Fréttablaðið - 17.01.2009, Qupperneq 32
32 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR
Kreppuannáll – hundrað dagar
Hundrað dagar voru liðnir á miðvikudaginn síðan Geir H. Haarde bað guð að blessa íslensku þjóðina í sjónvarpsávarpi. Síðan
hefur margt drifið á daga þjóðarinnar, þó að óvíst sé um viðbrögð himnaföðurins. Fréttirnar snerust fyrst um að ná utan um
ástandið, hve slæmt það væri en síðan magnaðist reiði almennings og hefur fengið ýmiskonar útrás. Kolbeinn Óttarsson Proppé
29. sept
■ Glitnir þjóðnýttur. Íslenska ríkið
eignast 75 prósenta hlut í Glitni.
30. sept.
■ Eignarhaldsfélagið Stoðir sækir
um og fær heimild til greiðslu-
stöðvunar í Héraðsdómi Reykjavík-
ur og gildir hún í þrjár vikur.
■ Geir H. Haarde segist hafa viðrað
hugmyndir um sameiningu banka
sex vikum fyrr.
SEPTEMBER
1. nóv.
■ Undirbúningi
nýs álvers á Bakka
frestað í ljósi efna-
hagsaðstæðna.
4. nóv.
■ Upplýst að stjórn Kaupþings hafi
fellt persónulegar ábyrgðir starfs-
manna af lánum til hlutabréfa-
kaupa í bankanum niður.
■ Árni Mathiesen fjármálaráðherra
situr samráðsfund með evrópsk-
um kollegum sínum í Brussel.
Samþykkt að stofna fimm manna
gerðardóm til lausnar Icesave-deil-
unni. Tveimur dögum síðar segir
Ísland sig frá gerðardómnum.
6. nóv.
■ Upplýst að samkomulag vegna
innstæðna í íslensku bönkunum í
Bretlandi er, í hugum sumra ríkja,
forsenda þess að Íslending-
ar fái lán frá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum og
Neyðarsjóði Evrópusambandsins.
Embættismenn Evrópusambands-
ins gerðu þingmönnum í Íslands-
deild þingmannanefndar EFTA
þetta ljóst á fundum í Brussel í
byrjun vikunnar.
7. nóv.
■ AGS frestar því að taka erindi
Íslands til umfjöllunar í stjórn
sjóðsins í annað sinn.
■ Ný bankaráð Glitnis, Landsbankans
og Kaupþings tilkynnt.
8. nóv.
■ Fjögur til sex þúsund manns mæta
á Austurvöll til mótmæla. Fjórðu
og fjölmennustu laugardagsmót-
mælin. Athygli vekur að ungur
maður dregur Bónusfána að húni
á Alþingishúsinu. Víðar hefur verið
mótmælt.
11. nóv.
■ Utanríkisráðherra segir Íslendinga
ekki tilbúna til að greiða 25 millj-
ónir vegna komu breskra herþota
til landsins.
12. nóv.
■ Lánsumsókn Íslands hjá AGS
frestað um óákveðinn tíma. Jose
Manuel Barruso, forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB, tengir alþjóð-
lega lánafyrirgreiðslu niðurstöðu
um Icesave.
14. nóv.
■ Ríkisstjórnin tilkynnir um aðgerðir
fyrir heimili í vanda í tíu liðum.
Greiðslubyrði verðtryggðra lána
minnkar, barnabætur mánaðarlega.
Boðuð lækkun á dráttarvöxtum og
mildari innheimta opinberra aðila.
15. nóv.
■ Samstöðutónleikar í Laugardalshöll,
Bubbi, Stuðmenn, Baggalútur, Lay
Low og Ham. Um 5.000 gestir.
16. nóv.
■ Samkomulag næst á milli íslenskra
stjórnvalda og Evrópusambands-
ins um innstæðutryggingar vegna
Icesave. Fjörutíu dagar liðnir síðan
milliríkjadeilan við Breta hófst.
Íslendingar ábyrgjast innistæður að
upphæð 20.877 evra.
NÓVEMBER
OKTÓBER
FRAMHALD Á SÍÐU 34
5. okt.
■ Ekkert kemur út úr stífum fundar-
höldum í Ráðherrabústaðnum um
helgina. „Þessi helgi hefur skilað
því að við teljum núna ekki lengur
nauðsynlegt að vera með sérstakan
pakka með aðgerðum,“ segir Geir
H. Haarde.
6. okt.
■ Neyðarlög sett á Alþingi um
víðtækar heimildir Fjármálaeft-
irlitsins til inngripa í íslenskt
fjármálakerfi. Innistæður
tryggðar. Lögin veita ríkissjóði
og Fjármálaeftirlitinu nánast
ótakmarkaðar heimildir til
inngripa í rekstur og starf-
semi fjármálafyrirtækja
og víkja til hliðar fjölda
annarra laga og reglna.
■ Kaupþing fær stórt
lán frá Seðlabanka.
Staðfest að sendi-
nefnd Alþjóða-
gjaldeyrissjóðs-
ins er komin til
landsins.
■ Sjón-
varpsávarp
Geirs H.
