Fréttablaðið - 17.01.2009, Qupperneq 8
17. janúar 2009 LAUGARDAGUR
Verið velkomin í Nettó
Mjódd - Salavegi - Hverafold
Akureyri - Höfn - Grindavík
www.netto.is
...röð og regla!
TILBOÐIN GILDA 15. - 18. JANÚARww
w
.m
ar
kh
on
nu
n.
is
PLASTKASSAR M/LOKI 50l
1.999 kr/stk.
PLASTKASSAR M/LOKI 31l
999 kr/stk.
FRAMKVÆMDIR „Það er mikið ólán
að ógæfumenn leggi undir sig
svona skúra. Það er algengt að
menn hafi verið að undirbúa sig
undir miklar framkvæmdir sem
ekki verður neitt úr, og nú þegar
allt er sofnað þarf að hreinsa allt í
burtu sem getur orðið að húsnæði
fyrir meindýr,“ segir Þórður Búa-
son, yfirverkfræðingur hjá Bygg-
ingarfulltrúa. Skilmálafulltrúi
Byggingarfulltrúa beindi þeim
tilmælum til Þ.G. Verktaka, sem
hafa umráð með Hampiðjulóð-
inni svokölluðu á mótum Stakk-
holts og Mjölnisholts í Reykja-
vík, að fjarlægja vinnuskúr sem
útigangsfólk hefur búið um sig í
á undanförnum mánuðum. Verk-
takafyrirtækið brást vel við til-
mælunum og fjarlægði skúrinn
í gær.
Nokkuð hefur verið um kvart-
anir nágranna skúrsins til lög-
reglu og Byggingarfulltrúa vegna
óþrifnaðar sem fylgir hinum
óboðnu ábúendum.
Þórður segir býsna algengt að
kvartanir berist vegna svipaðra
mála. „Við verðum vör við að úti-
gangsfólk beitir ýmsum aðferðum
og fólk kvartar yfir því að hafa
þetta fólk í kringum sig. Svona
lagað hefur verið að gerast allt
fram á þennan dag og mun halda
áfram,“ segir Þórður Búason. - kg
Vinnuskúr við Mjölnisholt sem útigangsfólk hefur búið um sig í fjarlægður:
Kvartað undan útigangsfólki
HAMPIÐJULÓÐIN Yfirverkfræðingur hjá
Byggingarfulltrúa segir nokkuð algengt
að útigangsfólk búi um sig í vinnuskúr-
um eins og þessum við Mjölnisholt,
sem hefur nú verið fjarlægður.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNMÁL Framsóknarmenn verða
að líta í eigin barm og horfast
í augu við eigin ábyrgð á fjár-
málahruninu, sagði Valgerður
Sverrisdóttir, fráfarandi formað-
ur Framsóknarflokksins, í ræðu á
flokksþingi flokksins í gær.
Þar vísaði hún til þess að flokk-
urinn hefði setið í ríkisstjórn í
tólf ár. Í ljós hefði komið að laga-
rammi fjármálamarkaðarins, sem
innleiddur hefði verið að erlendri
fyrirmynd á því tímabili væri gall-
aður. Það bitni hart á Íslendingum,
en einnig á öðrum þjóðum heims.
„Aðhald með hinum frjálsa
markaði hefði þurft að vera meira
og tryggingarkerfið með allt
öðrum hætti. Þetta er lærdómur
sem alþjóðasamfélagið mun draga
af þessu og mun bregðast við í
náinni framtíð,“ sagði Valgerður.
Því fer hins vegar fjarri að
Framsóknarflokkurinn beri
ábyrgð á efnahagshruninu, eins og
formaður Samfylkingarinnar ýjar
gjarnan að, sagði Valgerður. Eftir
því sem fleiri kurl komi til grafar
verði sífellt ljósara að núverandi
stjórnvöld hafi sofið á verðinum.
