Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 62
46 24. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR NÝJU JÓLASVEINARNIR Þrettándi var forsetinn, – hann sá um veisluhöld, og mærði útrás fína á heimskri belgingsöld. Hann elti ríku skinnin uns krepputíð brast á, þá vild‘ann láta lækka launin sín um smá. „Við vorum svolítið sorgmæddir yfir þessu, það verður bara alveg að viðurkennast. En þær koma bara í staðinn í maí,“ segir Guð- bergur Garðarsson, betur þekktur sem Beggi. Eins og Fréttablaðið greindi frá höfðu Beggi og eigin- maðurinn Pacas gert sér vonir um að dætur Pacasar gætu komið til Íslands og haldið upp á jólin með þeim á Jófríðarstaðaveginum í Hafnarfirði. „Þetta virtist allt vera að ganga upp, þær ætluðu að koma 15. desember og þetta leit allt saman vel út alveg þangað til 10. desember. Þá fengu þær sig bara ekki lausar úr skóla og vinnu enda er efnahagsástandið víða alvarlegt eins og á Íslandi,“ segir Beggi og viðurkennir að þeir hafi verið nokkuð hryggir yfir þeim tíðindum. Hins vegar voru þeir Beggi og Pacas ekki lengi að taka gleði sína á ný því dæturnar ætla að koma í maí. Þrátt fyrir að þær hafi verið spenntastar fyrir að sjá snjó þá er ekkert mál að redda því. „Nei, nei, við förum bara með þær upp á Hvannadalshnúk eða Snæfellsjök- ul,“ útskýrir Beggi. Og það er ekki eins og þeir verði einir um jólin því við jólaborðið sitja alls ellefu manns, börn og barnabörn. „Við ætlum að bjóða upp á kalkún, fyllt- an með rósmaríni og beikoni,“ segir Beggi og lofar því að veislu- borðið muni svigna undan kræs- ingum þeirra í kvöld. - fgg Sorg hjá Begga og Pacas FÁ EKKI DÆTURNAR Beggi og Pacas höfðu gert sér vonir um að fá brasilísku dæturnar hans Pacasar til sín um jólin. Þær koma í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þeir hafa gott af því að lesa þessa bók og skoða aðeins sjálfa sig áður en þeir skoða eitthvað annað,“ segir vatnskóngurinn Jón Ólafsson. Hann gaf öllum alþingismönnum bókina Ferðalagið að kjarna sjálfsins eftir Max Gaudio. Bókunum var komið fyrir í pósthólfum þeirra og sendi Jón öllum þingmönnum vefpóst með gjöfinni sem hefst á þessum orðum: „Það er hart sótt að þingmönnum um þessar mundir og standa á þeim öll spjót … Þeir verða að sýna styrk, afla sér trausts og búa yfir framsýni. En einungis sá getur sýnt styrk, sem hefur styrk sjálfur, sá einn öðlast tiltrú sem hefur trú á sjálfum sér og sá einn er framsýnn sem horfir ekki stöðugt aftur á bak.“ Jón hefur sjálfur notið góðs af fræðum og kenningum Gaudio. Hann hefur oft talað um að Max sé fararstjóri í sínu andlega ferða- lagi, gúrú, og skrifaði meðal annars formál- ann að áðurnefndri bók. Jón er sjálfur ekki í nokkrum vafa um hvar sé að leita orsakanna fyrir íslenska efnahagshruninu, þær séu í græðginni og frjálshyggjunni sem keyrðu íslenskt samfélag á bólakaf. „Og nú er einmitt rétti tíminn til að leita inn á við, leita að okkur sjálfum,“ segir Jón ákveðinn. Hann áréttar hins vegar að hann sé ekki með þessu að upphefja sjálfan sig og segjast vera betri en aðrir menn. „Ég hef farið inn á þessa braut og hún hefur hjálpað mér.