Fréttablaðið - 17.01.2009, Side 41
LAUGARDAGUR 17. janúar 2009 3
„Þetta er risastór viðburður,“
segir Kjartan Ásmundsson, verk-
efnastjóri íþróttaleikanna. „Að
mínu viti er stórmerkilegt að
hægt sé á þessum erfiða tíma að
búa til svona samkomu í borginni.
Við höfum fengið til landsins 300
erlenda keppendur, þar á meðal
þá bestu í Evrópu í sumum grein-
um. Hér eru í allt hálft þriðja þús-
und manns að taka þátt og sumir
þeirra mjög sterkir. Við fengum
til dæmis silfur- og bronsverð-
launahafa á Ólympíuleikum, besta
spretthlaupara kvenna í Evrópu
og sterkustu Evrópumeistarana í
keilu.“
Mótið er haldið á vegum Íþrótta-
bandalags Reykjavíkur. Þar er
keppt í sundi, frjálsum, fimleikum,
badmintoni, keilu, skylmingum,
sundi fatlaðra, listhlaupi á skaut-
um, júdói og dansi. Keilukeppnin
er í Keiluhöllinni en aðrar keppn-
ir fara fram í Laugardalnum,
höllinni, sundlauginni, skylming-
arhöllinni, júdósalnum, badmin-
tonaðstöðunni og skautahöllinni.
Spurður hvort svona leikar séu
árvissir svarar Kjartan: „Þeir voru
fyrst á dagskrá um svipað leyti
í fyrra og eru haldnir nú í annað
skiptið en eru komnir til að vera.
Samtakamátturinn hjá íþrótta-
félögunum í Reykjavík er geysi-
mikill og borgin og Orkuveitan
styðja við bakið á okkur svo að við
getum gert þetta almennilega.“
Kjartan segir mótið hafa verið
í bígerð frá því að síðustu leikum
lauk. „Undirbúningsnefndin hefur
hist allt árið, einu sinni í mánuði
til að byrja með og síðan vikulega.
En getur almenningur fylgst með
því sem fram fer? „Já, já,“ svarar
Kjartan. „Það verður 45 mínútna
þáttur í ríkissjónvarpinu á sunnu-
dagskvöldið og sýnt frá keppnum
í íþróttaþáttum alla helgina. Svo
er hægt að fylgjast með keppnum
á staðnum. Hann upplýsir að eitt-
hvað kosti inn á sumar þeirra, til
dæmis dansinn. „Þar borga allir
1.000 inn, líka þeir sem keppa.
Þátttökugjald er það sama og
áhorfendur greiða. Það er bara
venja þar. Á fimleikana er selt inn
en svo er frítt að horfa á sund, bad-
minton og júdó. Það er svolítið mis-
jafnt hvernig þessu er háttað.“
gun@frettabladid.is
Mikið líf í Laugardalnum
Laugardalurinn í Reykavík iðar af lífi alla helgina því þar fara fram stórir íþróttaleikar, Reykjavík Inter-
national Games 2009. Tvö þúsund og fimm hundruð manns taka þátt í þeim og keppa í tíu greinum.
Reykjavík Inter-
national Games er
haldið nú í annað
sinn og Kjartan
Ásmundsson segir
leikana komna til
að vera.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/STEFÁ
N
Hverfisráð Vesturbæj-
ar stendur fyrir allsherjar
hreinsunardegi í Vesturbæn-
um í dag laugardag á milli
klukkan 10:30 og 13. Íbúar
geta nálgast ruslapoka við
Vesturgarð, KR, Skerjaver
og á Landakotstúni. Þeir eru
hvattir til að mæta og taka
þátt í þessu uppbyggilega
verkefni og stuðla þannig að
hreinni og fegurri Vesturbæ.
Fyrir þá sem ekki hafa tök
á því að mæta á þessum tíma
er upplagt að taka til hend-
inni í nærumhverfi sínu eða
í sinni götu. Með verkefn-
inu vill hverfisráðið stuðla
að betri umgengni og minna
á það að hver og einn ber
ábyrgð á umhverfi sínu.
-ve
Hreinsað til
í Vesturbæ
Íbúar Vesturbæjar eru hvatt-
ir til að taka til hendinni í
dag,
Markmiðið með átakinu er að
stuðla að betri umgengni og minna
á það að hver og einn ber ábyrgð á
umhverfi sínu. MYND/HARI
SJÁLFVIRK
Margar stærðir - 6v / 12v / 24v 0,8A - 25A
HLEÐSLUTÆKI
Snilldartæki sem mega vera í sambandi allt árið
og geta hlaðið allar gerðir rafgeyma.
FATASKÁPAR ÞVOTTAHÚS
ELDAVÉLAR - INNBYGGINGAROFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR - HÁFAR - UPPÞVOTTAVÉLAR - KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • www.friform.is
Mán. - föst.kl. 10-18
Laugardaga kl. 11-16
OPIÐ
25% AFSLÁTTUR AF RAFTÆKJUM, ÞEGAR ÞAU ERU KEYPT MEÐ INNRÉTTINGU !
Við sníðum innréttingar að þínum óskum
ELD
HÚS
EINS OG ÞÚ
VILT HAFA ÞAÐ
PISA höldulaust hvítt háglans
Val um 32
hurðagerðir
Birki Duo
BAÐINNRÉTTINGARNAR
byggjast á einingakerfi 30, 40,
60 og 80 cm breiðra eininga.
Ótæmandi uppröðunarmöguleikar.
Við hönnum og teiknum fyrir þig.
Heilsteyptu vaskborðin eru vinsæl!
Breiddir: 60, 80, 90, 120,140, 160, 180 cm
PISA höldulaust háglans
Askur Facet
BETRA BAÐ
BETRI LAUSNIR - MEIRA ÚRVAL
NÚ BJÓÐUM VIÐ ÁKVEÐNAR GERÐIR ELDHÚS, BAÐ - OG ÞVOTTA-
HÚSINNRÉTTINGA, EINNIG FATASKÁPA TIL AFGREIÐSLU AF LAGER
( MEÐAN BIRGÐIR ENDAST) MEÐ 25% AFSLÆTTI.
AF LAGER
Á LÆGRA VERÐI
25%
Vegna breytinga á vöruvali seljum við nú einnig nokkrar sýningainnréttingar með 50% afslætti.
SÝNINGAINNRÉTTINGAR MEÐ 50% AFSLÆTTI
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Búdapest