Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.01.2009, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 17.01.2009, Qupperneq 80
48 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is kl. 14. Nýtt íslenskt leikrit eftir Hermann Stefánsson á Rás 1: Ungur starfs- maður í Þjóðmenningarhúsinu leitar til geðlæknis vegna fíknar sinnar í ofbeldisfullan tölvuleik. Hermann hefur lagt gjörva hönd á margt en þetta er hans fyrsta leikverk. Erla Ruth Harðardóttir og Guðjón Karls- son eru í aðalhlutverkum en Hall- mar Sigurðsson leikstýrir. Í dag opnar Bjargey Ólafs- dóttir sýningu í Ljósmynda- safni Reykjavíkur. Sýn- ingu sína kallar hún Tíru. Sýningin Tíra er samansafn táknmynda sem hafa ýmist orðið til úr draumum lista- mannsins eða sprottið fram í vitund hans milli svefns og vöku. Bjargey hrífur áhorfandann með sér inn í heim veggmynda þar sem fegurð og hið andlega ræður ríkj- um; þar sem jafn ólík atriði og hönd guðs, fjöll, töfrakassi, álfa- skírnarfontur, slæður og teikning- ar af háhæluðum skóm koma við sögu, böðuð í dularfullu ljósi og fjölskrúðugum litum. Þrátt fyrir að hún haldi hér áfram að kanna lend- ur töfraraunsæis og súrrealisma eins og í fyrri verkum sínum, þá beinir Bjargey ekki sjónum sínum að manneskjunni sem slíkri heldur leitast fremur við að ljósmynda til- finningu sem hefur fundið sér far- veg í ofangreindum atriðum. Bjargey hefur á undanförnum tveimur árum dvalið í vinnustof- um fyrir listamenn í Chile og Arg- entínu og fékk þaðan mikinn inn- blástur sem hún er enn að vinna úr og er litadýrðin í nýju verkun- um ef til vill sprottin þaðan. List- sköpun hennar er ekki bundin við einn listmiðil heldur velur hún sér þann miðil sem henni finnst henta hugmyndinni best hverju sinni. Það má því líkja henni við alhliða hljóðfæraleikara því Bjarg- ey fæst við kvikmyndagerð, hljóð- verk, gjörninga, teiknar, málar og ljósmyndar. Bjargey Ólafsdóttir myndlist- armaður (f. 1972) er með MFA- gráðu frá Academy of Fine Arts í Helsinki, Finnlandi og nam kvik- myndagerð við Binger Film Ins- titute í Amsterdam, Hollandi. Verk hennar hafa verið sýnd á sýning- um og kvikmyndahátíðum í 26 löndum t.d. í Frakklandi á sýn- ingunni Printemps de Septembre sem skartaði einnig David Lynch, en fyrir þá sýningu fékk Bjargey frábæra dóma í hinu virta dagblaði Le Monde. Þess má geta að stutt- myndir Bjargeyjar verða sýndar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg nú síðar í mánuðinum. „Ég skal ljá þér duluna mína, duluna mína til að dansa í. Hvað var Bjargey að gera úti á túni með duluna sína? Þar fangaði hún óút- skýranlega veröld. – Í eins konar transástandi dansaði hún í heimi sem við þekkjum og þar tókst henni að ná í heim sem er til en heim sem var ekki til.“ segir Ingi- björg Magnadóttir myndlistarmað- ur um Bjargeyju. pbb@frettabladid.is TÍRIR Á LJÓSUNUM MYNDLIST Slæðufjöll, eitt ljósmyndaverka Bjargeyjar á sýningunni sem opnar í dag MYND LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/BJARGEY ÓLAFSDÓTTIR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 17. janúar 2009 ➜ Sýningar 18.00 Curver Thoroddsen sýnir tvö ný myndbandsverk milli kl. 18 og 20 í Kling & Bang Galleríi við Hverfisgötu 42. Aðeins er um þennan eina sýningardag að ræða. ➜ Kvikmyndir Frönsk kvikmyndahátíð stendur yfir í Háskólabíói 16-29. jan. Nánari upplýs- ingar á www.graenaljosid.is og www. midi.is. ➜ Opnanir 15.00 Haustbrekkur Kristinn G. Jóhannsson opnar sýningu á nýjum verkum í Jónas Viðar Gallery við Kaup- vangsstræti á Akureyri. 