Fréttablaðið - 17.01.2009, Side 76

Fréttablaðið - 17.01.2009, Side 76
44 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is DAVÍÐ ODDSSON Á 61 ÁRS AFMÆLI Í DAG. „Vindhanar verða aldrei áttavitar, hvorki til sjós né lands.“ Davíð er fyrrverandi borgar- stjóri, alþingismaður og for- sætisráðherra og núverandi seðlabankastjóri. MERKISATBURÐIR 1850 Skólasveinar Lærða skól- ans gera hróp að rektor skólans, Sveinbirni Egils- syni. 1912 Robert Falcon Scott kemst á Suðurpólinn, mánuði á eftir keppinauti sínum Roald Amundsen. 1914 Eimskipafélag Íslands, sem kallað er „óskabarn þjóðarinnar“, er stofnað í Reykjavík. 1945 Nasistar byrja að tæma Auschwitz-útrýmingar- búðirnar. 1995 Um 5500 manns farast og yfir 300 þúsund missa heimili sín í öflugum jarð- skjálfta í Kobe í Japan. 1998 Paula Jones sakar Bill Clinton, forseta Bandaríkj- anna, um kynferðislega áreitni. Elva Björk Jónatansdóttir Sérfræðingur í útfararskreytingum Hagkaup Smáralind Sími 578-5075 | www.bjarkarblom.is Kransar | Krossar | Kistuskreytingar Okkar ástkæra, Jenný Haraldsdóttir frá Seyðisfirði, Holtagerði 30, Kóp., lést aðfaranótt þriðjudagsins 13. janúar á líknardeild Landspítalans Landakoti. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Arndís B. Sigurgeirsdóttir Bára K. Kristinsdóttir. Elskulegur faðir okkar Andrés Kolbeinsson, hljóðfæraleikari og ljósmyndari, andaðist að Vífilsstöðum 15. janúar sl. Útförin verður auglýst síðar. Kolbeinn Andrésson Helga Andrésdóttir Hildur Kolbrún Andrésdóttir Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, Hulda Lilja Ívarsdóttir Jörfagrund 20, Kjalarnesi, lést á kvennadeild Landspítalans 14. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Kristinn Guðmundsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafað- ir, afi og langafi, Vigfús Tómasson Árskógum 6, Reykjavík, áður Rauðagerði 18, Reykjavík, lést á Landspítalanum þann 14. janúar 2009. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag nýrnasjúkra. Kristín Valgerður Ellertsdóttir Ellert Vigfússon Jóhanna Sigríður Njálsdóttir Elín Vigfúsdóttir Hinrik Morthens afabörn og langafabörn. SMÁRI GEIRSSON, FV. BÆJARSTJÓRI, ER FIMMTÍU OG ÁTTA ÁRA Í DAG. TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON HAGFRÆÐINGUR ER FJÖRUTÍU OG SEX ÁRA Í DAG. SIGURJÓN M. EGILSSON, FV. RIT- STJÓRI, ER FIMMTÍU OG FIMM ÁRA Í DAG. Haraldur krónprins í Noregi tók við kon- ungsembættinu í landinu þennan dag árið 1991 þegar faðir hans, Ólafur konungur V andaðist. Hann varð Haraldur konungur V. Haraldur hafði áður, sem krónprins Nor- egs, gegnt þýðingarmiklum störfum fyrir föður sinn eftir að Ólafur konungur veiktist vorið 1990 og var undir embættistökuna búinn. Hann var ásamt Sonju, drottningu sinni, signaður í Niðarósdómkirkju sunnu- daginn 23. júní 1991 og fylgdi þar í fótspor föður síns frá 1958. Þær athafnir eru ein- stakar fyrir Noreg og tíðkast ekki í öðrum löndum Vestur-Evrópu. Haraldur V gerði einkunnarorð föður síns og afa: „Allt fyrir Noreg“ strax að sínum. Haraldur er fæddur 21. febrúar 1937. Hann kvæntist