Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 12
12 24. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Skömmu eftir að þess var minnst að níutíu ár voru liðin síðan heimsstyrjöldinni fyrri lauk og fáum mánuðum eftir að síðasti hermaðurinn sem þá hafði barist í franska hernum hvarf inn í skugganna ríki, slæddist ég inn í bókabúð utarlega í 19. hverfi Parísarborgar. Þar var á ferðinni rithöfundurinn og fræðimaðurinn Claude Duneton með nokkuð sérstaka bók- menntakynningu. Sú saga sem Claude Duneton hafði að segja var furðuleg. Síðastliðið vor var einn af kunningjum hans staddur á „flóamarkaði“ í smábæ og rakst þar af hreinni tilviljun á gamalt ljóðakver, gefið út árið 1917, sem lá í óreiðu á jörðinni innan um sprungna postulínsbolla og slíkt og hafði jafnvel ekki verið skorið upp. Nafn höfundarins vakti athygli hans, það var „Albert- Paul Granier, lautinant í stór- skotaliði“, og kverið hét „Han- arnir og gammarnir“. Þar sem Claude Duneton hafði skrifað heimildaskáldsögu um menn úr heimaþorpi hans sem barist höfðu í fyrra stríði, datt kunn- ingjanum í hug að kaupa kverið og gefa honum sem hálfgildings glens, aðallega út af starfsheiti skáldsins, „lautinant í stórskota- liði“. Hvað gæti slíkur maður farið að yrkja? En Claude Duneton uppgötvaði nú, eins og hann sagði, að „vegir forsjónar- innar liggja stundum gegnum glens“. Þegar hann fór að lesa í kverinu varð hann meira en lítið hissa, kvæðin voru mjög góð og talsvert óvenjuleg miðað við það sem gerðist á þessum tíma; þarna kom allt í einu í ljós mikið skáld, og alveg óþekkt. Claude Duneton lá yfir bókinni langa kvöldstund og arkaði með hana daginn eftir á blaðið „Le Figaro“, þar sem hann skrifar vikulegan dálk í bókmenntakálfinn um franska tungu. Þar urðu menn jafn hissa og hann, og fundu útgefanda að kverinu. En þá var eftir að grafa eitthvað upp um þetta gleymda skáld. Nafn þess var á lista sem hafði verið gerður skömmu eftir stríðið yfir þau skáld sem þar höfðu fallið, en ekkert meir. Eftir talsverða leit komst Claude Duneton í samband við bróður- dætur þess, og þá komu upplýs- ingarnar fram. Albert-Paul Granier var fæddur 1888, sonur nótaríuss í smábæ á Bretagne, og stundaði nám til að taka við starfi föður síns. En þetta var menningarfjölskylda, sem var m. a. í kunningskap við tónskáldið Gabriel Fauré. En nú vildi svo til, að þegar þessi tilvonandi nótaríus hafði lokið námi, gegnt herþjónustu og lifað bóhemlífi í París smástund, skall styrjöldin á og þá hlaut hann það starf að draga fallbyssur fram og aftur og skjóta úr þeim. Um leið varð mikil breyting: við að vera mitt í ógnum styrjaldarinnar varð ungi maðurinn allt í einu skáld, öll kvæðin í kverinu eru tengd stríðinu með mjög sterkum svipmyndum af lífi og dauða hermanna, og þau eru dagsett á árunum 1914-1916: „Verdun, í Bois des Fosses og Bois d’Harda- umont, 21.-24. febrúar 1916“ o. s.frv. Einhvern tíma árið 1917 ákvað hann að gefa kvæðin út, kannske af því að þá fékk hann það alveg nýja hlutverk að njósna um stöðu óvinanna úr flugvél; sat hann þá fyrir aftan flugmanninn og sendi upplýsing- ar gegnum talstöð. En þessu hlutverki gegndi hann ekki lengi, 17. ágúst 1917 varð flugvélin fyrir þýskri sprengikúlu og leystist bókstaflega upp ásamt áhöfninni. Á kynningunni í bókabúðinni voru bróðurdæturnar báðar mættar ásamt ýmsum afkomend- um sínum, og voru þær ekki alltaf sammála