Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 11kirkjan ● fréttablaðið ● trega og sárs söknuðar ÁGÚSTA SPYR: Mig langar að vita hvað vitring- arnir hétu? STEINUNN ARNÞRÚÐUR BJÖRNS DÓTTIR SVARAR: Sæl vertu, og takk fyrir spurn- inguna. Mattheusarguðspjall grein- ir frá heimsókn vitringanna. Þar er reyndar ekki sagt hve margir þeir voru, en gjafirn- ar sem nefndar eru gull, myrra og reykelsi, hafa líklega leitt til þeirrar hefðar að tala um þrjá vitringa. Í kirkjusögunni voru þó til tilgátur um að þeir hafi verið tólf eða jafnvel fleiri. HVERJIR VORU ÞEIR? Gríska orðið yfir þessa menn er magoi, eintala magos. Þeir komu úr austri og fylgdu stjörnu og því hafa þeir oft verið tengdir við prestastétt Zaraþústratrúar, sem lagði stund á stjörnuspeki. Þeir gætu hafa komið frá Persíu (Íran) eða frá Babýloníu þar sem stjörnuspeki var með miklum blóma. Fleiri kenning- ar eru þó til um uppruna þeirra. Ein tilgátan er Arabía, en þar var að finna allar gjafirnar og það í ríkum mæli en Indland og fleiri lönd hafa verið nefnd. Spurning þeirra til Heródes- ar „hvar er hinn nýfæddi kon- ungur Gyðinga“ bendir til þess að vitringarnir hafi ekki verið Gyðingar sjálfir né sérlega kunnugir stjórnmálum í Ísrael á þessum dögum. HVAÐ HÉTU ÞEIR? Í vesturkirkjunni (sem nú nær yfir rómversk-kaþólska og mót- mælendur) hafa vitringarnir verið nefndir Kaspar, Melkíor og Baltasar. Mósaíkmynd í Ra- venna á Norðaustur-Ítalíu, frá um 550 e.Kr., er elsta heimild um þessi nöfn og eru þau end- anlega fest í vesturkirkjunni á 12. öld. Þau eru líklega dreg- in af Gathaspa, Melichior og Bithisarea, sem fyrst birtast okkur í ritinu Excerpta latina barbari, frá 8. öld, en sem talið er vera þýðing á grískum texta frá því um 500. Í austurkirkjunni, það er rétttrúnaðarkirkjum, eru mun fleiri kenningar um nöfn vitr- inganna. Í riti, sem talið er vera eftir Efraim hinn sýrlenska frá 4.öld, eru konungarnir einnig sagðir hafa verið þrír: Horm- izdad frá Makhozdi í Persíu, Izdegerd frá Saba, og Peroz- ad frá Shaba í austri. Og í Bók Adams og Evu, sem talið er að hafi verið rituð einhvers stað- ar á bilinu 3. til 7. öld, eru þeir nefndir Hor, Basantar og Kar- sundas. Fleiri nöfn eru til, þar á meðal tólf nöfn er fylgja sögu um að þeir hafi verið tólf pers- neskir konungar. Nöfn vitringanna Ýmsar kenningar eru um uppruna vitringana. Þeir gætu hafa komið frá Persíu (Íran) eða Babýloníu, svo dæmi séu tekin. SPURT OG SVARAÐ Á WWW.TRU.IS um sárt að binda á helgasta kvöldi ársins. „Fangar fá engar heimsóknir til sín á aðfangadag en geta verið í símasambandi við sína nánustu. Jólin eru þeim ætíð erfiður tími en þeir reyna og tekst oft að halda jóla- skapinu, þótt það sé blandið söknuði yfir því að geta ekki verið í faðmi fjölskyldu sinnar. Þeir skreyta fangaklefana, reyna að slá á létta strengi og sýna sínar bestu hliðar,“ segir séra Hreinn og bætir við að fangar fái líka jólagjafir frá Fanga- hjálpinni Vernd og Hjálpræðis- hern um. „Þeir sem eiga börn fá jólagjaf- ir handa þeim í gegnum verkefn- ið Englatréð sem á aðventu stend- ur í Grensáskirkju, en á því hanga miðar með nöfnum barna sem eiga foreldra í fangelsi. Þá finnur safnað- arfólk jólagjöf handa hverju barni, sem það leggur við tréð og ég kem til fanga sem koma þeim til barna sinna,“ segir séra Hreinn, en um jólin voru skráð 50 börn sem fang- ar eiga eða hafa forræði yfir og eru ekki með sínum foreldrum á jólum og það reynist þeim mjög erfitt.“ Séra Hreinn segir þá sem hafa hlotið lengsta dóma og eiga börn eiga erfiðast um hátíðarnar. „Faðir ungra barna, sem hefur fengið sextán ára dóm, á vitaskuld mjög bágt um jólin, en fjölskyldur taka yfirleitt mjög vel á þessu og að- lagast í vissum mæli.