“ Jón segist aldrei hafa upplifað reiði gagnvart einum eða neinum og trúir því að allar þrautir lífsins séu til þess að læra af þeim. „Reiði er líka svo orkufrek tilfinning og hún bitnar á engum öðrum en sjálfum manni. Sá sem maður er reiður út í finnur aldrei fyrir því, hún truflar þann mest sem er reiður.“ - fgg Þingmenn fengu jólabók frá Jóni Ólafssyni GAF ÞINGMÖNNUM BÓK Jón Ólafsson gaf öllum þing- mönnum Alþingis bókina Ferðalagið að kjarna sjálfsins eftir Max Gaudio. Hann segir þingmenn hafa gott af því að lesa þessa bók. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Tilfinningin er dásamleg. Þarf ekkert að hrófla neitt við pró- gramminu,“ segir Ómar Ragnars- son. Einhver ástsælasti skemmti- kraftur Íslands, sjálfur Ómar Ragn- arsson, á nú hálfrar aldar afmæli sem skemmtikraftur – nánast upp á dag. „Ég byrjaði í bransanum á gamlárskvöld árið 1958. En nokkr- um dögum fyrr frumflutti ég skemmtidagskrá í MR sem ég svo flutti svo næstu átta mánuði á yfir hundrað stöðum á landinu,“ segir Ómar sem nú sendir boðskort til þeirra sem þá voru við skólann: „Þriðjudagskvöldið 30. desember nk. kl. 20.30 býð ég þeim, sem voru í Menntaskólanum í Reykjavík 1958, til skemmtunar á Sal M.R. þar sem endurtekinn verður hluti dag- skrár, sem flutt var þar fyrir rétt- um fimmtíu árum á jólagleði skól- ans. Á jólagleðinni kom Halldór Laxness fram og ég undirritaður flutti í fyrsta sinn skemmtidagskrá sem átti eftir að verða mér örlaga- rík því að átta mánuðum síðar hafði ég flutt hana yfir hundrað sinnum um allt land og í hönd fór ferill sem staðið hefur til þessa dags,“ skrifar Ómar sem er fæddur árið 1940. Tveir voru þeir einkum sem höfðu áhrif á að Ómar hóf farsælan feril sinn. „Ólafur Egilsson, fyrr- verandi sendiherra, fékk mig til að skemmta á Borginni og svo var það Jónas Jónasson, þá blaðamaður á Vikunni. Hann skrifaði grein um skemmtunina sem birtist tveimur dögum síðar og það hafði sín áhrif. Þeim er báðum boðið.“ Í bréfi sem Ómar sendir MR- ingum ársins 1958 kemur meðal annars fram að fyrir ótrúlega til- viljun séu svipaðar aðstæður nú og fyrir hálfri öld: „... því að sömu tvær stjórnmálahreyfingar hafa tekið við stjórn landsins nú og þá, - og í einum gamanbragnum, sem fluttur var á jólagleðinni ´58, er leitað eftir úrræðum stjórnmála- foringjanna þegar þjóðarskútan sé strönduð og verjist áföllum.“ Og Ómar heldur áfram: „Auðvelt verð- ur að flytja þann brag aftur og breyta nöfnum. Lokalagið fyrir 50 árum á enn betur við nú en þá! Farið með nokkra kviðlinga og stutt lög, sem flutt voru á skólaskemmt- unum á árunum 1957-58 svo sem „Vorkvöld í Reykjavík“ eftir Sigurð Þórarinsson. Einnig verður sungið lokalag Þrettándakvölds eftir Shakespeare eftir Halldór Haralds- son, en um þetta leyti fyrir 50 árum stóðu yfir lokaæfingar á leikritinu fyrir minnisverða Herranótt á þrettándakvöld. Þetta lag hefur aldrei síðan verið flutt opinber- lega.“ Væntanlega mun ljúf og létt for- tíðarfíkn flæða um Sal og ganga gamla góða Menntaskólahússins þessa kvöldstund. jakob@frettabladid.is ÓMAR RAGNARSSON: HÁLFRAR ALDAR AFMÆLI SEM SKEMMTIKRAFTUR Fyrsta skemmtidagskrá Ómars á jafn vel við í dag ÓMAR RAGNARSSON Á hálfrar aldar afmæli nánast upp á dag og ætlar að troða upp með sömu skemmtidagskrána sem á eins vel við nú og þá. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.