„Það er nöturlegt að svo háttar
til á þessum örlagatímum að nú
situr við völd í landinu ríkisstjórn
sem er ekki starfi sínu vaxin og er
rúin trausti meðal þjóðarinnar. Því
miður hafa aðgerðir ríkisstjórnar-
innar einkennst af ráðleysi og dáð-
leysi,“ sagði Valgerður.
Flokksþing Framsóknarflokks-
ins mun taka afstöðu til þess
hvort flokkurinn vill fara í aðild-
arviðræður við Evrópusambandið
(ESB). Valgerður hvatti til þess að
sú leið yrði farin, og þjóðin fengi
að greiða atkvæði um aðild.
Flokkurinn þyrfti þó að ákveða
hvaða markmiðum yrði að ná fram
í aðildarviðræðum. Tryggja yrði
innlent eignarhald auðlinda til
lands og sjávar. Þá yrði óskorað
fullveldi að haldast, og ákvæði um
að að landið gæti sagt sig úr sam-
bandinu yrði að vera til staðar.
„Náist þessi atriði ekki fram í
aðildarviðræðum tel ég enga þörf
á að leggja samning undir dóm
þjóðarinnar. Svo sammála tel ég að
þjóðin sé um þessar grundvallar-
forsendur aðildar,“ sagði Valgerð-
ur. brjann@frettabladid.is
Gallaður lagarammi
innleiddur á Íslandi
Framsóknarmenn verða að horfast í augu við eigin ábyrgð, segir formaður
flokksins. Gallaður lagarammi fjárlagakerfisins innleiddur á vakt Framsóknar.
Náist ekki markmið um innlent eignarhald auðlinda er aðild að ESB útilokuð.
FLOKKSÞING „Ísland er eitt þeirra landa sem legu sinnar vegna er mjög háð samskiptum og viðskiptum við aðrar þjóðir. Það
felast meiri tækifæri og ríkari hagsmunir í að auka slík samskipti fremur en að loka landinu og hverfa til búskaparhátta fortíðar-
innar,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÖRYGGISMÁL „Ef einhverjir krakk-
ar fara þarna inn þá þarf ekki
að spyrja að leikslokum,“ segir
Sveinn Henrysson, íbúi í Graf-
arholti um óvarðan og ólæstan
pressugám við verslun Nóatúns í
Grafarholti.
Hann segir íbúa í hverfinu oft-
sinnis hafa kvartað til stjórnenda
verslunarinnar yfir því að gám-
urinn sé skilinn eftir ólæstur,
allan sólarhringinn, allan ársins
hring.
Sveinn segir íbúana óttast slysa-
hættu sem af þessu geti hlotist og
því hafi þeir hringt og sent bréf
og tölvupóst. Baráttan hafi stað-
ið vel á annað ár en enn hafi ekk-
ert gerst.
Þá segist Sveinn einnig hafa
kvartað til umhverfissviðs
Reykjavíkurborgar auk þess sem
hann hafi gert sér ferð í höfuð-
stöðvar Kaupáss, eiganda Nóa-
túns, til að kvarta.
Anna Larsen, verslunarstjóri
Nóatúns í Grafarholti, segir
öryggishnapp á gámnum og því
sé ekki hægt að kveikja á press-
unni nema með rofa sem er inni
í versluninni. Aðeins starfsmenn
hafi aðgang að rofanum.
„Við erum með gáminn opinn
þegar við erum að vinna hérna á
daginn en hann á að vera lokaður á
kvöldin,“ segir Anna. „Ég hef ekki
fengið neina kvörtun hingað inn á
borð til mín,“ segir hún. - ovd
Íbúar í Grafarholti segja slysahættu af pressugámi við verslun Nóatúns:
Óttast slys í opnum ruslagámi
PRESSUGÁMURINN Gámurinn við verslun
Nóatúns í Grafarholti er útbúinn þannig
að hægt er að pressa ruslið saman svo
það taki minna pláss. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON