Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 44
28 24. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR Kristinn Helgi Magnússon Schram þjóðfræðingur deilir afmæli sínu með Jesú Kristi. Þótt honum hafi alltaf fund- ist það eðlilegt varð hann þess snemma áskynja að mörgum þótti afmælisdag- urinn skrítinn enda ákveðnir þættir frábrugðnir. Til dæmis var þennan dag iðulega rifjuð upp sagan af jólunum sem Kristinn Helgi kom í heiminn. „Það fór allt úr skorðum, mamma fór á fæðingardeildina á svipuðum tíma og steikin fór í ofninn, og pabbi söng með kirkjukórnum í messu klukkan ellefu, um það leyti sem ég kom í heiminn,“ segir Kristinn Helgi, sem er yngstur margra barna. „Fyrstu árin drakk ég í mig athygl- ina með trúðslátum og vitleysislegum tilsvörum og átti megnið af pökkun- um undir trénu,“ segir Kristinn Helgi, sem með árunum fór að átta sig betur á merkingu jólanna og að þau snerust um allt annað en hann sjálfan. „Ég held ég hafi gert nokkurs konar samkomu- lag við þennan keppinaut minn að ég fengi að eiga fyrri part aðfangadags og hann seinni,“ segir hann glettinn en að morgni aðfangadags fékk hann afmælisgjafirnar. „Svo leit ég stórt á mig fyrri hluta dags en jólahelgin kom síðan yfir mann seinni partinn.“ Með árunum fór afmælishaldið að færast yfir á Þorláksmessu. „Þá fór ég að fá afmælisóskir og skálaði í jólaöli á miðnætti Þorláksmessu,“ segir hann og hefur enn þann háttinn á að gerast sjálfselskur að morgni aðfangadags. „Ég fæ morgungjöf, eða gef mér hana sjálfur ef enginn hefur haft fyrir því að hafa hana til og svo fer ég kannski í langan göngutúr,“ segir Kristinn Helgi, sem starfar sem forstöðumaður Þjóð- fræðistofu á Hólmavík. Kristinn Helgi heitir svolítið sér- stöku nafni með tilliti til afmælis- dagsins. Var hann skírður því að yfir- lögðu ráði? „Ég held að ég hafi nú átt að heita öðru nafni en pabba þótti það of væmið þannig að þau duttu niður á þetta nafn, sem þótti tilvalið af því ég fæddist á þessum helga degi,“ útskýr- ir hann og segir að nafnið hafi ekki leitt til mikillar stríðni af hálfu jafn- aldra. „Menn sáu færi á að gera grín að Schram-nafninu miklu fyrr en að Kristni Helga,“ segir hann og minnist þess að hafa meðal annars verið kall- aður skran og skrambinn. Kristinn Helgi fer í kirkju á jólum þegar færi gefst en annars notar hann jólin og jólaguðspjallið sem tækifæri til að hugleiða það sem máli skiptir: trú, von og kærleika. „Þetta er tíminn til að trúa á kraftaverk og algeran við- snúning frá myrkri og kulda til birtu og yls.“ solveig@frettabladid.is KRISTINN HELGI SCHRAM ÞJÓÐFRÆÐINGUR : DEILIR AFMÆLI SÍNU MEÐ JESÚ NAFNIÐ ÞÓTTI TILVALIÐ AFMÆLISBARN Jólasagan af því hvernig Kristinn Helgi kom í heiminn á aðfangadag hefur oft verið rifjuð upp af fjölskyldunni á þessum árstíma. MYND/KATLA KJARTANSDÓTTIR AVA GARDNER FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1922 „Ég held að meginástæð- an fyrir því að hjónabönd mín mistókust hafi verið að ég elskaði ávallt mikið en aldrei skynsamlega.“ Ava Gardner var bandarísk leikkona sem nokkrum sinn- um var tilnefnd til Óskarsverð- launa. Hún lést árið 1990. Á aðfangadag árið 1818 var frumfluttur sálmur í bænum Oberndorf í Austurríki, í ná- munda við Salzburg. Lík- lega hefur fáa rennt í grun að þessi sálmur, sem á ís- lensku ber heitið Heims um ból í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar, myndi næstu tvö hundruð árin sameina fólk um jólahátíðina um allan heim. Textann við Heims um ból samdi Joseph Mohr 1816, en hann var þá prestur í Mariapfarr, afskekktu þorpi í Austurríki. Hann varð síðan aðstoðarprestur í Oberndorf, og að morgni aðfangadags árið 1818 á hann að hafa komið að máli við Franz Gruber, sem var tónlistarkenn- ari á staðnum, og beðið hann að semja lag við textann fyrir tvo ein- söngvara, kór og gítar. Þeir fluttu svo lagið ásamt öðrum við messu í Nikulásarkirkjunni um kvöldið. ÞETTA GERÐIST: 24. DESEMBER 1818 Heims um ból, helg eru jól SÖNGUR Jólasálmurinn hljómar í kirkj- um landsins í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Okkar kæri, Þorsteinn Oddsson bóndi frá Heiði, lést á Dvalarheimilinu Lundi, föstudaginn 19. desember. Útförin fer fram frá Keldnakirkju á Rangárvöllum laugardaginn 3. janúar kl. 13.00. Helga Þorsteinsdóttir Sigurgeir Bárðarson Birna Þorsteinsdóttir Rúnar Bjarnason Reynir Þorsteinsson Jóna María Eiríksdóttir barnabörn og langafabörn. Okkar ástkæri, Björgvin Jósteinsson kennari, Grandavegi 45, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 29. desember kl. 13.00. Guðrún Steingrímsdóttir Dóra Björgvinsdóttir Ingi Steinn Björgvinsson Vera Buus-Nilsen Dagný Björgvinsdóttir Jóhann S. Bogason Bryndís Björgvinsdóttir Brjánn Ingason og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Adolf Óskarsson pípulagningameistari, Hrafnistu, Hafnarfirði, sem andaðist mánudaginn 15. desember, verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 29. desember kl. 13.00. Ásta Vigfúsdóttir Hörður Adolfsson Nanna M. Guðmundsdóttir Erla Adolfsdóttir Jóhann Pétur Andersen Hilmar Adolfsson Ólöf S. Sigurðardóttir Adolf Adolfsson Júlía Henningsdóttir barnabörn og langafabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Hanna M. Jóhannsdóttir Austurbrún 6, lést af slysförum á heimili sínu fimmtudaginn 11. desember sl. Útför hennar fór fram í kyrrþey 22. desember. Hún verður jarðsett með vorinu og verður það auglýst síðar. Rósa Mikaelsdóttir Bjarndís H. Mitchell Hallgrímur Stefánsson Jóhann D. Jimma Samantha R. Jimma Einar Jimma Stefán M. Þ. Mitchell Tristan H. Mitchell Fannar D. Hallgrímsson Hjartkær bróðir okkar, Ari Arason frá Skuld, Blönduósi, lést mánudaginn 22. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Systkinin frá Skuld og fjölskyldur þeirra. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengda- móður, ömmu og langömmu, Guðrúnar Zakaríasdóttur. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar. F.h. barnabarna og barnabarnabarna, Svavar Sölvason Valborg Sigurðardóttir. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is 100 ára afmæli Svanlaug Einarsdóttir til heimilis að Birkimörk 8, Hveragerði, áður Fannborg 1, Kópavogi, verður 100 ára á jóladag. Svanlaug dvelur núna á Sjúkrahúsinu á Selfossi vegna lasleika. Hún vill koma bestu kveðju til allra vina og vandamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.