Sonju Haraldsen árið 1968. Þau eiga tvö börn, Mörtu Lovísu sem er fædd 1971 og Hákon Magnús sem fædd- ur er 1973. ÞETTA GERÐIST: 17. JANÚAR 1991 Haraldur Noregskonungur krýndur „Tónskóli Sigursveins er búinn að vera mitt annað heimili frá því ég var barn,“ segir Arndís Hulda Auðuns- dóttir fiðluleikari sem heldur burt- farartónleika frá þeim skóla í dag, í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan 17. Hún hóf fiðlunám í Suzukideild skólans rétt fyrir fimm ára afmæl- ið og kveðst þó ekki eiga til tónlist- arfólks að telja. „Ég átti hugmyndina sjálf. Það kom fiðluleikari í leikskól- ann og kveikti í mér,“ segir hún bros- andi. „Það stóð samt aldrei til að taka einleikarapróf,“ bætir hún við og er beðin að útskýra hugarfarsbreyting- una. „Ég lauk námi í MR vorið 2007 og ákvað að einbeita mér að fiðlunni meðan ég væri að hugsa um hvað ég vildi verða. Samt er ég ekki enn búin að ákveða það.“ Arndís Hulda hefur verið virkur þátttakandi í hljómsveitar-og kamm- ermúsíkstarfi. Auk hljómsveita Tón- skólans hefur hún leikið með Sin- fóníuhljómsveit tónlistarskólanna, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Óp- erustúdíói Íslensku óperunnar og Or- kester Norden sem er hljómsveit nor- rænna hljóðfæraleikara og hljóðfæra- leikara frá Eystrasaltslöndunum, sem fær til sín góða stjórnendur og góða einleikara. „Þar fær maður svolítið að smakka á alvörunni,“ segir hún bros- andi. „Ég fór með Orkester Norden til Króatíu og Slóvaníu og það var mikil upplifun.“ Eitt af ævintýrum Arndísar Huldu er að vera í liði með Ólafi Arnalds og hefur hún spilað með honum síðustu tvö ár á tónleikaferðum víða um Evr- ópu og Bandaríkin. „Þá hef ég reynd- ar verið með víólu,“ segir hún og bætir við afsakandi að hún hafi aldrei lært að spila á hana. Samt á hún bæði víólu og fiðlu. Þær eru báðar gerðar af Jóni Marinó Jónssyni, fiðlusmið í Kópa- vogi. „Það var gaman að fá að fylgjast með smíðinni hjá honum og sjá þær breytast úr nokkrum trébútum í full- sköpuð hljóðfæri,“ segir hún. Kennarar Arndísar Huldu voru Að- alheiður Matthíasdóttir við Suzuki- deildina, María Weiss og nú síðast Greta Guðnadóttir. Hún ber lof á þær allar. „Ég var leidd vel áfram af Að- alheiði og Maríu og Greta hefur gefið mér nýja sýn á fiðluna,“ segir hún. Á tónleikunum í dag ætlar Arndís Hulda að flytja verk eftir Wieniawski, Bach, Kreisler og Katsjatúrian. Píanó- leikari er Þóra Fríða Sæmundsdóttir og auk þess leika með henni í tríói þau Ásta Pétursdóttir á klarinett og Björn Pálmi Pálmason á píanó. „Við spiluð- um saman í vor þegar þau voru í próf- um og fundum nýtt verk til að spila núna,“ segir hún. En hvernig heldur hún upp á daginn? „Ég ætla að bjóða fólki í kaffi og kökur í safnaðarheim- ili Fríkirkjunnar,“ svarar hún og segir alla velkomna á tónleikana. gun@frettabladid.is ARNDÍS HULDA AUÐUNSDÓTTIR: HELDUR BURTFARARTÓNLEIKA Í DAG Fiðluleikarinn kveikti áhugann FIÐLULEIKARINN Arndís Hulda hefur nóg af viðfangsefnum í tónlistinni að minnsta kosti næstu mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.