Fréttablaðið - 17.01.2009, Page 24

Fréttablaðið - 17.01.2009, Page 24
24 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR „Ég er búinn að ganga með þennan draum í maganum lengi,“ segir hann. „Alveg síðan ég hitaði upp fyrir Jón Gnarr í Ég var einu sinni nörd í Loft- kastalanum langaði mig að vera með mína eigin sýningu. Síðan þá hefur maður verið í þessu þorrablóts/árshá- tíðarharki. Þar eru allt aðrar forsend- ur. Þar er maður pantaður og þarf að standa fyrir sínu. Þetta er allt öðru- vísi. Allt fólkið í salnum er mætt til að horfa á mig. Þessi löngun að gera sýningu varð kveikjan en hugmynd- in stoppaði þar. Ég var ekki með neitt meira. Ég á í tölvuverðum erfiðleikum með að koma einhverju frá mér á blað og þar kom Sigurjón sterkur inn. Hann er flinkur í að fanga það sem ég er að röfla. Hann er samt meira en ritari því hann kom oft með tillögur og á stóra hluta í verkinu. Hann bjó líka til brýr á milli alls konar grínbúta sem ég var með. Hann pældi í þessu á Tenerife.“ „Meira í Súðavík, myndi ég segja,“ segir Sigurjón. „Sýningin er búin að vera olnbogabarn hjá okkur lengi. Pétur var alltaf að hætta við og missa móðinn og ég bakkaði hann alveg upp í því: „Já, já, hættum bara við þetta,“ sagði ég. En svo komst þetta almenni- lega í gang og fór að mótast síðsum- ars í fyrra. Þegar Stefán Jónsson leik- stjóri kom inn í þetta fór allt á stað fyrir alvöru.“ Er Sannleikurinn í anda einhvers sem maður þekkir, til dæmis Ég var einu sinni nörd? „Þetta er miklu meira verk,“ segir Sigurjón. „Þetta er ekki uppistand þar sem einn gæi labbar um með míkróf- ón og segir brandara. Það er gríðar- leg leikmynd og mikil hljóðmynd. Það er mikið lagt í þetta og þetta er kúl sýning.“ „Efnislega er ég ekki að velta mér upp úr æsku minni eða samskiptum við hitt kynið,“ segir Pétur. „Maður er dálítið búinn að blóðmjólka það.“ „Við byrjuðum samt fyrst að skrifa á þeim nótum – „ég var fyndni gæinn en engar stelpur vildu sofa hjá mér“ og eitthvað þannig – en það var bara eitt- hvað svo dæmigert að við slaufuðum því,“ segir Sigurjón. „það eina sem ég vissi var að mig langaði að fara aðrar leiðir en þess- ar auðveldu uppistandsleiðir,“ segir Pétur. „Þetta er ekki dæmigerð sýning og ekki frumleg heldur. Hún hefði eigin- lega getað verið skrifuð svona 1930, fyrir utan að það voru engar tölvur þá. Það er eitthvað gamaldags við þessa sýningu, klassískt,“ segir Sigurjón. „Við erum ekki að finna upp hjól- ið en við erum kannski að mála það í öðrum litum,“ segir Pétur. Kreppufrí sýning Nú langar mig að spyrja mjög djúpr- ar spurningar. Ég vara þá við og spyr svo: Hefur hlutverk ykkar sem lista- manna breyst eftir að kreppan skall á með þunga? Hafið þið endurskoðað tilgang ykkar sem listamanna? „Neeei, allavega ekki ég,“ segir Pétur. „Maður hefur haldið í þá klisju að þegar kreppa kemur þá vilji fólk afþreyingu,“ segir Sigurjón. „Krepp- an er nú bara búin að standa yfir í 100 daga og maður er ekki byrjaður að endurskoða neitt enn þá. Reynir bara að halda sínu striki.“ Er þetta kreppufrí sýning? „Mig minnir það. Það er þá ekki nema eitthvað mjög lítið sem ég er að tala um kreppuna,“ segir Pétur. „Samt er leikstjórinn rosalegur mót- mælandi, haldandi ræður með Herði Torfa, en hann hefur haldið því alveg aðskildu frá þessu,“ segir Sigurjón. „Sem er bara fínt,“ segir Pétur. „Það er ágætt að geta komist eitthvert þar sem ekki er verið að tala um þessa blessuðu kreppu. Geta bara komist í heimspekilegt bull.