Fréttablaðið - 17.01.2009, Page 2

Fréttablaðið - 17.01.2009, Page 2
2 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR VIÐSKIPTI Umboðsmanni Alþing- is hefur verið send ábending um „ólíka meðferð sambærilegra mála“ þegar skuldug fyrirtæki eru tekin til meðferðar í nýju bönkun- um. Bréfið sendi Bogi Guðmundsson, lögfræðingur hjá Opus-lögmönn- um, en hann hefur starfað fyrir fyrirtæki í þessari stöðu. Hann segir að meðferð sú sem fyrirtækin hljóti í nýju bönkunum sé jafn misjöfn og málin eru mörg. Sumum fyrirtækjum sé haldið í rekstri meðan önnur sambærileg mæti hörku. „Og fólkið í bönkun- um virðist ekki vita hvaða reglum eigi að fylgja í hvert skipti,“ segir Bogi. Þetta bjóði upp á að einum sé hyglt umfram annan; einkavina- væðingu. Bankarnir hafi einkarétt á nær öllum skuldum Íslendinga. Þær séu ríkiseign og því ættu að gilda um þær reglur stjórnsýslu, svo sem réttmætis-, jafnræðis-, og meðalhófsreglur. Starfsmennirn- ir virðist hins vegar einungis telja sig bundna af því regluverki sem gilti fyrir fall bankanna. Bogi tekur dæmi af einu fyrir- tæki, sem átt hafi í áratugalöng- um rekstri. Því hafi verið neit- að um ákveðnar afskriftir lána, sem hefðu gert fyrirtækinu kleift að greiða af öðrum lánum. Hins vegar hafi mátt skilja af starfs- mönnum bankans að ef þriðji aðili vildi kaupa rekstur fyrirtækisins, yrði það leyft. Sá aðili gæti feng- ið afskriftina sem skulduga fyrir- tækið fékk ekki. Elín Sigfúsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir nýju bank- ana vera hlutafélög í eigu ríkisins og þurfi því ekki að lúta stjórn- sýslulögum. Hins vegar sé farið eftir settum reglum ríkisstjórnar og Samkeppnis- og Fjármálaeftir- lita og landslögum. Landsbankinn birti sínar sérstöku reglur eftir helgi. Margir starfsmenn komi að ákvörðunum sem varða líf og dauða fyrirtækja. „En þetta ferli er naumast farið af stað og von- andi þurfum við að gera sem minnst af því [að setja fyrirtæki á hausinn eða selja til þriðja aðila]“. Stefnt sé að skuldbreytingu í sem flestum tilfellum. Finnur Sveinbjörnsson, banka- stjóri Kaupþings, segist vilji svara umboðsmanni beint um misjafna meðferð fyrirtækja, en tekur fram að Kaupþing fari „að sjálfsögðu eftir almennum reglum, svo sem reglum Samkeppniseftirlits“. Ekki náðist í bankastjóra Glitnis. klemens@frettabladid.is Árni Þór, er þetta sannkallað bræðralag? „Já, enda erum við góðir lagsbræð- ur.“ Bræðurnir Árni Þór, Ævar Örn og Sigurður Einar Guðjónssynir syngja allir bakraddir í laginu Undir regnboganum í undan- keppni Eurovision í kvöld. MENNTUN „Ég hef ekki enn fengið myndavélina senda, en þegar ég fæ hana ætla ég taka mynd af kenn- aranum mínum, henni Kristvinu,“ segir Gréta María Halldórsdótt- ir, nemandi í fimmta bekk Varma- hlíðarskóla í Skagafirði. Gréta hlaut fyrstu verðlaun í Nýyrðasam- keppni fimmtu til sjöundu bekkja sem hleypt var af stokkunum á degi íslenskrar tungu hinn 16. nóvember síðastliðinn. Hún stakk upp á orðinu „skjóla“ fyrir höfuðfatið buff og fær stafræna myndavél og bók að laun- um. „Ég bjóst alls ekki við að fá fyrstu verðlaun, en ég er mjög ánægð,“ segir Gréta María, og bætir við að henni þyki nýyrðasmíðar skemmti- legar og jafnvel sé von á fleiri slík- um