Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 48
32 24. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is > ALLTAF Í GÓÐU SKAPI Leikkonan Courteney Cox þolir ekki sviðsljósið þegar hún er í vondu skapi. „Það eina sem ég þoli ekki við frægðina er að þú verður að vera í góðu skapi ef þú ætlar út úr húsi. Það versta sem gerist er ef einhver angrar þig þegar þú ert í vondu skapi,“ sagði hún og á þar við stöðugt áreiti ljósmyndara. Dómstóll í Los Angeles hefur úrskurð- að að Jamie Spears, pabbi Britney Spears, megi hækka launin fyrir starf sitt í þágu velferðar dóttur sinnar. Jamie hefur verið forráðamaður yfir auðæfum Britney Spears eftir að hún fékk taugaáfall. Í október úrskurðaði dómari í Los Angeles síðan að Jamie og lögfræðingur á hans vegum hefðu verið æviráðnir til starfsins. Og nú hafa þeir félagar sem sagt fengið launahækkun. Jamie hefur þegið tíu þúsund doll- ara fyrir starfið á mánuði eða rúma eina milljón íslenskra. Með launa- hækkuninni fær Jamie nú 16 þúsund dollara á mánuði eða tæpar tvær milljónir. Hækkunin er afturvirk þannig að Jamie fær auk þess 51 þús- und dollara eingreiðslu fyrir jólin sem samsvarar sex milljónum íslenskra króna. Jamie er hins vegar ekkert að ydda blýanta í skrifstofu sinni heldur hefur hann haft í nægu að snúast við að koma dóttur sinni aftur í gang. „Jamie hefur unnið baki brotnu við að skipuleggja tónlistafer- il dóttur sinnar og tónleikahald og sjá til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig,“ sagði dómarinn í úrskurði sínum. Og ekki er hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að eftir að pabbinn tók við stjórnartaumunum í búi Britn- ey hefur söngkonan blómstrað sem aldrei fyrr og gera menn sér miklar vonir um að hún muni endurheimta titil sinn á toppi afþreyingaheimsins. Pabbi Britney fær launahækkun DÝR PABBI Britney greiðir pabba sínum tæpar tvær milljónir íslenskra á mánuði fyrir störf í sína þágu. Jólin eru tími sátta og samlyndis. Þeir sem stóðu í stappi og orðaskaki hugsa nú eflaust fallega til meintra óvina sinna og vilja færa þeim sáttargjöf. Fréttablaðið fékk nokkra sem elduðu grátt silfur á árinu til að velja jólagjöf fyrir „fjandvin“ sinn. JÓLAGJAFIR FJANDVINANNA SVERRIR OG GUÐNI Sverrir stormsker: „Ég vil gefa Guðna ævisögu Ingibjargar Sól- rúnar „10 góð ráð til að hætta að svíkja fólk og fara að segja upp“. Guðni Ágústson vill ekki gefa Sverri gjöf. Guðni Ágústsson rauk út úr viðtali hjá Sverri stormsker á Útvarpi Sögu þegar Sverrir gekk full hart fram við hann í þættinum Miðjunni. REYNIR TRAUSTA OG JÓN BJARKI Reynir Traustason: „Ég gef Jóni upptöku- tæki. Ég held hann eigi ekkert svoleiðis. Það er vaninn að blaðið leggi blaðamönnum til slík tæki.“ Jón Bjarki Magnússon: „Ég gef Reyni siða- reglur blaðamanna, prentaðar út og heftar saman af mér sjálfum.“ Reynir Traustason, ritstjóri DV, varð tvísaga í viðskiptum sínum við unga blaðamanninn Jón Bjarka þegar Kastljósið spilaði upptöku frá tveggja manna tali þeirra. Í framhaldinu lá Reynir undir ámæli um að birta ekki óæskilegar fréttir, ef þær kæmu DV illa. Reynir kaus að sitja sem fastast, en Jón er atvinnulaus. FRIÐRIK ÓMAR OG GILLZENEGGER Friðrik Ómar: „Ég hugsa að ég myndi gefa Agli einhverja góða málsháttabók. Það er alltaf gott að hafa slíkt við hendina.“ Gillzenegger: „Friðriki gef ég að sjálfsögðu gjafabréf í Fjarþjálfun. Hann var kominn í fínt form, með þessar fínu 27 sentimetra byssur, en svo hefur hann greinlega slakað á. Ég vil auðvitað aðstoða hann við að ná fyrra formi.“ Allt var á suðupunkti þegar Eurobandið sigraði Merzedes Club á æsispennandi lokaspretti Eurovision í febrúar. Gillzenegger og félagar höfðu farið mikinn en þegar úrslit lágu fyrir sagði Friðrik Ómar að hæst glymdi í tómri tunnu og var greinilega að beina orðum sínum að trommuberjandi vöðvatröllunum. Nokkuð fár skapaðist í þjóðfélaginu í framhaldi af þessari rimmu. Bubbi: „Bigga gef ég náttúrulega heildarsafn Bubba Morthens. Það gæti hjálpað honum að staðsetja þetta efni í sögunni.