Fréttablaðið - 17.01.2009, Page 46

Fréttablaðið - 17.01.2009, Page 46
 HEIMILISHALD HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR ● Forsíðumynd: Anton Brink tók mynd á heimili Karls Rafnssonar og Svanhildar Davíðsdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. E inu sinni var stúlka í borginni. Þetta var svona venjuleg nútíma- stúlka sem langaði að vera dugleg og eiga fallegt heimili, stunda íþróttir og útivist, sinna barninu sínu af kostgæfni, rækta hjóna- bandið og ná árangri í starfi. Hins vegar reyndist oft erfitt að samræma þessa hluti þar sem einungis eru 24 stundir í sólarhringnum. Er jólin nálguðust fylltist stúlkan metnaði og löngun til að halda falleg jól og útbúa einstakar minningar fyrir fjölskylduna. Ýmsar háleitar hug- myndir voru í vinnslu nótt sem nýtan dag og voru norsk og dönsk jólablöð lesin af kostgæfni. Af fenginni reynslu einsetti stúlkan sér þó að gera ekki of mikið úr þessu með því að setja markið of hátt. Þetta átti allt að vera skynsamlegt og notalegt en umfram allt afslappað. Með smá hamagangi og reddingum tókst að senda jólakort, gjafirnar voru keyptar og útbúnar nokk- uð jafnt og þétt, piparkökuhús reist með elju en restin var gerð á hálfgerðu hundavaði. Skreytingarnar fóru upp í miklum flýti, að mestu leyti á aðfangadag, og það jaðraði við taugaáfall þegar litla stúlkan tókst á við risavaxinn kalkúninn sem eiginmaðurinn keypti (sjö kíló, takk fyrir!). Tilþrif betri helmingsins við jólatréð voru aðdáunarverð. En jólin komu líkt og endranær með frið í hjarta og ljós í sinni. Hins vegar fylgdi urmull jólaboða og ferðalag í kjölfarið þannig að hin langþráða jólahvíld varð nú ekki mikil. Niðurstað- an varð eiginlega sú að litla stúlkan í húsmóður- leiknum var eiginlega með jólin á heilanum allt of lengi miðað við hvað þau tók fljótt af. Hversdagurinn tók við með tilheyrandi heilsu- átaki og loforðum um batnandi líferni á nýju ári. Hins vegar hangir blessað jólaskrautið enn uppi þrátt fyrir fögur fyrirheit um að NÚ skuli það tekið niður! Ljósin áttu að fá að lifa leng- ur en litla gervijólatréð er vægast sagt farið að verða pirrandi þarna úti í horni. Ó já, þarna stendur það skreytt og sjúskað í skugganum og er svo sannarlega orðinn þyrnir í augum litlu stúlkunnar sem hefur einsett sér að kalkúnakaupand- inn fái það verkefni að ganga frá herlegheitunum. Hún gekk frá kalkún- inum, hann má ganga frá trénu. Síðan er hægt að taka restina í samein- ingu. Í raun eru tímamörk þar sem stúlkan var svo skynsöm að setja á sig gestapressu. Í því felst að gestum er boðið í heimsókn og þá gengur nú ekki að sitja skömmustuleg með fullskreytt jólatré í baksýn. Um leið og jólatréð hverfur sjónum hefst nýja árið fyrir alvöru. Niður með jólatréð! Niður með jólatréð! Hins vegar hangir blessað jólaskraut- ið enn uppi þrátt fyrir fögur fyrirheit um að NÚ skuli það tekið niður! ● heimili&hönnun „Ég keypti þennan haus í Taílandi þegar ég fór í frí til Suðaustur- Asíu fyrir nokkrum árum. Mér var talin trú um að þetta væri eldgam- alt mannshöfuð sem búið væri að minnka og setja í gifs, en það getur vel verið að það sé ekki satt,“ segir Brynjar Kjærnested, eigandi fyrir- tækisins Garðlist. „Hausinn er keyptur í borg sem heitir Sukothai − þótt hún sé núna sameinuð Ayutthaya − og er mitt á milli Bangkok og Chang-Mai. Hún er fyrsta höfuðborg Taílands og mjög fræg fyrir niðurníddan arkitektúr og vött, það er að segja bænarstaði búddista, sem voru reist á þrettándu öld. Besta leiðin til að skoða borgina er með því að leigja sér hjól og hjóla á milli vattana þar sem innfæddir hafa komið sér upp tjöldum og selja alls konar muni.“ Taílenski gripurinn á heimili Brynjars hefur vakið mikla lukku, en hann hefur haft það fyrir sið að kaupa minnst einn minjagrip frá hverju landi sem hann heimsæk- ir. Búddahausinn stendur þó upp úr sem minjagripur eftir ferðalag- ið um Suðaustur-Asíu enda ekki margir sem geta sagst eiga ósvikna Búddastyttu. „Maðurinn sem seldi mér höfuð- ið sagði að það væri af manni sem hefði upprunalega fundist í gröf í Sukothai. Það gæti vel verið að hann hafi logið því að mér til að fá næga peninga fyrir gripinn,“ segir Brynj- ar og hlær. Að sögn Brynjars merkir nafn- ið Búdda sá sem vakir yfir öðrum. Búddatrú snýst um að binda enda á hið slæma í veröldinni með því að skilja ástæðuna fyrir því og þar með komast út úr hringrás lífsins og inn í nirvana, sem er eins konar himna- ríki í trúnni. Búddahöfuð geta svo haft mikla þýðingu. Hárið er hvorki of sítt né stutt sem táknar meðalhóf. Hálflukt augun sýna að Búdda er í hugleiðslu; þannig getur hann bæði séð það sem gerist í kring og horft inn í sína eigin sál. Löng eyru tákna að Búdda hlustar og heyrir bænir fólksins. „Ég veit ekki hvort Búddahaus- inn veiti mér heppni eða eitthvað því um líkt, en það er þó aldrei að vita nema ég þurfi einhvern tímann að biðja hann um að ljá mér eyra,“ segir Brynjar kíminn. -aóv Prúttað um höfuðverð ● Brynjar Kjærnested ferðaðist fyrir nokkrum árum til Taílands. Á hjólreiðaferð um Ayutt- haya-hérað norður af Bangkok rakst hann á Búddastyttu sem prýðir heimili hans í Garðabæ. Útlitseinkenni Búdda, svo sem hálflukt augun, hafa merkingu í trú búddista. Brynjari var talinn trú um að höfuðið væri upprunalega af manni sem hefði fundist í gröf í Sukothai. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 17. JANÚAR 2009 LAUGARDAGUR2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.