Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 28
 24. DESEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● kirkjan Sigurbjörn Svavarsson er einn þeirra eldhuga sem hafa sinnt sjálfboðastarfi í aðdraganda jóla til að létta þeim lífið sem þurfa á aðstoð að halda. „Ég var í nokkrar vikur ásamt vösku fólki að undirbúa úthlut- un á matvælum og öðrum jólag- laðningi og svo síðustu daga að sinna henni,“ segir Sigurbjörn og er að lýsa samstarfsverkefni inn- anlandsdeildar Hjálparstofnunar kirkjunnar, Reykjavíkurdeildar Rauða krossins og Mæðrastyrks- nefndar. Hann kveðst hafa misst vinn- una sína í október og leiðst aðgerð- arleysið. Því hafi hann ákveðið að bjóða sig fram í sjálfboðastarf. „Mig langaði að gera eitthvert gagn,“ segir hann og lýsir við- fangsefnunum. „Við byrjuðum á að undirbúa húsnæðið sem við fengum lánað hjá Straumi banka. Þar þurfti að koma fyrir hillum, skipuleggja vörumóttökuna og koma upp aðstöðu svo vinnuferl- ið við úthlutunina gengi sem best. Síðan hefur vinnan legið í að taka á móti vörunum, koma þeim fyrir og svo sinna úthlutuninni sem hefur gengið mjög vel. Hingað kemur margt fólk og vörurnar streyma út aftur. Ég held það séu um 500 úthlutanir á dag þessa fimm daga sem þær standa yfir.“ Vörurnar segir hann mest- megnis gjafir frá einstaklingum og fyrirtækjum. „Svo er bætt við og keypt inn í, aðallega matvara sem er fjármögnuð með fram- lögum sem hafa borist til þess- ara þriggja stofnana sem nefndar voru í upphafi.“ Aðstoðina segir hann mjög vel skipulagða. Fólk sæki um hjá einhverri stofnuninni, geti um fjölskyldustærð og fái svo út- hlutunardag. „Við merkjum send- ingarnar í fjölskyldustærð A B C D og þetta gengur allt snurðu- laust fyrir sig,“ lýsir Sigurbjörn og er að lokum spurður hvað sé í pokunum. „Það eru nauðsynjar í mat og drykk. Gjafir handa börnunum og bara það helsta sem fólk þarf til að halda jólin og gera sem hátíð- legast í kringum sig.“ - gun Vildi gera eitthvert gagn Jólin eru fjölbreytt og skemmtileg Toshiki Toma, prestur innflytj- enda á Íslandi, segir jólahald þessa samfélagshóps eins mis- jafnt og fólkið er margt. Grunn- stefnu sína sem innflytjenda- prests Þjóðkirkjunnar segir hann vera að bjóða innflytjend- um í messu með Íslendingum. „Innflytjendur eru ekki eins- leitur hópur fólks. Margir eru kristinnar trúar en það fer eftir fólkinu sjálfu hvort það tekur þátt í jólahátíðinni eða ekki. Til dæmis eru margir frá Póllandi kaþólskir og eins fólk frá Fil- ippseyjum og taka gjarnan þátt í messu á jólum hjá sinni kirkju og halda síðan jólahátíð eftir sinni hefð frá sínu heimalandi. Margir frá Austur-Evrópu eru í rétttrúnaðarkirkjunni og jólin þeirra eru 7. janúar.“ Spurður hvort jólin séu ein- manalegur tími fyrir þenn- an hóp segir Toshiki það líka misjafnt. „Þetta var oft sagt fyrir nokkrum árum, að jólin væru frekar einmanalegt tíma- bil fyrir innflytjendur þar sem þeir hafa kannski engan stað til að fara á, meðan Íslendingar fara í fjölskylduboðin. En þetta fer líka eftir því hvort viðkom- andi sé nýkominn til lands- ins eða búinn að eyða mörgum árum hérlendis.“ Toshiki segir enga messu haldna sérstaklega fyrir inn- flytjendur á jólum en ólíkt hinum Norðurlöndunum hefur innflytjendasöfnuður ekki mótast sérstaklega hér á landi. Þó verður messað á ensku í Hallgrímskirkju 28. desem- ber og í framtíðinni gæti orðið meira um guðsþjónustur á er- lendum tungumálum en óskum um það hefur fjölgað. Spurður hvort það geti tengst ástandinu í þjóðfélaginu í dag vill Toshiki ekki fullyrða um. „En eftir því sem ég heyri frá Hjálparstarfi kirkjunn- ar jókst fjöldi umsókna um jólaaðstoð mjög mikið og þar á meðal eru margir útlend- ingar. Mér finnst jólin mikil- væg hátíð fyrir kristið fólk. En einnig eru jólin þýðing- armikil menningarleg hátíð fyrir alla landsmenn. Því lang- ar mig að hvetja innflytjendur sem eru ekki í kristinni trú að taka þátt í jólahaldi á sinn hátt. Fjölbreytt jól eru skemmtileg og ég óska að slíkur fjölbreyti- leiki eigi samleið með hefð- bundnu jólahaldi.