lýsingu Claude Duneton á skáldinu og fjölskyldu þess, og reyndar ekki alltaf sammála hvor annarri. Með kynninum var leikari sem las upp úr ljóðakverinu, en nú var það komið aftur út í fallegri útgáfu, ásamt kvæði sem skáldið hafði ort eftir að fyrsta útgáfan birtist og fannst í pappírum þess: það hét „Skýin“, en eins og Duneton sagði var Granier vafalaust eitt fyrsta ljóðskáldið, ef ekki það allra fyrsta, sem orti um skýin eftir að hafa séð þau ofan frá. „Skýin eru eins og breitt þang sem bylgjast í öldunum …“ Eftir kynninguna spurði ég Claude Duneton spurningar sem ég var mjög farinn að velta fyrir mér: Hvernig stendur á því að Frakkar hafa sýnt skáldum sínum úr fyrri heimsstyrjöld svona lítinn sóma og stundum gleymt þeim algerlega, þar sem Englendingar hafa hvað eftir annað gefið út ljóðasöfn sinna heimsstyrjaldarskálda og alls kyns söfn úrvalsljóða í hand- hægum útgáfum? Claude Duneton tókst á loft: „Ég vildi ekki fara inn á það í fyrirlestrin- um,“ sagði hann, „en það stafar af því að strax eftir stríðið ruddi súrrealisminn sér til rúms í bókmenntunum, og hann hafnaði með öllu skáldskap af þessu tagi, honum var þá vísað út í ystu myrkur, þar sem hann hefur verið síðan.“ Þessi dapurlega gleymska er sem sé eitt sem verður að skrifast á reikning „módernismans“ franska. En meðal annarra orða: hvenær tekur einhver sig til og gefur aftur út „Vígslóða“ eftir Stephan G. einn og sér í lipur- legri útgáfu, kannske með skýringum, svo menn geti haft í höndunum verk þessa íslensk- kanadíska heimsstyrjaldar- skálds eins og það birtist upphaflega? „Skýin eru eins og þang“ EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Um skýin ofan frá Hvernig stendur á því að Frakkar hafa sýnt skáldum sínum úr fyrri heimsstyrjöld svona lítinn sóma og stundum gleymt þeim algerlega, þar sem Englendingar hafa hvað eftir annað gefið út ljóðasöfn sinna heimsstyrjaldarskálda og alls kyns söfn úrvalsljóða í hand- hægum útgáfum? „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Fækkun Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Árborg, vill fækka bæjarfulltrúum úr níu í sjö. Þessi tillaga er góðra gjalda verð og fleiri í stjórnkerfinu ættu að taka hana sér til fyrirmyndar. Eflaust má fækka sveitarstjórnarmönnum í öllum sveitarfélögum landsins en í þessu árferði væri sjálfsagt réttast að ráðast í stórfellda sameiningu sveitarfélaga. Um leið mætti fækka þingmönnum um um það bil tuttugu og auðvitað ráðherr- um og ráðuneytum um svona fimm. Við það myndu sparast dágóðar fjárhæðir og yfirsýn og skilvirkni aukast. Sturla Böðvarsson þingforseti hugsar á sömu nótum og flokksbróð- ir hans Eyþór og ráðgerir að fækka fastanefndum þingsins. Gott að vita „Af gefnu tilefni skal taka fram að niðurstaða athugunar sem gerð var meðal þingmanna Samfylkingarinnar var að enginn þingmanna hennar hefur notið sérkjara eða óeðlilegrar fyrirgreiðslu í bankakerfinu.