Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 48
● heimili&hönnun hönnun Karl og Svanhildur fengu húsið í mars 2008 og tóku það allt í gegn að innanverðu. Lagnir voru endurnýj- aðar, innréttingar smíðaðar, veggir brotnir, aðrir byggðir, sparslað og málað. Lokaspretturinn var harður, hátíðir voru á næsta leyti. „Síðasti iðnaðarmaðurinn labbaði út kortér yfir fimm á Þorláksmessu. Þá var hlaupið út að kaupa jólagjafirnar,“ lýsir Svanhildur hlæjandi og viður- kennir að lítið hafi verið sofið nótt- ina fyrir aðfangadag. Nú er heimilið eins og sniðið fyrir hjónakornin. Á neðri hæðinni eru eldhús og stofa og uppi sjónvarps- krókur, snyrting, vinnuherbergi, svefnherbergi og fataherbergi. „Við fengum Guðbjörgu Magnúsdóttur arkitekt hingað áður en við hófumst handa og hún rissaði upp hugmyndir sem komu að góðum notum,“ segir Karl. „Svo er nú Svana dálítill arki- tekt í sér,“ bætir hann við og lítur hlýlega á konu sína. Karl keypti húsið óséð en Svana kveðst hafa komið þar inn áður en það fór á sölu. „Ég fann strax að þetta væri það sem ég vildi,“ segir hún. Stuttu síðar frétti hún að húsið væri falt. Þá var hún á Sardiníu en Karl á Kirkjubæjarklaustri og kaup- in voru ákveðin símleiðis. Gunnar Björgvin, bróðir Karls, á heiðurinn að smíði koksgráu eld- hússinnréttingarinnar. Á gólfum er líflegt eikarparkett og lýsingin frá Lumex er innfelld. Flæðandi birta í stiganum er sérlega flott. Íslensk málverk prýða híbýlin, meðal annars eftir föður Karls og annað eftir Tolla. Það síðarnefnda er áheit. Karl lenti í því að gleraugun fuku af honum í myrkri og vitlausu veðri við Hótel Loftleiðir. Eftir ár- angurslausa leit með vasaljós að vopni ók hann heim en þrjóskan rak hann aftur af stað og á leiðinni hét hann því að gefa frúnni mynd eftir Tolla ef leitin bæri árangur. Klukkutíma pauf skilaði engu og hann var búinn að missa vonina. Þá hringdi Svana og til að heyra í henni fór hann í var. Akkúrat þar lágu gleraugun. - gun Nýtt og betra hús ● Raðhúsin milli Laugalækjar, Sundlaugarvegar og Otrateigs mynda lítið þorp. Í einu þeirra hafa hótelhaldararnir Karl Rafnsson og Svanhildur Davíðsdóttir komið sér vel fyrir. Karl Rafnsson og Svanhildur Davíðs - dóttir. Karl keypti húsið óséð en Svan- hildur var búin að koma þar inn og fá góða tilfinningu fyrir því. Veggirnir í eldhúsinu eru fínpússaðir og lakkaðir. Hái hamarinn hans Tolla vakir yfir borð - króknum. Takið eftir ljósrifunni milli stof unnar og eldhússins. ● BLÚNDUDÚKURINN FÆR UPPREISN ÆRU Blúndan hefur fengið nýtt hlutverki í hönd- um hönnuða síðustu misserin. Sænski hönnuðurinn Louise Hed- erström útfærði blúnduna í lampa og ljós. Í ljósakrónum Grace er hvítt blúndumunstur prentað á gegnsætt plast en áður hafði Louise hannað lampalínuna Gladys þar sem blúndumunst- ur var skorið út í stál. Hún segist iðulega láta efnið ráða framvindu verksins og að lokaniðurstaða byggist á þeim möguleikum sem efnið býður upp á. Hönnun hennar einkennist af einföldum formum og gæði eru hennar kjörorð. Nánar má forvitnast um hönnun Louise Hederström á vefsíðunni www.louisehederstrom.com. „Háfurinn er útgangspunkturinn í eld- húsinu,“ segir Kalli sposkur. „Kaupin á honum voru þó skyndiákvörðun eins og fleira í sambandi við þetta hús.“ Stofan er hlýleg og úr henni er gengið út í snotran garð. Fataherbergið er eitt af því sem kom út úr breytingunum. ● MAGNEAT Í ÖLLUM REGNBOGANS LITUM Segullinn Magneat, sem heldur snúrunum á heyrnartólunum í skefjum, er ís- lensk uppfinning starfsmanna Preggioni. Segullinn fæst bæði einlit- ur og með prenti en ný regnbogalína lítur dagsins ljós um mánaða- mótin. Segullinn hefur fengið góðar viðtökur og seldist upp fyrir jólin. Honum er komið fyrir á hvaða fatnaði sem er og er snúrunni síðan vafið utan um hann. Þannig haldast heyrnatólin á sínum stað jafnvel þó eigandinn hreyfi sig á alla kanta en auk þess er hægt að láta tólin lafa á seglinum þegar þau eru ekki í notkun. Segullinn hentar því einkar vel þeim sem hlusta á iPod við íþrótta- iðkun eða nota handfrjálsan farsímabúnað og kemur í veg fyrir það að snúrurnar flækist fyrir. Hann kemur sér þó víðar vel. Nánari upplýsing- ar má finna á www.magneat.com. F R É T TA B L A Ð IÐ /A N T O N Vorum að taka upp nýjar vörur! Smáratorgi 3 / 201 Kópavogi / s ími: 522 7860 Korputorgi / 112 Reykjavík / s ími: 522 7870 LUKT lítil nú 690.- LUKT stór nú 990.- 17. JANÚAR 2009 LAUGARDAGUR4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.