“ - rat Toshiki Toma, prestur innflytjenda, segir innflytjendur ekki einsleitan hóp fólks. Jólahald sé því eins fjölbreytt og fólkið er margt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sigurbjörn ásamt fleiri sjálfboðaliðum að tína til jólaglaðning í körfur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jólahugvekja Karls Sigur- björnssonar biskups íslands. Ég kom á dögunum í Borgartún í Reykjavík þar sem jólaúthlutun Hjálparstarfs kirkjunnar, Mæðra- styrksnefndar og Rauða kross Ís- lands stóð yfir. Fjöldi sjálfboða- liða var þar á þönum við að fylla á poka og aðstoða fólk sem þurfti á aðstoð að halda fyrir þessi jól. Hjálparumsóknir frá 2.300 fjöl- skyldum höfðu þá borist, fleiri en nokkru sinni og enn var að bæt- ast við. Það var í senn dapurlegt og ánægjulegt að verða vitni að þessu. Og það gaf von. Dapurlegt er að vita af öllum þeim fjölda fólks sem neyðist til að leita sér hjálpar. Ekki síst að sjá unga for- eldra með lítil börn, og skynja þá neyð sem að baki býr. En gleði- legt að vita til að hægt er að koma til móts við þá neyð vegna svo ótrúlegrar velvildar og örlætis einstaklinga og fyrirtækja. Sjálf- boðaliðarnir eru úr ýmsum áttum og á ýmsum aldri, unglingar úr æskulýðsstarfi kirkjunnar þar á meðal, og starfsfólk Símans og Straums sem fékk frí til að taka þátt í úthlutuninni. Það var mikið að gera, ys og erill, en ánægja og þakklæti í ásjónum fólksins. Jóla- gleði er gleði gjafmildinnar, um- hyggjunnar, kærleikans, sem lýkur upp hliðum vonarinnar um tíð og tíma þar sem þeir þættir fá að ráða í mannlífinu. Fyrir ýmsum eru jólin tími streitu og spennu, öðrum eru þau tími einsemdar og sorgar. Afar mörgum eru þau tími eyðslu og neyslu. En umfram allt eru jólin tími umhyggju um eigin dýpstu þarfir, um náungann og þau sem með einum eða öðrum hætti fara halloka í lífinu. Jólin hræra við innstu hjartastrengjum með löng- un eftir friði, gleði og góðvild. Sál og andi sér og skynjar þar ótal tákn hins góða og fagra, vonar og gleði þar sem fólk er að leit- ast við að gera öðrum gott, gleðja, styðja, líkna, hjálpa. Þess vegna eru jólin engu lík. Það er engin til- viljun. Það er vegna jólabarnsins, barnsins í jötunni, frelsarans Jesú Krists. Öll finnum við undrun og lotn- ingu er við lítum nýfætt barn. Jólamyndin af barninu í jötunni snertir við þann streng í sálu okkar. Og er hann ómar þá er vit- und okkar beint til þess sem er handan við það sem augun sjá og sálin skynjar, það er Guð sem gefur allt sem er gott og fagurt. Hann er að lækna þennan heim og lífið allt. Leyfðu orði hans að snerta þig og ljósi hans anda að leiða og blessa þig. Gleðileg jól, Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands Ljós og andi jólanna „En umfram allt eru jólin tími umhyggju um eigin dýpstu þarfir, um náungann og þau sem með einum eða öðrum hætti fara halloka í lífinu,“ segir Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, meðal annars í jólahugvekju sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Útgefandi: Biskupsstofa, Kjalarnesprófastsdæmi, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og vestra l Vefsíða: www.kirkjan.is, www.kjalarpr.is, www.kirkjan.is/eystra og www.kirkjan.is/vestra Sími: 528 4000 l Ritstjóri: Roald Eyvindsson l Ábyrgðarmaður: Steinunn A. Björnsdóttir For- síða: Gunnar V. Andrésson l Auglýsingar: Fréttablaðið/Bjarni Þór Sigurðsson Sími: 512 5471. Aðfangadagur 24. desember 2008 Kl. 18 Aftansöngur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur,organisti er Marteinn Friðriksson Aðfangadagur 24. desember 2008 Kl. 15, Dönsk jólaguðsþjónusta sr. Þórhallur Heimisson prédikar Aðfangadagur 24. desember 2008 Kl. 23.30 Miðnæturguðsþjónusta , biskup Íslands prédikar sr. Árni Svanur Daníelsson þjónar fyrir altari. Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur Jóladagur 25. desember 2008 Kl. 11 messa, sr. Hjálmar Jónsson prédikar, Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari Dóm- kórinn syngur organisti er Marteinn Friðriksson Annar í jólum 26. desember 2008 Kl. 11 ,messa , sr. Þorvaldur Víðisson prédikar, Dómkórinn syngur organisti er Marteinn Friðriksson 28. desember 2008 Kl. 11 messa sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdót- tir prédikar, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur organisti er Marteinn Friðriksson 31. desember 2008 Kl. 18 Aftansöngur sr. Hjálmar Jónsson prédikar, sr. Anna Sigríður Pálsdótir þjónar fyrir altari 1. janúar 2009 KL. 11 Nýársmessa biskup Íslands prédikar, Dómkirkjuprestar þjóna fyrir altari, Dómkórinn syngur organisti er Marteinn Friðriksson Messuhald í Dómkirkjunni í Reykjavík jól og áramót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.