tillögum frá henni á næstu árum. Íslensk málnefnd hafði frum- kvæði að keppninni en aðrir aðstandendur voru Námsgagna- stofnun, Stofnun Árna Magnússon- ar og Skýrslutæknifélag Íslands. Markmiðið var að vekja athygli á því að unnt er að nota íslensk orð þar sem oft eru notuð erlend orð eða slettur. Alls bárust úrlausnir frá 1.763 nemendur í 82 skólum um land allt. Auk Grétu Maríu fengu sjö aðrir nemendur viðurkenningu fyrir góðar tillögur á borð við „fjaðurdúk- ur“, „stökkdúkur“ og „hoppa“ fyrir trampólín, „lófaspilari“ og „dverg- spilari“ fyrir Mp3 og „leggjabuxur“ og „leggjur“ fyrir leggings. - kg Gréta María Halldórsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í nýyrðasamkeppni: Fær myndavél fyrir skjóluna EFNILEG Gréta María Halldórsdóttir og Sigfinnur Andri Marinósson NORÐUR-KÓREA, AP Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur ákveðið að yngsti sonur sinn taki við af sér, að því er fréttastofa í Suður-Kóreu heldur fram. Hins vegar bárust einnig fréttir af því að elsti sonur hans sé tilbúinn að taka við af föður sínum. Kim verður 67 ára í næsta mánuði. Fréttir af því að hann hafi veikst alvarlega í sumar urðu til þess að ýta undir slíkan orðróm. Sjálfur tók Kim Jong-il við af föður sínum, Kim Il Sung, stofnanda landsins. - gb Kim Jong-il leiðtogi N-Kóreu: Vill að sonur sinn taki við KIM JONG-IL Synirnir Kim Jong Un og Kim Jong Nam þykja líklegir arftakar. NORDICPHOTOS/AFP KJARAMÁL Forseti Íslands hefur samið við fjármálaráðuneytið um að laun forseta verði lækkuð til samræmis við lækkun á launum forsætisráð- herra. Í úrskurði kjararáðs, sem opinberað- ur var í gær, kemur fram að ráðinu sé óheimilt að lækka laun for- seta, þrátt fyrir að hann óski eftir því. Stjórnarskrá mæli fyrir um að óheimilt sé að lækka laun hans á miðju kjörtímabili. Í úrskurði kjararáðs er ekki tekin afstaða til þess hvort sá sem embættinu gegni geti sjálfur afsalað sér launum að hluta. - bj Launalækkun forseta Íslands: Lækkar eins og Geir H. Haarde ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON NORÐURLÖND ESB-umræða Íslendinga og áhrif hugsanlegra aðildarviðræðna við ESB er til umræðu á öllum Norðurlöndunum. Margir Norðmenn túlka heimsókn- ir norskra þingmanna, sem and- vígir eru ESB, sem svo að Norð- menn beiti sér í baráttunni gegn ESB hér á landi. Norðmenn ótt- ast einangrun gangi Íslendingar í ESB, að samningsstaða þeirra í EES-starfinu veikist eða hreinlega að innganga Íslands stofni EES í hættu. Øystein Djupedal, þingmað- ur Sósíalíska vinstriflokksins, telur að staðan verði flókin gangi Íslendingar í ESB. Hann telur að innganga Íslands geti einkum haft áhrif á sjávarútveginn því þá verði Íslendingar að taka meira tillit til Spánverja og Portúgala en Norðmanna í sjávarútvegsmálum. Norskir sjómenn eru margir ósátt- ir við það. Ný skoðanakönnun sýnir að meirihluti Norðmanna vill halda áfram að standa utan ESB þó að Íslendingar sæki um aðild. Ef aðildarviðræður Íslendinga hafa þau áhrif á EES-samninginn að hann sé í hættu vill meirihluti Norðmanna hins vegar láta reyna á aðildarviðræður. „Ísland getur dregið Noreg með í ESB,“ segir danska blaðið Jyllandsposten. Sænska dagblaðið Expressen talar um norskan ESB-ótta. „Þegar EES-landið Ísland gengur í ESB þá breytast forsendurnar fyrir Noreg í grundvallaratriðum. Sérstök líf- lína norskra stjórnmálamanna til ESB, EES-samningurinn, er í hættu að verða hertekin,“ segir leiðarahöfundur Expressen og bendir á að vissulega verði Liecht- enstein áfram í EES „en í raun- inni verður Noregur eina landið eftir“. - ghs ÓTTAST VERRI SAMNINGSSTÖÐU Norð- menn óttast breytta og verri samnings- stöðu gangi Íslendingar í ESB. Heit umræða um ESB-aðildarviðræður Íslendinga á hinum Norðurlöndunum: Ísland dragi Noreg með í ESB Björn Ingi Hrafnsson hefur látið af störfum sem ritstjóri Markað- arins, viðskipta- blaðs Frétta- blaðsins, en þar hefur hann starfað frá því 2. apríl í fyrra. Óli Kristján Ármannsson heldur áfram störfum sem ritstjóri Mark- aðarins. Björn Ingi hefur þó ekki sagt skilið við 365, því hann mun eftir sem áður stjórna þættinum Markaðurinn með Birni Inga á fimmtudags- kvöldum á Stöð 2. Fréttablaðið þakkar Birni Inga vel unnin störf og óskar honum góðs gengis á nýjum vettvangi. Ritstjórn Markaðarins: Björn Ingi læt- ur af störfum BJÖRN INGI HRAFNSSON VIÐSKIPTI Eimskip hefur samið um frest á gjaldfellingarákvæð- um við eigendur 90 prósenta virði skuldabréfa upp á rúmlega 1,6 milljarða króna í einum skulda- bréfaflokka félagsins. „Eimskip hefur nú heimild til að fresta gjalddaga þar til 30 dögum eftir sölu eigna í Norður Ameríku er lokið en þó eigi síðar en 30. júní. Þá verði öllum vaxta- greiðslum frestað yfir sama tíma- bil og gjaldfallnir vextir bætast við höfuðstól,“ segir í tilkynn- ingu. Áður hefur verið greint frá sams konar samkomulagi við meirihluta eigenda tveggja ann- arra skuldabréfaflokka og unnið er að samkomulagi við eigend- ur annarra skuldabréfaflokka útgefnum af félaginu. - óká Hf. Eimskipafélag Íslands: Semja um frest á gjalddögum Telur fyrirtækjum mismunað í bönkum Bankarnir sýsla með hagsmuni ríkissjóðs en þurfa ekki að fara eftir stjórnsýslu- lögum. Umboðsmanni Alþingis hefur verið bent á að þeir fari misjafnlega með skuldug fyrirtæki. Kaupþing fer eftir almennum reglum, segir bankastjórinn. Fólkið í bönkunum virð- ist ekki vita hvaða reglum eigi að fylgja í hvert skipti. BOGI GUÐMUNDSSON LÖGFRÆÐINGUR HJÁ OPUS-LÖGMÖNNUM VIÐSKIPTI Endurgreiðsla til breskra sparifjáreigenda sem áttu innistæðu í Kaupþing Singer & Friedlander er hafin. Breski innistæðutrygginga- sjóðurinn vonast til að greiða 3.500 sparifjáreigendum í þess- ari viku og að aðrir fái greitt eins fljótt og unnt er. Í heildina mun innistæðutryggingasjóðurinn greiða 500 milljónir punda. Meirihluti Icesave reiknings- hafa fékk endurgreitt fyrir jól, en þar sem innistæður í Singer & Friedlander voru ekki bundn- ar við netreikninga þurfti mun meiri pappírsvinnu til að hefja endurgreiðslu. - ss Kaupþing S & F: Endurgreiðsla hefst í vikunni ■ Dæminu um fyrirtækið mætti líkja við íbúðareiganda sem ekki gæti greitt af húsnæðislánum, nema hann fengi tíu milljónir felldar niður af skuldun- um. ■ Í stað þess að fallast á það myndi bankinn selja þriðja aðila íbúðina með allt að tíu milljóna króna afslætti. EINS OG AÐ SELJA ÍBÚÐ TIL ÞRIÐJA AÐILA BOGI GUÐMUNDSSON FINNUR SVEINBJÖRNSSON ELÍN SIGFÚSDÓTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.