“ Hann segir meira um að vera í starfi sínu í desember en ella. „Það er eitt og annað sem bankar upp á hjá fólki, ýmsar áhyggjur um sína nánustu, því margir eiga aldr- aða og sjúka foreldra sem þarf að annast, auk þess sem fyrrverandi fangar hafa samband og eru í vanda staddir. Ég held að fangar upp- lifi fangelsi mjög sterkt á þessum tíma og kannski sterkara en í annan tíma, því aðskilnaðurinn verður svo hrópandi.“ Séra Hreinn hefur gegnt starfi fangaprests í sextán ár. Hann seg- ist enn ekki hafa hitt fyrir illmenni í fangelsi. „Fangar eru allir hinir bestu menn inn við beinið, en þeir breytast í illmenni undir áhrif- um eiturlyfja og vímugjafa. Níu af hverju tíu afbrotum eru fram- in í vímu sem ræna menn ráði og rænu,“ segir séra Hreinn. Um þessi jól verða fimm konur í fangelsi, sumar hverjar mæður, en séra Hreinn segir það horfa öðruvísi við því konur séu jafnan í nánari tengslum við börn sín og margar hafi staðið í stímabraki við barnaverndaryfirvöld þegar þær hafi verið í óreglu. „Ég skal ekki segja um tárafjölda í fangelsum en tel að erfiðasti tím- inn allan ársins hring sé þegar búið er að loka fólk inni eftir klukkan tíu á kvöldin og það er orðið eitt með sjálfu sér, læst inni í fangaklefa. Þá segir nú fátt af einum, og það er hið raunverulega fangelsi,“ segir séra Hreinn sem lýkur starfsdegi sínum á níunda tíma aðfangadagskvölds eftir ávarp sem formaður Vernd- ar í jólafagnaði Hjálpræðishersins í Herkastalanum. „Ef ég gréti yfir allir eymdinni sem ég sé væri lítið eftir í tárakirtl- unum. Maður getur minna aðstoð- að fólk ef maður lamast með því og þótt maður finni til með fólki, sem mestu máli skiptir því þá getur maður hjálpað, blindar það sýn og veldur hjálparleysi ef maður gefur sér sorg og eymd annarra á vald.“ Séra Hreinn hefur ekki í sextán ár sest við hátíðaborð fjölskyldu sinnar yfir útvarpsmessunni þegar jólin hringja inn klukkan sex .„Ég sakna þess, en er í það minnsta orð- inn margblessaður þegar ég snæði jólamatinn undir níu,“ segir hann glaður í bragði. - þlg „Hér eru ýmsar skemmtilegar hefðir í kringum jól. Á miðri að- ventu syngjum við jólalög í léttari kantinum, segjum sögur og færum okkur yfir í hátíðlegri lög seinni partinn. Þannig reynum við að syngja okkur inn í jólahátíðina og endum á Faðir vorinu.“ Svona lýsir séra Bára Friðriksdóttir, prestur í Ástjarnarsókn, helgihald í sókninni sem er sérstök fyrir þær sakir að vera án kirkjubyggingar. „Ástjarnarsókn var stofnuð árið 2001. Þá var verið að byggja upp nýtt hverfi í Hafnarfirði þar sem um 300 manns bjuggu. Ákveðið var að hafa sóknina í sama pakka og Kálfatjarnarsókn, þar sem ekki þótti stætt á öðru en að setja þær undir eitt prestakall.“ Enn hefur sóknin ekki eign- ast kirkju og hefst við í bráða- birgðaaðstöðu, í tveimur fær- anlegum kennslustofum sem Hafnarfjarðarbær færði henni að gjöf. „Þetta er kapella fyrir 70 manns. Svo höfum við lítið safnaðarheimili.“ Að sögn Báru hefur fjölgað verulega í Ástjarnarsókn. Rúm- lega 5.000 manns búa á svæðinu og oft komast færri að en vilja í messur. „Við vorum um 150 á aðventukvöldi; setið var í kapell- unni og safnaðarheimilinu. Sumir stóðu og börn sátu á gólfinu.“ Til stóð að sóknin kæmist í eigið kirkjuhúsnæði en þeim fyr- irætlunum hefur verið frestað, þar sem fjárframlög til kirkju- bygginga hafa verið skorin niður vegna efnahagsástandsins. „Við sjáum ekki fram á að vera komin í hús fyrr en árið 2012. Okkar eina von er að fá stuðning einhvers staðar frá til að geta hrint verkinu af stað. Um leið myndi það skapa atvinnu fyrir fjölda manns.“ Bára lætur plássleysi þó ekki setja sig út af laginu þessi jól. „Nei, við gerum ráð fyrir að hér verði mjög hátíðlegt.“ - rve Þröngt mega sáttir sitja Séra Báru finnst ánægjulegt að vinna í Ástjarnarsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.