Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 22
22 24. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR
B
réfin voru flest frá
Bretlandi eða þá frá
börnum með breskan
bakgrunn en búsett-
um í Ástralíu, Kan-
ada eða Nýja-Sjá-
landi,“ segir Kjartan Lárusson en
hann var aðstoðarforstjóri Ferða-
skrifstofu ríkisins frá árinu 1973 til
1976, síðar forstjóri þar til ársins
1988. Þá fór fyrirtækið úr ríkiseign,
nafninu breytt í Ferðaskrifstofu
Íslands og var Kjartan fram-
kvæmdastjóri þar til ársins 1997.
Af litlum efnum en miklum vilja
Pósturinn hér á Íslandi var ekki
með heimilisfang Sveinka á hreinu
og því bárust Ferðaskrifstofu ríkis-
ins bréfin en pósturinn og ferða-
skrifstofan heyrðu þá bæði undir
samgönguráðu-
neytið. „Þetta
voru svona á bil-
inu 1.500 til 3.000
stykki á ári og
við höfðum ekki
annað til þessara
þátta annað en
góðan vilja enda
var ekki þá frek-
ar en nú fjárveit-
ing til svona
hluta. En ein-
hvern veginn tókst okkur með hjálp
góðra manna að prenta einfalt bréf
þar sem jólasveinninn á Íslandi
staðfesti tilurð sína og lofaði þessu
gamla góða að ef allir væru góðir þá
léti hann ekki undir höfuð leggjast
að koma einhverjum glaðningi
undir tré eða í skóinn.“ Ekki var það
látið nægja því Margrét Steingríms-
dóttir, sem lengi sá um að svara
bréfunum, segir að ávallt hafi eitt-
hvað verið handskrifað á svar-
bréfin.
Sveinki flytur til Finnlands
Póstþjónustan í Ástralíu, Kanada
og Nýja-Sjálandi gerði sér grein
fyrir því hversu mikilvægt væri að
börnin kæmu bréfunum til jóla-
sveinsins svo þau tóku ekkert burð-
argjald fyrir þessi bréf. „Börnin
teiknuðu einfaldlega frímerkin á
umslagið og það var látið gott
heita,“ segir Kjartan. „Nú telja
menn nýjasta nýtt að leyfa fólki að
teikna frímerkin en sjáið til, þarna
voru menn áratugum á undan sinni
samtíð.“
Kjartan segir að einna mest af
bréfum hafi borist í kringum 1980
en síðan fór að halla undan fæti
þegar jólasveinninn tók sér ból-
festu í finnska bænum Rovianiemi
um miðjan níunda áratuginn. Finn-
ar lögðu í mikla markaðssetningu í
kjölfar þessara búferlaflutninga
svo varla hefur það farið framhjá
nokkru barni hvar Grýlusynir halla
höfði nú til dags.
Kjartan gerði sér ferð, fyrir all-
nokkrum árum, til Rovianiemi sem
er kynntur um allan heim sem
heimabær jólasveinsins. „Þeir
gerðu þessa markaðssetningu ekki
af neinum vanefnum,“ segir hann.
„Í raun gerðu þeir þetta svo vel að
það er í raun útilokað að slá þeim
við.“ Í bæ þessum, sem er við heim-
skautsbaug er Jólasveinasafn sem
er grafið inn í fjall og er hægt að
hitta jólasveininn sjálfan þar allan
ársins hring. Það má því segja að
umstangið í kringum hann sé orðið
einum of viðamikið fyrir litla ferða-
skrifstofu á Íslandi. „Menn gætu
lært ýmislegt af þessari markaðs-
setningu Finna,“ segir Kjartan. En
þau höfðu víðtæk áhrif og ekki all-
staðar jafn góð. „Ég segi ekki að
íslenski jólasveinninn hafi orðið
atvinnulaus en hann hefur þurft að
snúa sér að ýmsu öðru.“
Hvað varð um bréfin?
En hvar er þessi bréf að finna? Var
þeim nokkuð fleygt? „Þau voru allt-
af í kassa hjá okkur meðan ég var,
síðan veit ég ekkert hvað varð um
þau,“ segir Margrét. En Kjartan
hefur sínar grunsemdir um afdrif
þeirra. „Eftir að Ferðaskrifstofu
ríkisins var breytt í Ferðaskrifstofu
Íslands árið 1988 var þetta sett í
kassa og flutt á Þjóðskjalasafn að
ég held en þeir voru í einhverjum
vandræðum með pláss svo það var
farið með þetta upp á Korpúlfsstaði.
Nú, svo kviknaði í þar stuttu seinna
og það virðist enginn vita hvaða
merkilegu hlutir fóru forgörðum þá
enda var ekki búið að sortera neitt
af þessu sem þarna var.“
Áður en Sveinki
fór til Finnlands
Á árum áður trúðu börn víðs vegar um heim því að jólasveinninn kæmi frá
Íslandi. Á 8. og 9. áratugnum kom það í hlut ríkisrekinnar ferðaskrifstofu að
svara fyrir hans hönd þeim aragrúa bréfa sem börnin sendu Sveinka áður en
Finnar tóku hann yfir. Jón Sigurður Eyjólfsson skoðar sendingar sveinka.
KJARTAN LÁRUSSON Fyrrverandi framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands segir að
um 1.500 til 3.000 bréf hafi borist Sveinka árlega. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
BRÉFIN TIL SVEINKA Á FERÐASKRIFSTOFU RÍKISINS Helga heitin Þorsteins sést hér
með fjöldann allan af bréfum til Sveinka á Ferðaskrifstofu ríkisins.
SVEINKI Í NÝJUM HEIMKYNNUM Nú er öldin önnur og Sveinki er kominn með ný híbýli og skrifstofu í Finnlandi þar sem hægt er að heilsa upp á hann allan ársins hring. FRÉTTABLAIÐ/AP
Margrét Steingrímsdóttir starfaði hjá Ferðaskrifstofunni frá 1970 til ársins
1997. Hún hafði um nokkurra ára skeið veg og vanda með jólasveinabréf-
unum. „Það var afskaplega gaman að þessu og mörg börnin höfðu lagt
afskaplega mikið í þetta,“ rifjar hún upp. „Þeim var mörgum greinilega mjög
annt um jólasveininn og hreindýrið því þau sögðust hafa eitthvað matarkyns
fyrir þá við útidyrnar. Nú og auðvitað vildu þau líka koma á framfæri því sem
væri efst á óskalistanum.“
Áður en Margrét tók við starfanum hafði Helga Þorsteins sinnt þessu af
mikilli elju um áraskeið. Helga er nú fallin frá. „Hún hafði svo afskaplega
gaman af þessu, það var mikil hátíðabragur yfir öllu meðan hún sá um
þetta,“ rifjar Margrét upp.
Hún segir enn fremur að þegar líða tók á 9. áratuginn hafi farið að draga
úr bréfasendingum barnanna. „Enda voru einhverjir farnir að sinna þessu
aðrir en við en þeir tóku fyrir þetta; það gerðum við aldrei.“
Aðspurð hvort þetta hafi verið hennar skemmtilegasta starf svarar hún,
„ég segi það nú ekki, ég hef gert svo margt skemmtilegt.“
Skildu eftir nesti fyrir Sveinka
MARGRÉT
STEINGRÍMSDÓTTIR