómar. - jbg / sjá síðu 46 Ómar stendur á tímamótum: Skemmtikraft- ur í hálfa öld Sorgmæddir Begga og Pacas tókst ekki að fá dætur Pacasar til Íslands um jólin. FÓLK 46 DÝRAHALD Um 250 gæludýr í neyð hafa fengið inni á nýjum heimilum fyrir milligöngu Dýrahjálpar Íslands frá því í maí þegar starfsemin var sett á lagg- irnar. Þá hafa tugir manna boðist til að veita dýrun- um tímabundin fósturheimili á meðan leitað er eftir nýjum eigendum. Dýrahjálpinni er ætlað að finna þeim dýrum ný heimili, sem annars yrði lógað eða lentu á vergangi. „Við erum öll dýravinir,“ segir Valgerður Valgeirs- dóttir, ein þeirra sem standa að Dýrahjálpinni. „Fer- fætlingarnir ráða ekki aðstæðum sínum né geta svar- að fyrir sig sjálfir. En þeir eiga fullan rétt á ábyrgri umönnun.“ Valgerður segir að markmið hópsins sé að stofna sérstakt dýraathvarf fyrir dýr í neyð. Þá vill hún benda á að Dýrahjálpin hafi mikil not fyrir búr, mat- ardalla eða ýmislegt gæludýradót sem fólk á aflögu. Á vef Dýrahjálparinnar eru nú skráð 38 gæludýr í leit að heimili, þar af 23 kettir og kettlingar, sex kanínur og fjórir hundar. - jss, sh / sjá síðu 6 250 dýrum í neyð hefur verið útvegað nýtt heimili með aðstoð Dýrahjálparinnar: Gæludýrum komið til bjargar ÓMAR RAGNARSSON 6 7 8 7 7 VÍÐA RIGNIR Í dag verður allhvöss eða hvöss sunnan átt á vesturhelm- ingi landsins og við austurströnd- ina. Rigning suðaustan til, skúrir eða él á vesturhelmingi landsins, annars bjart með köflum. VEÐUR 4 BEÐIÐ EFTIR SVEINKA Hún Hekla Fönn Vilhelmsdóttir, sem er fjögurra ára, hefur ekki fengið kartöflu í skóinn hingað til og bíður því spennt eftir Kertasníki sem síðastur kemur til byggða. Hún segist hafa verið þæg allan desember svo hún þarf víst engu að kvíða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÍNA Svín sem lifði í 36 daga grafið í rústir eftir jarðskjálftann í Sichuan-héraði í maí hefur verið valið uppáhaldsdýr Kínverja. Athyglin hefur hins vegar gert svínið feitt, latt og úrillt, segir í þarlendum fjölmiðlum. Svínið, sem var nefnt Zhu Jianqiang, eða Sterka Svín, þraukaði í rústunum með því að leggja sér til munns kol og regnvatn. Það bar sigur úr býtum í vali á „dýrum sem hreyfðu við Kína“ sem dagblað þar stóð fyrir. Í næstu sætum voru hundurinn sem varði eldri eiganda sinn þegar hann veiktist og fylgdi honum á sjúkrahús og kötturinn sem dó næstum úr harmi þegar keyrt var yfir félaga hans. - sh Jarðskjálftasvínið dáðast: Úrillt svín eftir- læti Kínverja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.