“ Hvernig er húmorinn í Sannleikan- um, er þetta græskulaust grín eins og til dæmis hjá Sveppa og Audda eða kaldhæðið eins og til dæmis hjá Jóni Gnarr og Sigurjóni? „Ég myndi segja að ég væri einhvers staðar þarna mitt á milli, en ég er náttúrlega langt fyrir ofan alla þessa gæja. Nei nei, ég segi svona. Húmor- inn rokkar þarna á milli.“ „Það er einmitt það skemmtilega með hann Pétur,“ segir Sigurjón. „Hann byrjaði sem sætur mömmu- strákur eins og þeir Sveppi og Auddi en hefur svo verið að færa sig á aðrar slóðir.“ Er Sannleikurinn dónaleg sýning? Ég hef heyrt að þú hafir hleypt upp árshátíðum með dónakjafti. „Ha, hefurðu heyrt það?“ segir Pétur og er greinilega brugðið. „Það hlýtur að hafa verið Auddi. En nei, Sannleikurinn er leyfður öllum ald- urshópum. Ég hef alltaf dansað á lín- unni en alltaf reynt að halda mig rétt- um megin á henni.“ „Pétri leyfist líka meira en öðrum. Hann er bara þannig,“ segir Sigur- jón. „Jæja, er þetta ekki orðið fínt?“ spyr Pétur og mænir á súkkulaði- múffurnar. Við dembum okkur í þær, ylvolgar. B orgarleikhúsið er með mötuneyti á þriðju hæð- inni fyrir leikara og starfsfólk. Það lítur út eins og Kaffi Mensa, kaffihús sem var í Lækj- argötu á síðustu öld. Ég hef orð á þessu og Sigurjón veit alveg hvað ég er að meina. Ekki Pétur enda er hann yngri en við og hefur meiri áhuga á funheit- um súkkulaðimúffum sem lagðar eru fyrir okkur. Við fáum okkur ískalda nýmjólk með. Mig langar að vita allt um Sannleikann. Til dæmis hvernig uppbyggingin á verkinu er. „Þetta er einleikur, en samt smá uppistand líka,“ segir Pétur. „Það er texti sem ég hef lært utan að en ég get alveg farið út af honum. Eins og nafn- ið gefur til kynna er leikritið um sann- leikann. Hinn raunverulegi sannleik- ur mun koma fram í enda verksins, en ég fer um víðan völl í leit minni að honum.“ Er það hinn endanlegi sannleikur? „Já, enda held ég að það sé bara einn einfaldur grunnsannleikur,“ segir Sig- urjón djúpspakur. „Fólk mun koma í þungum þönkum út af sýningunni.“ En er sannleikurinn fyndinn? „Neeee …“ „Tja, jú jú, hann er fyndinn!“ full- yrðir Pétur. Kemurðu fram í búningum? Skipt- irðu um föt? „Já, ég skipti oft um föt, en aldrei í sýningunni,“ segir Pétur og flissar. Kúl og klassísk sýning Allir þekkja Pétur Jóhann, enda er hann súperstjarna. Hlutverk hans í Næturvaktinni varð það innlegg í sam- eiginlegan grínbanka þjóðarinnar sem þurfti til. Sigurjón á hlut í uppgangi grínistans, réð hann í útvarpsþáttinn Ding Dong á Radíó á sínum tíma og þaðan fór allt upp á við. „Ég bjó þennan strák til!“ segir Sigurjón í gríni. Mér virðist sem Sannleikurinn sé eitthvað sem Pétur er einna ánægðastur með af ferlinum og spenntastur fyrir. Sannleikurinn mun koma fram Hinn 6. febrúar hefjast í Borgarleikhúsinu sýningar á einleiknum Sannleikurinn. Verkið er gamall draumur Péturs Jóhanns Sigfússonar sem nú rætist með aðstoð Sigurjóns Kjartanssonar. Dr. Gunni hitti höfundana og rakti úr þeim garnirnar yfir fun- heitum súkkulaðimúffum. VIÐ ERUM EKKI AÐ FINNA UPP HJÓLIÐ EN VIÐ ERUM KANNSKI AÐ MÁLA ÞAÐ Í ÖÐRUM LITUM Pétur Jóhann Sigfússon og Sigurjón Kjartansson segja fólki Sannleikann í Borgarleikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Efnislega er ég ekki að velta mér upp úr æsku minni eða samskiptum við hitt kynið. Maður er dálítið búinn að blóðmjólka það. Pétur Jóhann „Pétri leyf- ist meira en öðrum. Hann er bara þannig.“ Sigurjón Kjartansson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.