Fréttablaðið - 17.01.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 17.01.2009, Síða 16
16 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 73 Velta: 114 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 331 +0,56% 6.895+0,96% MESTA HÆKKUN BAKKAVÖR +12,21% STRAUMUR B. +4,69% FØROYA BANKI +2,73% MESTA LÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ -10,35% ATLANTIC PETR. -2,62% MAREL -1,12% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,05 +0,00% ... Atlantic Airways 168,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 594,00 -2,62% ... Bakkavör 1,93 +12,21% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,30 -10,35% ... Føroya Banki 113,00 +2,73% ... Icelandair Group 13,25 +0,00% ... Marel Food Systems 70,60 -1,12% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,34 +4,69% ... Össur 97,40 +0,83% „Lögfræðingar eru að fara yfir pappíra svo ég á von á að samn- ingur um fyrstu fjárfestingu Frumtaks verði undirritaður í næstu viku,“ segir Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks. Frumtak er samlagssjóð- ur sem fjárfestir í íslenskum nýsköpunar- og sprotafyrir- tækjum sem komin eru af svo- kölluðu klakstigi og þykja væn- leg til vaxtar og útrásar. Sjóðurinn ræður yfir fjór- um milljörðum króna og mun að líkindum fjárfesta fyrir átta hundruð til 1.200 milljóna króna á ári í átta til tólf fyrir- tækjum. Óvissa skapaðist um framtíðarrekstur sjóðsins eftir bankahrunið en henni var eytt í síðustu viku fyrir áramót. Fram kom í máli Össur- ar Skarphéðinssonar sprota- málaráðherra í síðustu viku að Frumtak myndi skrifa undir fyrsta samninginn í þessari viku. Að sögn Eggerts hefur verið gengið frá viljayfirlýsingu um kaupin en lokafrágangur á skjölum tafist, slíkt sé alþekkt. Á fjórða tug fyrirtækja er í skoðun og enginn skortur er á vænlegum fjárfestingartæki- færum. Ljóst sé að fjárfest verður í litlum hluta þeirra því þau falli misvel að fjár- festingarstefnu sjóðsins. - jab EGGERT CLAESSEN Fyrsti fjárfest- ingarsamningur Frumtaks hefur frestast um eina viku. Tugir fyrirtækja eru í skoðun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Skrifa undir í næstu viku Bank of America, umsvifamesti banki Bandaríkjanna, fékk í fyrra- kvöld úthlutað 138 milljörðum dala úr neyðarsjóði bandarískra stjórnvalda fyrir fjármálafyrir- tæki í vanda stödd. Þetta jafngildir tæpum 17.700 milljörðum íslenskra króna. Björgunaraðgerðin felur í sér að ríkið kaupir hlut í bankanum fyrir tuttugu milljarða dala og gengur í ábyrgðir fyrir eignir bankans upp á afganginn. Ástæðan er yfirtaka Bank of America á fjárfestingabankanum Merrill Lynch, sem óttast var að fylgdi Lehmans-bankanum í þrot um miðjan september. Yfirtakan, sem gekk í gegn um áramótin, var banknum þyngri þraut en reiknað var með en það leiddi meðal ann- ars til þess að bankinn tapaði 1,8 milljörðum dala á síðasta fjórð- ungi í fyrra. Tap sem þetta hefur ekki sést í bókum Bank of Ameri- ca í átján ár. Að sögn Bloomberg-fréttaveit- unnar hefur hitnað verulega undir stól Kenneths D. Lewis, forstjóra Bank of America, í kjölfar þeirra ófara sem bankinn hefur ratað í. Auk Merrill Lynch tók bank- inn yfir fasteignalánaveitandann Countrywide Financial, sem ramb- aði á barmi gjaldþrots þegar fyrir- tækið rann í bankann um mitt síð- asta ár. - jab SVEKKTUR FORSTJÓRI Staða stærsta banka Bandaríkjanna þykir arfaslæm eftir kaup á fjármálarisum í vanda. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Fyrsta tap risabanka í 18 ár „Ég ítreka að þessi ákvörðun rík- isstjórnarinnar tryggir hagsmuni innlánseigenda og stöðugleika efnahagslífsins,“ sagði Brian Len- ihan, fjármálaráðherra Íra í sam- tali við breska ríkisútvarpið í gær- morgun, um þá ákvörðun írskra stjórnvalda að þjóðnýta Anglo Irish bankann. „Bankinn heldur áfram starf- semi sinni og sparifjáreigendur og kröfuhafar geta átt viðskipti eins og venulega,“ sagði Lenihan. Bankinn hefur verið í miklum vandræðum. Þau skýrast að miklu leyti af lækk- andi húsnæðis- verði og verð- lækkun tengdra eigna, en einn- ig alþjóðlegu lausafjárkrís- unni. Þá hefur traust á bank- anum dvínað vegna hneyksl- ismála sem tengjast æðstu stjórn- endum hans. Írska ríkisstjórnin hugðist í fyrrakvöld kaupa 75 prósenta hlut í bankanum og leggja honum þannig til 1,5 milljarða evra, en síðan kom á daginn að það dygði ekki til. Anglo Irish er einn þriggja banka sem til stóð að fengju 5,5 milljarða evru innspýtingu, sem lið í neyðaraðgerðum. Lenihan sagði þörf á því vegna „óábyrgra lána til eignakaupa.“ Írsk stjórnvöld tilkynntu í haust að þau myndu ábyrgjast öll innlán írskra banka. Þeir taka sumir við innlánum í Bretlandi, og var Anglo Irish þeirra stærstur. - ikh Anglo Irish þjóðnýttur eftir vandræði BRIAN LENIHAN Verðbólguspá IFS greiningar fyrir janúarmánuð hljóðar upp á 0,6 pró- senta hækkun vísitölu neysluverðs. Gangi spáin eftir verður 12 mán- aða verðbólga 18,6 prósent. Síð- asta mæling hljóðaði upp á 18,1 prósent. „Ef spá okkar gengur eftir er um að ræða lægstu mánaðarhækkun sem mælst hefur í heilt ár. Áhrif vegna gengislækkunar krónunnar virðast að mestu vera komin fram og reiknar IFS greining með að töluvert muni draga úr verðbólgu- hraðanum á komandi mánuðum,“ segir í spánni, en áréttað um leið að í spánni sé ekki gert ráð fyrir fleiri dýfum krónunnar á næst- unni. - óká Spá verðbólgu í 18,6 prósent Viðræður eru á lokastigi um kaup Íbúðalánasjóðs á hluta innlendra íbúðabréfa Spron og Sparisjóðs Keflavíkur (SpKef) fyrir hátt í 35 milljarða króna. Tveir sparisjóðir til viðbót- ar hafa leitað eftir sambærileg- um viðræðum við Íbúðalánasjóð. Hvorki bankarnir þrír né önnur fjármálafyrirtæki hafa ekki leit- að til Íbúðalánasjóðs. „Fjármálafyrirtækin þurfa sjálf að eiga frumkvæði að viðræðum sem þessum,“ segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalána- sjóðs. Hann bendir á að SpKef hafi enn fremur óskað eftir því að Íbúða- lánasjóður kaupi íbúðalán hans í erlendri mynt. Málið sé í skoðun en niðurstaða liggi ekki fyrir. Verðmæti bréfa Spron nemur tuttugu milljörðum króna og er það um tíu prósent af heildarút- lánum sparisjóðsins samkvæmt níu mánaða uppgjöri. Endanlegt mat liggur ekki fyrir á verðmæti íbúðabréfa SpKef en hleypur vænt- anlega á tíu til fimmtán milljörð- um, að sögn Guðmundar. Íbúðalánasjóður kaupir bréf Spron á bókfærðu verði og fær sparisjóðurinn áttatíu prósent andvirðis þeirra strax en afgang síðar. Sparisjóðirnir fá greitt með íbúðabréfum, sem þeir geta ráð- stafað að vild. Sala íbúðalánanna hefur hvorki áhrif á lántakendur né á eiginfjár- stöðu sparisjóðanna heldur rennir traustari stoðum undir þá, líkt og segir í tilkynningu Spron. jonab@markadurinn.is Kaupa íbúðabréf tveggja sparisjóða Íbúðalánasjóður kaupir íbúðabréf SPRON og SpKef fyrir allt að 35 milljarða króna. Tveir aðrir sparisjóðir vilja selja bréf sín. Bankarnir sýna ekki áhuga. GUÐMUNDUR BJARNASON Íbúðalánasjóður mun væntanlega kaupa hluta íbúðalána Spron og SpKef á næstunni. Tveir aðrir sparisjóðir hafa óskað eftir viðræðum við sjóðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL MasterCard Mundu ferðaávísunina! Costa del Sol
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.