Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 50
34 24. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR „Jólin koma bara ekkert hjá mér fyrr en þetta gigg rennur upp,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson um sína sjöttu miðnæturmessu sem hann heldur með hörpuleikaran- um Moniku í Fríkirkjunni í kvöld klukkan 23.30. Njóta þau aðstoðar kórs og strengjakvartetts á tónleikunum. „Þetta er ekki messa heldur meira svona hugvekja,“ segir Páll og hvetur fólk til að láta sjá sig enda sé aðgangur ókeypis. Séra Hjörtur Magni flytur hugvekju og Anna Sigríður flytur jólasálma ásamt kór. Allir syngja síðan saman Heims um ból í lokin áður en þeir ganga út í jólanóttina. Páll Óskar í Fríkirkjunni PÁLL OG MONIKA Páll Óskar og Monika koma fram á miðnæturmessu í Fríkirkj- unni í kvöld. Söngkonan Heiða og Guffi, gítarleikari For a Minor Reflect- ion, hafa gefið út jólalagið Kertaljós á jólanátt. Fyrir tveimur árum sameinuðust þau um að búa til jólalag en það lá í dvala þangað til ákveðið var að taka það upp fyrir þessi jól. Þótt lagið sé samið árið 2006 á toppi góðærisins á það vel við í dag, enda er sungið um að allir fái yfirdrátt í viðlaginu. Heiða hefur sungið með hljómsveitunum Unun og Hellvar. Einnig hefur hún tekið þátt í undankeppnum Eurovision hér á landi. Hljómsveit Guffa, For a Minor Reflection, gaf út frum- raun sína Reistu þig við, sólin er komin á loft, undir lok síðasta árs og fékk hún góðar viðtökur. Jólalag um yfirdrátt RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR Heiða og Guffi úr For a Minor Reflection hafa gefið út jólalagið Kertaljós á jólanátt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Leikstjórinn Robert Mulligan er látinn, 83 ára að aldri. Ferill Mulli- gans nær yfir fjörtíu ára tímabil en þekkastur er hann sennilega fyrir meistaraverkið To Kill a Mockingbird. Mulligan lést úr hjartaáfalli á laugardaginn. Myndin To Kill a Mockingbird er klassík í bandarískri kvik- myndagerð og í hávegum höfð meðal kvikmyndaunnenda. Mulli- gan fékk fyrir hana sína einu til- nefningu til Óskarsverðlauna en lögfræðingurinn Atticus, leikinn af Gregory Peck, var meðal ann- ars valinn mesta hetja hvíta tjalds- ins af AFI, bandarísku kvikmynda- stofnunni. Ferill Mulligans var nokkuð skrykkjóttur í þau fjörutíu ár sem hann sat í leikstjórastólnum. Hans verður þó alltaf minnst fyrir að hafa gefið bók Harper Lee líf árið 1962. Síðasta mynd Mulligans var kvikmyndin The Man in the Moon frá árinu 1991 en í henni þreytti Reese Witherspoon sína frumraun í kvikmyndum sem Dani Trant. Leikstjóri Mockingbird allur LEIKSTJÓRINN LÁTINN Robert Mulligan, leikstjóri To Kill a Mockingbird, er látinn, 83 að aldri. Barack Obama bíður þess nú að sverja hollustueið sem næsti for- seti Bandaríkjanna. Eftir nær linnulausa tveggja ára kosningabar- áttu reynir Obama nú að safna kröft- um enda mikið verk sem bíður hans eftir átta ára for- setatíð George W. Bush. Obama er mikill aðdá- andi golfíþróttar- innar og stundar hana nú af miklum þrótti í sumarleyfi sínu á Hawaii. Blaðamenn fylgja honum að sjálfsögðu við hvert fótmál og engum sögum fer af hæfni forset- ans á vellinum. Hann ku hins vegar vera hinn rólegasti og bauð meðal annars fjölmiðlamönnum upp á bjór. Sem þeir þáðu ekki. Afslappaður Obama GOLFARI Barack Obama er forfallinn golfari en hæfileik- arnir þykja víst ekki alveg í samræmi við áhugann. Veðmálafyrirtækið Betsson afhenti á dögunum Mæðrastyrks- nefnd og kaffistofu Samhjálpar ávísun upp á hundrað þúsund handa hvoru fyrir sig. Hans-Mart- in Nakkim, markaðsstjóri Bets- son, þvertekur fyrir að fyrirtækið sé með þessu að slá ryki í augu landans en gerir sér fyllilega grein fyrir því að einhverjir kunni að hafa horn í síðu gjafanna í ljósi eðli fyrirtækisins. „Við erum ekk- ert að hreinsa okkur af einhverri sök heldur langar einfaldlega að leggja okkar af mörkunum,“ segir Hans -Martin. Betsson styrkir margvísleg góð málefni í öðrum löndum. Hins vegar hefur staðið nokkur styrr um starfsemi fyrirtækisins á Íslandi og Íslensk getspá kærði fyrirtækið fyrir auglýsingar í maí á þessu ári. Samkvæmt íslenskum lögum má aðeins reka happdrætti hér á landi til þess að afla fjár til almannaheilla en Betsson hefur auglýst fjárhættuspil sem hægt er að stunda á vefsíðu fyrirtækisins frá árinu 2006. Betsson er starf- rækt í Svíþjóð, er skráð í sænsku kauphöllina og hefur öll tilskyld leyfi samkvæmt EES. Hans-Mart- in er sér fyllilega meðvitaður um það hornauga sem fyrirtækið er litið af mörgum hér á landi. „Við höfum verið að reyna að brjóta á bak aftur þá einokunarstefnu sem ríkir um happdrætti og annað tengt því,“ útskýrir Hans-Martin sem vonast til að stjórnvöld komi til móts við óskir fyrirtækisins um að hleypa því af fullum krafti inn á þennan markað. Hans-Martin segir að verði þeim að ósk sinni muni þeir láta enn frekar til sín taka í góðum málefn- um. Og nefnir þar sérstaklega íþróttalið. Ekki ætti að vera van- þörf á enda hafa ansi mörg íþrótta- félög þurft að horfa á eftir háum fjárhæðum þegar bankarnir hrundu. „En þessi stefna sem ríkir á Íslandi og reyndar víða kemur í veg fyrir það,“ segir Hans-Martin. - fgg Betsson gerir góðverk GÓÐ GJÖF Aðalheiður Frantzdóttir tekur við hundrað þúsund krónum frá fulltrúa Betsson, Jórunni Steinson. Á annan í jólum verður nóg um að vera í höfuðborginni, þar á meðal útgáfutónleikar og tveir jóladansleikir. Hljómsveitirnar FM Belfast, Sprengjuhöllin, Hjaltalín og Retro Stefson ætla að leika saman á jóla- balli á Nasa 26. desember. „Við viljum bara fagna jólunum,“ segir Atli Bollason, hljómborðsleikari Sprengjuhallarinnar. Hann segir að hljómsveitirnar séu líka að vissu leyti að gera upp árið í leiðinni. „Allar þessar hljómsveit- ir eru búnar að eiga fínt ár. Við viljum bara fagna hækkandi sól og fá fólk til þess að sletta úr klaufunum.“ Dóri DNA hefur verið fenginn til þess að vera kynnir á tónleik- unum. Að sögn Atla ætlar Dóri að ganga undir nafninu Jóli DNA á tónleikunum og vera í jólasveina- búningi. Miðar eru seldir í for- sölu á midi.is, og kosta 1.500 krón- ur. Það kostar hins vegar 1.800 krónur við innganginn, en við- skiptavinir Nova fá miðann á 1.000 krónur. Á Club 101, þar sem Organ var áður til húsa, verða útgáfutónleik- ar hljómsveitarinnar Steed Lord. Þar verður nýútkominni plötu hljómsveitarinnar, Truth Serum, fagnað. Ásamt sveitinni munu plötusnúðarnir Danni Deluxxx og Dj Rampage koma fram. Miðar á tónleikana eru seldir á miði.is og kosta 1.000 krónur. Steed Lord eru á leið í tónleikaferðalag um Evr- ópu og Bandaríkin eftir áramót, og verða þetta því síðustu tónleik- ar sveitarinnar hér á landi í bili. Milljónamæringarnir ætla að blása til jóladansleiks á Hótel Sögu á annan í jólum. „Þetta er sextánda árið í röð sem við höld- um þennan dansleik,“ segir Stein- grímur Guðmundsson, Milljóna- mæringur. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og spennandi.“ Stein- grímur segir að aðalsöngvarar sveitarinnar, þeir Raggi Bjarna, Bjarni Arason og Bogomil Font, muni syngja með sveitinni, auk sérstaks leynigests. Sá er sagður vera meðal annars í hljómsveit- inni Hjálmum. Ekki er ólíklegt að þar sé um að ræða Sigurð Guð- mundsson, sem einnig hefur sung- ið og spilað með Memfismafíunni. Miðaverð á dansleikinn er 2.000 krónur. Auk þessara atburða verður Skítamórall með tónleika á Broad- way, Eurobandið á Players og Sálin hans Jóns míns á 800 Bar á Sel- fossi, svo eitthvað sé nefnt. thorunn@frettabladid.is Nóg að gerast á annan í jólum SPRENGJUHÖLLIN Kemur fram ásamt FM Belfast, Retro Stefson og Hjaltalín á jóla- dansleik á Nasa. MYND/JÓI KJARTANS STEED LORD Verða með útgáfutónleik- ana sína á Club 101. Þetta verða einu tónleikar sveitarinnar á Íslandi í bili. MILLJÓNAMÆRINGARNIR Halda jóladansleik sextánda árið í röð á Hótel Sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.