Fréttablaðið - 24.12.2008, Síða 2

Fréttablaðið - 24.12.2008, Síða 2
2 24. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR TRÚMÁL Stöð 2 og vísir.is sjón- varpa beint frá aftansöng í Grafarvogskirkju klukkan 18 í dag. Athöfninni verður einnig útvarpað á Bylgjunni. Séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur þjónar fyrir altari. Egill Ólafsson syngur ásamt Kirkjukór Grafarvogskirkju og Hákon Leifsson leikur á orgel. Þá munu Gunnar Þórðarson leika á gítar og Guðni Fransson leika á klarínett við athöfnina. Aftansöngur í Grafarvogskirkju: Séra Vigfús þjónar í beinni GRAFARVOGSKIRKJA Sýnt verður beint frá aftansöng í kirkjunni í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Fréttablaðið kemur næst út laugardaginn 27. desember. Fréttavakt verður hins vegar á vefsíðunni visir.is allar hátíðirnar. Auglýsingadeild Fréttablaðs- ins verður lokuð fram til mánudagsins 29. desember. Fréttablaðið yfir hátíðarnar: Næsta tölublað á laugardaginn GÍNEA, AP Herinn í Gíneu hefur gert stjórnarbyltingu í beinu framhaldi af því að tilkynnt var um dauða einræðisherra landsins, sem hét Lansana Conte. Herfor- ingjarnir sendu liðsmenn sína beina leið á skrifstofur forsætis- ráðherrans, Ahmeds Tidanes Souares, aðeins um klukkutíma eftir að hann hafði skýrt frá láti Contes í útvarpsávarpi. Leiðtogi byltingarmanna er Moussa Camarra herforingi og segir hann byltingarráð hafa tekið stjórn landsins í sínar hendur: „Stofnanir lýðveldisins hafa verið leystar upp,“ sagði hann. Conte var kominn yfir sjötugt og hafði stjórnað landinu síðan 1984. - gb Stjórnarbylting í Gíneu: Herforingjarnir tóku sér öll völd Eyþór, er þessi gagnrýnandi hálfgerður jólasveinn? „Hann gefur allavega sumum kart- öflu í skóinn.“ Tónlistarmaðurinn Eyþór Gunnarsson var ósáttur við umsögn Jóns Agnars Ólason- ar, tónlistargagnrýnanda á Morgunblað- inu, um nýútkominn geisladisk Elínar dóttur sinnar. Í kjölfarið urðu nokkur átök milli þeirra tveggja á bloggsíðu hins síðarnefnda. SIMBABVE, AP Róbert Mugabe, forseti Simbabve, segir Vestur- veldin „kjánaleg“ að fara fram á að hann sitji ekki áfram í stjórn landsins. Bandaríkjastjórn hefur sagt að vonlaust sé að komast að samkomulagi um framtíðar- stjórnskipulag landsins á meðan forsetinn situr sem fastast. Bretar taka undir það sjónarmið. Mugabe sagði opinberlega í gær að gagnrýni George W. Bush Bandaríkjaforseta væri „síðustu spörk deyjandi hests“ sem ekki væri mark á takandi. Forsetinn tók við árið 1980 og hefur á tæpum þremur áratugum leitt eitt ríkasta land Afríku til örbirgðar og stjórn hans hefur virt mannréttindi þegna sinna að vettugi. - shá Róbert Mugabe: Segir Vestur- veldin heimsk SAMFÉLAGSMÁL Verð fyrir skóla- máltíð í grunnskólum Reykjavíkur verður 250 krónur, samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2009. Hingað til hefur verðið verið mis- jafnt á milli skóla eða á milli 250 til 300 krónur. Að auki verður skóla- máltíð ókeypis fyrir þriðja barn, fyrir fjölskyldur með mörg börn á grunnskólaaldri. Kópavogsbær ætlar hins vegar að hækka verð á skólamáltíðum í grunnskólum úr 235 krónum í 280 krónur, frá og með áramótum. Ákvörðun um það var tekin á föstu- dag þegar samþykkt var fjárhags- áætlun sem tekur gildi 1. janúar. Hækkunin kemur, að sögn Þórs Jónssonar, upplýsingafulltrúa Kópavogsbæjar, til vegna mikillar hækkunar á verði aðfanga. „Þessi hækkun nær ekki að dekka hækkun á neysluverðsvísitölu á þessum tíma. Það má því segja að niður- greiðsla bæjarins sé að aukast þrátt fyrir þessa hækkun.