“ Biggi í Maus: „Bubba gef ég tvær bækur eftir Eckhart Tolle, Mátturinn í núinu og Ný jörð. Hann fjallar um það hvernig skal leggja sjálfinu og verða núvitandi, eins og það er kallað. Það hafa allir gott af því að kynnast þessum bókum.“ Þegar Bubbi byrjaði að blogga flugu vænar fýlubombur í ýmsar áttir. Helst voru það þeir sem dirfst höfðu að dissa kónginn á prenti sem fundu til tevatnsins. Einn þeirra var Biggi í Maus sem dró í efa leiðtogahlutverk og áhrifamátt Bubba í íslenskri tónlistarsögu. Bubbi svaraði fyrir sig og sagði Bigga falskan söngvara sem enn biði eftir símtali frá sér. BUBBI OG BIGGI Í MAUS Haukur Valdimarsson, ráðskona: „Við viljum gefa þeim alveg helling af því að þeir eru svo frábærir, en við látum sérmerktar nærbuxur frá Stígamót- um nægja. Svo látum við náttúrulega ársskýrslu Stígamóta fylgja með.“ Bragi Baggalútur: „Karlahópur femínista, já. Er það ekki bara einn gúmorenn og ársáskrift af Samúel?.“ Fyrir verslunarmannahelgina kom karlahópur Femínista fram og ásakaði gleðibandið Bagga- lút fyrir að beinlínis „hvetja til nauðgana“ með laginu „Þjóðhátíð ´93“. Þessum ásökunum vildu Baggalútar ekki una þegjandi og úr varð nokkurt orðaskak í gúrkunni fyrir bankahrunið. KARLAHÓPUR FEMÍNISTA OG BAGGALÚTUR Hvað myndi starfsmaður Skífunnar gera ef einhver kúnni hringdi, kynnti sig sem Brad Pitt og vildi gera góð kaup í versluninni. Starfs- menn DVD-verslunar í Búdapest tóku leikarann ekki trúanlegan, töldu þetta vera hrekk og skelltu ítrekað á hann. Þrátt fyrir ótal tilraunir gekk hvorki né rak hjá Pitt og að endingu neyddist hann til að fá óperusöngvarann Laszlo Domahidy til að kaupa safn hins goðsagnakennda leikstjóra, Bela Tarr, fyrir sig. Heimildarmaður breska blaðsins Daily Mail segir að starfsmennirnir hafi aldrei trúað því að þarna talaði Brad Pitt. „Hann reyndi nokkrum sinnum en gafst loks upp enda trúðu þeir því aldrei að Brad Pitt vildi versla við þá,“ hefur blaðið eftir heimildarmanni sínum. Annars virðist Adam ekki lengur búa í Paradís því að sögn vefmiðla mun Brad Pitt hafa sagt nei við Angelinu Jolie þegar hún bað hann að giftast sér. Parið er um þessar mundir að koma sér fyrir í villu í Frakklandi en fjölmiðlar gera að því skóna að Jolie sé nú í frjósemismeðferð enda þrái hún annað par af tvíburum. Þau Brangelina eiga nefnilega ekki nema sex börn og langar í fleiri. Jólagjafakaupin erfið fyrir Brad Pitt ÓTRÚVERÐUGUR Starfsmenn DVD-versl- unar í Búdapest trúðu því ekki að Brad Pitt væri að versla við þá. Plötusnúðurinn Samantha Ronson, eflaust þekktust fyrir að vera kærasta Lindsay Lohan, er á bata- vegi eftir að hafa verið lögð inn á spítala vegna þreytu og þunglynd- is. Bandarískir fjölmiðlar hafa á undanförnum vikum keppst við að segja fréttir af parinu og þær hafa verið undir miklu álagi. Enda hvergi mátt sig hreyfa án þess að það rataði á forsíður slúðurblað- anna. Fregnir herma að Ronson hafi verið við það að gefast upp á álaginu enda ekki vön því að vera elt á röndum af ljósmyndurum. En Ronson líður sem sagt betur og hefur sent aðdáendum sínum þakkir fyrir allan þann stuðning sem hún hefur fengið á meðan á spítalavistinni stóð. „Ég er komin heim og líður vel, ég held ég hafi keyrt mig út við að kaupa gjafir handa fjölskyldunni minni,“ skrif- aði Ronson á My Space-síðu sína og bætir því við að hún sé nú að horfa á alla uppáhalds Jerry Bruckheimer-sjónvarpsseríurnar sínar. Bandarískir fjölmiðlar fullyrða margir að þessi uppákoma hafi styrkt samband Lohan og Ronson enda hafi leikkonan töluverða reynslu af svona líðan, gekk sjálf í gegnum svipaða hluti á meðan hún drakk og neytti eiturlyfja á sínum villtu árum. Unnusta Lindsay Lohan á batavegi KOMIN HEIM Ronson er komin heim eftir spítalavist en hún var lögð inn með þunglyndi og vegna þreytu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.