“ Svo segir í frétt á vef Samfylkingarinnar. Og þá vitum við það. Og bíðum þess að fyrirtæki, önnur samtök og einstaklingar gefi út hliðstæðar yfirlýsing- ar til að eyða öllum vafa og slá á sögusagnir. Jólakveðjurnar Tvö ráðuneyti sendu frá sér sérstak- ar tilkynningar á jólaföstunni og upplýstu að þau myndu ekki senda út jólakort þetta árið. Í staðinn yrði andvirði jólakortasendinganna varið til góðra mála. Þetta voru félags- og tryggingamálaráðuneytið og við- skiptaráðuneytið. Annað ráðuneytið gaf 250 þúsund krónur til Einstakra barna og hitt 200 þúsund til Mæðrastyrksnefndar. Eftir standa tíu ráðuneyti sem ekki lýstu sam- bærilegu yfir. Má draga af því þá ályktun að þau sendi jólakort? Og gera því skóna að samtals borgi þau á bilinu tvær til tvær og hálfa milljón fyrir kveðjurn- ar? Það er dágóð fjárhæð. bjorn@frettabladid.is Á aðfangadegi jóla er numið staðar. Jólaundirbúningn- um er lokið og hátíðin tekur við. Eftir annasama aðventu tekur við hvíld og samvera við fjölskyldu og aðra ástvini. Jólin eru fyrst og fremst tími fjölskyld- unnar og ekki síst barnanna. Á jólum gefum við og þiggjum, ekki bara gjafir í áþreifanlegu formi heldur einnig ann- ars konar gjafir, gafir sem við finnum fyrir innra með okkur. Aðventan hefur að mörgu leyti verið lágstemmdari í ár en undanfarið. Margir hafa minna milli handanna en áður og setur það mark sitt á jólaundirbúninginn. Ákveðinn léttir er þó líka fólginn í því að dregið hafi úr veraldlegu vafstri í aðdraganda jólanna, jafnvel þó að sú breyting sé alls ekki sjálfvalin heldur til komin vegna ytri aðstæðna. Í stað stórra og dýrra gjafa eru íslenskar skáldsögur vinsæl jólagjöf og samkvæmt frétt Fréttablaðsins í gær lætur nærri að að minnsta kosti ein íslensk skáldsaga rati inn á hvert heimili í landinu. Diskar með íslenskri tónlist seljast einnig langt umfram erlenda diska. Íslensk hönnun og handverk ratar líkast til einnig í fleiri jólapakka í ár en undanfarið. Og hverjar eru hinar raunverulegu gjafir? Vitað er að hvorki vex gleði þess sem gefur né þess sem þiggur í jöfnu hlutfalli við verðgildi gjafar í krónum og talið. Gleðin er fólgin í hlýjum og góðum huga sem sýndur er með gjöfinni og tekið er við með opnum huga. Jólin skerpa einnig skuggahliðar samfélagsástandsins. Aldrei hafa fleiri leitað aðstoðar hjá hjálparsamtökum fyrir jólin en nú. Aldrei hafa heldur fleiri rétt slíkum samtökum hjálparhönd en nú. Í aðdraganda jóla í ár höfum við orðið vitni að náungakærleik eins og hann gerist fegurstur; skipshafnir sem fært hafa hjálp- arsamtökum ferðasjóði sína, fyrirtæki og jafnvel fjölskyldur sem ákveðið hafa að sleppa jólagjöfum í ár og gefa andvirðið til þeirra sem á aðstoð þurfa að halda og áfram mætti telja. Á flestum heimilum er jólanna beðið af eftirvæntingu og þau boðin velkomin. Þetta á ekki síst við á erfiðum tímum. Jólin veita okkur kærkomna hvíld frá amstri og áhyggjum og það er um að gera að leyfa sér að njóta þeirrar hvíldar og koma svo endur- nærður til leiks að loknum hátíðum. Jólin eru tími mikillar gleði en einnig mikillar sorgar. Hjá þeim sem um sárt eiga að binda geta dagarnir í kringum jólin verið þeir allra erfiðustu á árinu. Þeir sem þurfa að eyða jól- unum fjarri fjölskyldu sinni; á sjúkrahúsum eða í fangelsum upplifa mikinn einmanaleika. Einnig hinir sem af einhverjum ástæðum eiga ekki góð tengsl við fólkið sitt. Sum börn búa við þann veruleika að kvíða ævinlega jólunum vegna áfengisneyslu foreldris eða annarrar vanlíðan. Það er veruleiki sem ekkert barn ætti að þurfa að lifa við. Við jól og áramót verða kaflaskil. Nýtt ár er handan jólanna með hækkandi sól. Þá er tímabært að bretta upp ermar og takast á við framtíðina en nota jólahátíðina til að hvílast og byggja upp styrk og þol. Gleðileg jól. Aðfangadagur jóla: Hinar raunveru- legu gjafir STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.