Haarde
forsæt- isráð-
herra laust eftir
klukkan fjög- ur
vegna þeirra miklu erfiðleika
sem steðja að þjóðinni.
■ Seðlabanki Íslands festir
gengið við 175.
7. okt.
■ Fjármálaeftirlitið tekur yfir
Glitni og Landsbankann. Ný
félög stofnuð um innlenda
starfsemi og bankarnir áfram
opnir. Ekkert verður af þjóð-
nýtingu Glitnis, rætt um að
Kaupþing taki yfir innlenda hluta
Glitnis.
■ Árni Mathiesen fjármálaráðherra
ræðir við kollega sinn Alistair
Darling í síma. Darling fullyrðir að
ríkisstjórn Íslands hefði sagt sér „í
gær að þau ætluðu ekki að standa
við skuldbindingar sínar hér“.
■ Davíð Oddsson kemur fram í
Kastljósi Rúv um kvöldið. Segir
að erlendir kröfuhafar fái ekki
nema „þetta fimm, tíu, fimmt-
án prósent upp í sínar
kröfur“.
■ Bresk stjórnvöld yfir-
taka útibú Lands-
bankans í Bretlandi
og dótturfélagið
Heritable Bank.
Gert í krafti
löggjafar gegn
hryðjuverkum.
■ Seðlabankinn tilkynnir um 4.000
milljóna evra lán frá Rússlandi,
dregur í land síðar um daginn og
segir lánið ekki í hendi.
8. okt.
■ Bretar beita hryðjuverkalögum
gegn Íslendingum vegna Icesave-
reikninga Landsbankans í Bretlandi.
■ Dótturfélag Kaupþings í Lundún-
um, Singer & Friedlander, sett í
greiðslustöðvun af breska fjármála-
eftirlitinu. Eignir Landsbankans í
Bretlandi frystar og innlánsreikning-
ar Kaupþings seldir.
■ Seðlabankinn hættir við fast gengi.
„Þetta er hagfræðilegur barnaskap-
ur,“ segir Þórólfur Matthíasson um
tilraunina.
9. okt.
■ Kaupþing leitar til Fjármálaeftirlits-
ins síðla dags.
■ Fulltrúi Samfylkingarinnar í banka-
ráði Seðlabankans segir af sér.
10. okt.
■ Fjármálaeftirlitið tekur Kaupþing yfir.
14. okt.
■ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra segir skynsamlegt að
stjórn Seðlabankans víki.
■ Sendinefnd undir forystu alþjóða-
sviðs Seðlabankans flýgur til
Rússlands. Viðræður um 4.000
milljóna evra lán hefjast í
Moskvu.
15. okt.
■ Geir H. Haarde boðar
að unnin verði hvítbók
um ástandið og
sérstök rann-
sóknarnefnd
skipuð.
■ Seðlabank-
inn lækkar stýrivexti
um 3,5 prósent sem verða þá 12
prósent.
■ Seðlabanki Íslands dregur 400
milljónir evra á lánalínur frá seðla-
bönkum Danmerkur og Noregs.
■ Tryggvi Þór Herbertsson, efnahags-
ráðgjafi forsætisráðherra, lætur af
störfum.
■ Ríkisstjórnin felur breskri lög-
mannsstofu að kanna grundvöll
málshöfðunar á hendur breskum
stjórnvöldum fyrir aðgerðir þeirra
gegn íslenskum fyrirtækjum.
16. okt.
■ Upplýst að Baldur Guðlaugsson,
ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt-
inu, seldi hlutabréf sem hann átti í
Landsbankanum um mánuði áður
en Fjármálaeftirlitið yfirtók rekstur
bankans.
17.okt.
■ Össur Skarphéðinsson, iðnaðar-
ráðherra og starfandi utanríkisráð-
herra, segir að það myndi misbjóða
íslensku þjóðinni, ef breskar
flugsveitir yrðu fengnar til að gæta
lofthelgi Íslands í desember.
24. okt.
■ Ríkisstjórnin óskar formlega eftir
samstarfi við AGS um að koma
á efnahagslegum stöðugleika á
Íslandi.
■ Poul Thomsen, yfirmaður Evrópu-
deildar AGS, segir AGS gera ráð fyrir
tíu prósenta samdrætti í innan-
landsframleiðslu sem þýðir að
þjóðin er að ganga í gegnum „áfall
án fordæmis,“ eins og Thomsen
orðaði það.
27. okt.
■ Íslensk stjórnvöld óska formlega
eftir láni frá hinum Norðurlanda-
þjóðunum.
28. okt.
■ Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 18
prósent.
■ Færeyska landstjórnin samþykkir
að veita Íslendingum sex milljarða
króna lán.
31. okt.
■ Hundruð uppsagnarbréfa streyma
til landsmanna á síðustu dögum
októbermánaðar.
■ Ráðherrar Samfylkingarinnar ítreka
í ríkisstjórn að Davíð Oddsson starfi
alfarið í umboði Sjálfstæðisflokks-
ins.
Þessi helgi hefur skilað því að við
teljum núna ekki lengur nauð-
synlegt að vera með sérstakan
pakka með aðgerðum
Geir H. Haarde 5. október