Fréttablaðið - 17.01.2009, Side 34
2 matur
SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: Grænmetis
BOLOGNESE
Ebba Guðný Guðmundsdóttir, áhugamanneskja um mat, gefur
lesendum uppskrift að ljúffengu grænmetis-bolognese með speltspagettíi.
Ekki láta langa inni-haldslýsingu plata ykkur, þetta er sára-
einföld og fljótleg handa-
vinna,“ segir Ebba Guðný
um uppskrift að ljúffengu
grænmetisbolognese með speltspagettíi,
sem hún eldar reglulega fyrir fjölskyld-
una.
„Þessi réttur er alltaf vinsæll hér á
heimilinu. Uppskriftina fékk ég hjá
tengdamömmu og mömmu og nota linsu-
baunir í staðinn fyrir nautahakk. Réttinn
er líka auðvelt að mauka fyir smáfólkið.“
Tilraunir Ebbu í eldhúsinu að hollum
mat er að finna í bókinni Hvað á ég að gefa
barninu mínu að borða? Ebba kennir einn-
ig að búa til hollan barnamat á námskeið-
um í Heilsuhúsinu, Yggdrasli og Manni lif-
andi, sem hefjast nú febrúar. - rat
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
1-2 msk. olía/
smjör eða
kókosolía
1-2 laukar
3 hvítlauksrif
2 tsk. oregano
2 tsk. basil
¼ tsk. hvítur
pipar
2 lárviðarlauf
3 gulrætur eða
1/2 sæt kartafla
100 g grænar
linsur
1 dós niðursoðnir
tómatar
1 dós kókosmjólk
½ dl vatn
1 tsk. hrásykur
1 ger- og msg-
laus grænmetis-
teningur
4 msk. tómat-
kraftur
Steikið lauk og
hvítlauk í olíu með
kryddi við lágan
hita í tíu mínútur,
eða meðan
gulrætur eru
þvegnar og
skornar í bita.
Bætið gulrótum
svo jafnóðum út í
pottinn. Skolið
linsur í sigti og
skellið út í pott.
Bætið svo öllu hinu
út í. Látið malla í
um 40 til 60
mínútur.
Berið fram með
spelt-spagettíi og
salati.
GRÆNMETISSPAGETTÍ BOLOGNESE
matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Emilía Örlygsdóttir og Roald Eyvindsson
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Nordic Photos/Getty Pennar: Agnes Ósk Valdimarsdóttir, Gunnþóra Gunnarsdótt-
ir, Hrefna Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Sólveig Gísladóttir, Vera Einarsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir
Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is
VERSLUN SÆLKERANS
Fiskbúðin Hafrún hefur opnað að
nýju en þar er hægt að fá íslenskt
sjávarfang eins og það gerist best.
„Hafrún var hér í Skipholti 70 í yfir
þrjátíu ár, þar til Fiskisaga tók við
fyrir um tveimur árum. Þeirri
verslun var lokað í sumar og hófu
nýir eigendur rekstur fyrir jól.
Verslunin fékk sitt gamla nafn og er
rekin með sömu formerkjum og
áður,“ segir Jón Ingi Jóhannesson
verslunarstjóri. Í búðinni, sem Atli
Björnsson á, fást meðal annars
gellur, hákarl, hrogn, steinbítur, lax
og reyktur fiskur. Eins tilbúnir réttir
eins og plokkfiskur, sem er vinsæll.
Jón segir viðskiptavini ánægða með
að búðin skuli hafa opnað að nýju
enda hafi hún verið mjög vinsæl.
Fiskbúðin Hafrún
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Hollt
og gott!
Það getur verið þrautin þyngri að glíma við blessaðan viljastyrk-inn og bremsa sig af á nýárinu eftir vellystingar hátíðanna. Þótt fyrirheit séu staðföst og fögur um áramót er freistandi að teygja
sælkeralopann fram yfir þrettándann, og taka svo rólega á því að
keyra sykurstuðulinn niður í makindum fram eftir janúarmánuði. Í
svartasta skammdeginu er enda freistandi að vera inni við í hlýlegu
hreiðrinu heima og njóta þess undursamlega ilms og andrár sem hlýst
af heimabökuðu góðgæti, og gleður munn og maga, ekki síður en
sálartetrið og gerir fjölskyldulíf allt heimilislegra.
Það er nefnilega hægara sagt en gert að sussa á æpandi raddir
magans. Gefur þá góða raun að vita fyrir víst að fyrirskipanir
langana og þráa eru sprottnar í höfði manns og oft hægt að gera vel
lukkaðar málamiðlanir með hollari kosti en magamálið æpir á og
krefst.
Það er kannski pínulítið ótrúlegt eftir allt munúðarlífið sem á
undan er gengið að hollustumatur geti líka verið hreinasta sælgæti,
en það er satt. Hvarvetna beinlínis úir og grúir af lystaukandi
uppskriftum sem flestir geta fellt sig við og eftir alúð við elda-
mennsku gætt sér á, hvort sem í eldhúsinu malla frískandi súpur,
heilnæmir forréttir, saðsamir aðalréttir, dísætir eftirréttir og
himneskar kökur, sem og konfekt og annað slikkerí, sem allt miðar að
hollustu hjartans, örvar heilasellurnar, lengir lífið, passar upp á
æðakerfið, veitir sælutilfinningu við bragðupplifun og vellíðan við
saðningu. Ekki sakar hvað heilnæmt fæðuval gerir útlitinu gott og
löngu sannreynt að margt úr skrautlegu gnægtabúri náttúrunnar er
eina raunverulega dugandi yngingarmeðalið sem mannfólkinu býðst í
leit sinni að eilífum æskuljóma, hreysti og langlífi.
Gerum því vel við okkur í upphafi nýrra tíma. Stöppum í okkur
stálinu með heilsufæði og hollum lífsháttum. Ekki veitir af þegar
Íslandinu okkar blæðir.
SUSSAÐ Á RÖDD MAGANS
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar
Rétturinn er vinsæll hjá fjölskyldunni enda
notar Ebba í hann úrval af fersku og góðu
grænmeti.
Ebba Guðný
Guðmundsdóttir
segir réttinn
einfaldan í
framkvæmd,
hollan og góðan.
A Aðal-réttur E
Eftir-
réttur
Hvunndags/til
hátíðabrigða
Fuglakjöt Fiskur
Hvunn-
dags
Grænmeti
M Með-læti