“ Hafsteinn Karlsson, bæjarfull- trúi í Kópavogi og skólastjóri Sala- skóla, segir hækkunina eðlilega, þótt ekki sé hún skemmtileg. Hann segir enn engin brögð að því að foreldrar greiði ekki fyrir skólamáltíðir barna sinna. „Það eru engin vanskil enn þá. En ég hugsa að við förum að sjá meira af þeim um mánaðamótin janúar- febrúar. Við fylgjumst með og bregðumst við ef fer að síga á ógæfuhliðina.“ Í Hafnarfirði verður gjaldtakan óbreytt enn um sinn. „Við höfum tekið þá ákvörðun að hækka engin þjónustugjöld, þar á meðal ekki heldur skólamáltíðir þó að bæði rekstrarliðir og matarkostnaður hafi hækkað umtalsvert,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Fylgst verði með allri þróun og breytingum í matarmál- um í skólanum og brugðist við í einstaka tilfellum. Í Garðabæ verður verð skóla- máltíða óbreytt um sinn. Þar eru máltíðir ekki niðurgreiddar og kosta 428 krónur á barn. Bærinn er með samning við Skólamat ehf. sem hefur tilkynnt að verð verði ekki hækkað fyrr en 1. febrúar hið fyrsta. Kæra foreldra barna í Garðabæ liggur nú fyrir í mennta- málaráðuneytinu, vegna þess að bæjarfélagið niðurgreiðir ekki mat barna. Guðjón E. Friðriksson, bæjarritari í Garðabæ, segir að engar breytingar verði gerðar á gjaldskránni fyrr en niðurstaða liggur fyrir í því máli. holmfridur@frettabladid.is Verð skólamáltíða lækkað í Reykjavík Skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 250 krónur á barn frá og með 1. janúar. Hingað til hefur verðið verið á bilinu 250 til 300 krónur. Kópavogsbær ætlar hins vegar að hækka verð úr 235 krónum í 280 krónur. ÚR MÖTUNEYTI FOSSVOGSSKÓLA Verð fyrir skólamáltíð í grunnskólum Reykjavíkur verður 250 krónur samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2009. Kópavogsbær ætlar hins vegar að hækka verð úr 235 krónum í 280 krónur. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR FÉLAGSMÁL Yfir 2.700 umsóknir um aðstoð voru afgreiddar fyrir þessi jól hjá Hjálparstarfi kirkj- unnar, Reykjavíkurdeild Rauða krossins og Mæðrastyrksnefnd. Gert er ráð fyrir að á bak við hverja umsókn séu að meðaltali 2,5 einstaklingar, sem þýðir að 6700 manns hafi þurft hjálp þessi jól. Það er 2,1 prósent lands- manna. Að sögn Vilborgar Oddsdóttur hjá Hjálparstofnun kirkjunnar voru umsóknirnar 1.500 í fyrra. Það er því um áttatíu prósenta aukningu að ræða milli ára, sem Vilborg segir að rekja megi beint til efnahagsástandsins. Vilborg segist sérstaklega merkja aukningu í umsóknum karla og ungs fólks. Karlarnir virðist hafa misst vinnu í meiri mæli en konur og unga fólkið, á aldrinum 18 til 20 ára, eigi erfið- ara um vik en áður að fá vinnu. Þá voru sjálfboðaliðar einnig fleiri en vanalega, sem liðkaði fyrir starfinu að sögn Vilborgar. „Fólk sem var til dæmis búið að missa sína vinnu var tilbúið til að koma til okkar og aðstoða okkur við úthlutunina,“ segir Vilborg og nefnir það sem eina af skýring- unum á fjölguninni. Suðurnes skáru sig úr í ár, en hlutfallslega voru umsóknirnar langflestar þar. Þær voru hins vegar fæstar á Suðurlandi. - sh Áttatíu prósent fleiri leituðu aðstoðar hjálparstofnana fyrir jólin í ár en í fyrra: Tvö prósent þurftu jólaaðstoð MÆÐRASTYRKSNEFND Karlar og ungt fólk var mun meira áberandi í biðröðum eftir aðstoð en áður. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA STJÓRNSÝSLA Kostnaður vegna starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) á árinu nemur rúmlega einum og hálf- um milljarði króna. Heimild til 550 milljóna króna kostnaðar umfram fjárlög var samþykkt með fjárauka- lögum í gær. Í fjárlögum ársins 2008, sem samþykkt voru undir árslok 2007, var fjárþörf FME metin rúmar 952 milljónir króna. Voru framlögin þá hækkuð um tæpar fjögur hundruð milljón- ir frá árinu áður vegna aukinna verkefna og fjölgunar starfs- manna. Verkefni FME margfölduðust að vöxtum með setningu neyðar- laganna og hruns bankanna. Í áliti meirihluta fjárlaganefnd- ar segir að aukinn kostnaður sé vegna skilanefnda bankanna, end- urskoðunarkostnaðar vegna bráðabirgðastofnefnahagsreikn- inga bankanna, verðmatskostnað- ar vegna aðkeyptra sérfræðinga auk annarrar aðkeyptrar sér- fræðiþjónustu. Fjárþörf FME á næsta ári er metin svipuð og fjárlög líðandi árs kváðu á um. Tekið er til þess að starfsemi íslenskra fjármálastofn- ana í útlöndum verður lítil sem engin og dregur því stórlega úr slíku eftirliti. Sérstakt eftirlitsgjald sem lagt er á fjármálafyrirtæki stendur undir stærstum hluta kostnaðar við starfsemi FME. - bþs Framlög til Fjármálaeftirlitsins aukin um 550 milljónir á fjáraukalögum: FME kostar einn og hálfan milljarð JÓNAS FR. JÓNSSON BANDARÍKIN, AP Talið er að um fimm milljónir manns hafi látist af völdum vannæringar í heiminum á árinu sem nú er að líða. Þetta kemur fram á lista yfir tíu verstu hörmungarnar sem gengu yfir heiminn á síðasta ári, frá Læknum án landamæra. Á listanum var meðal annars sívaxandi ofbeldi í Sómalíu, gríðarlegt flóttamannavandamál í Kongó og fellibylurinn sem gekk yfir Burma. Auk þess komust HIV-smit og berklar á listann, sem og áframhaldandi ofbeldi í Darfúr- héraði í Súdan. - bj Læknar án landamæra: 5 milljónir dóu úr vannæringu DÓMSTÓLAR Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða ítalska verk- takafyrirtækinu Impregilo um 1.230 milljónir króna vegna ofgreiddra skatta af launum starfsmanna fyrirtækisins á Kárahnjúkum. Upphæðin er sú sama og fyrirtækið fór fram á. Hæstiréttur úrskurðaði í fyrra að Impregilo hefði ekki borið að greiða skattastaðgreiðslurnar, og í kjölfarið stefndi Impregilo ríkinu og fór fram á endurgreiðslu. Málarekstur hefur staðið í ríflega þrjú ár sem gerir það að verkum að ríkissjóður þarf til viðbótar að greiða Impregilo um 600 milljónir króna í vexti. - sh Ríkið endurgreiði skatta: Impregilo fær 1,8 milljarða PÁFAGARÐUR Jafnmikilvægt er að bjarga mannkyninu frá sam- og tvíkynhneigð og að forða regn- skógunum frá eyðileggingu. Þetta sagði Benedikt páfi XVI. í árlegu ávarpi sínu til kardínála og preláta í Vatíkaninu í gær. Hvort tveggja væri liður í að verja sköpunarverk Guðs. Páfi varaði við þeirri þróun að skilin á milli kynjanna yrðu æ ógreinilegri. Slíkt sagði hann að hlyti að leiða til sjálfseyðingar mannkyns. Mannréttindasamtök brugðust illa við yfirlýsingunum í gær, sögðu þær óábyrgar og kynda undir fordómum og ofbeldi. - sh Skilin milli kynja að mást út: Páfinn hræðist samkynhneigð BOÐBERI KRISTNI Páfi óttast að samkyn- hneigð tortími mannkyninu. FRÉTTABLAÐIÐ / AP SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.