15.00 Hvítir skuggar Margrét Jóns- dóttir opnar sýningu á Listasafni Akur- eyrar við Kaupvangsstræti. 16.00 Við erum hinir / hinir eru við Steingrímur Eyfjörð opnar sýningu í Galleríi 100° í húsnæði Orkuveitunnar að Bæjarháls 1 Reykjavík. ➜ Listamannsspjall 15.00 Thomas Graics tekur á móti gestum í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi við Tryggvagötu 25, 6. hæð. ➜ Fyrirlestrar 10.00 Er íslensk menningarstefna á tímamótum? Njörður Sigurjónsson, Friðbjörg Ingimarsdóttir og Gerður Jónsdóttir flytja erindi í húsakynnum Reykjavíkur Akademíunnar í JL húsinu við Hringbraut 121. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. ➜ Dansleikir Buff verða á Players við Bæjarlind 4 í Kópavogi. Sixties spila á 800 Bar, Eyrarvegi 35 á Selfossi. Hljómsveitin MONO stendur fyrir ljótu- fataballi á Café Aroma, Fjarðagötu 13-15 í Hafnarfirði. Verðlaun verða veitt fyrir ljótustu fötin. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 18. janúar 2009 ➜ Kvikmyndir 15.00 Rakarinn í Sevilla, rússnesk kvikmynd frá árinu 1999 í leikstjórn Nikita Mikhalkovs, verður sýnd í MÍR- salnum, Hverfisgötu 105. Aðgangur ókeypis. ➜ Opnanir 15.00 Í Gerðubergi verður opnuð sýning á myndskreytingum úr íslensk- um barnabókum auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir bestu myndskreyttu barnabókina 2008. Auk þess mun Hugi Jóhannesson opna sýningu á vatnlita- myndum í boganum. Gerðuberg, Gerðu- bergi 3-5. ➜ Leiklist 20.00 GRAL Grindvíska atvinnuleik- húsið sýnir leikverkið 21 manns saknað í Saltfisksetrinu, Hafnargötu 12a, Grinda- vík. Nánari upplýsingar á www.gral. blog.is. 20.00 Aukasýning verður á leikverkinu Steinar í djúpinu hjá Hafnarfjarðarleik- húsinu, Strandgötu 50. Nánari upplýs- ingar www.hhh.is. Áhugaleikhús atvinnumanna sýnir Ódauðlegt verk kl. 15 og 16 í Nýlista- safninu, Laugavegi 26. Aðgangur ókeyp- is. Nánari upplýsingar www.nylo.is. ➜ Tónleikar 14.00 Íslenski saxófónkvartettinn verður með tónleika í Norræna húsinu við Sturlugötu. Á efn- isskránni eru verk eftir Pierre-Max Dubois, Jean- Baptiste Singelée og Alfred Desenclos. ➜ Síðustu Forvöð 15.00 Listamaðurinn Ingibjörg Jónsdóttir segir frá sýningu sinni Samsíða heimar í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Sýningu lýkur á sunnudag. Safnið er opið frá kl. 10-17. ➜ Listamannsspjall 15.00 Kristján Steingrímur verður með listamannaspjall á Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41 þar sem nú stendur yfir sýning á verkum hans. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Í dag opnar Davíð Örn Halldórsson sýn- ingu á verkum sem unnin eru með bland- aðri tækni í 101 Projects á Hverfisgötu. Davíð fæst við málaralistina og hefur gert síðan hann útskrifaðist frá myndlist- ardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Á þessum tíma hefur Davíð gengið frjáls- lega um hefðarsali málverksins. Hann málar ekki með hefðbundnum litum held- ur vinnur hann með fundið efni; málar með skipalakki, úðar með úðabrúsalakki og teiknar með tússi á fundnar tréplötur, pappa eða beint á veggi, auk þess að nota litrík límbönd á veggi. Verk Davíðs Arnar eru gjarnan unnin út frá ákveðnum atburði eða fyrirbæri frá fyrri tíð, s.s. miðaldakastölum í sýn- ingu hans Absalút gamall kastali í Gall- erí Ágúst 2008 og Valþjófsstaðahurðinni á sýningu hans nú í 101 Projects. Verk- in eru þó ekki frásagnarkennd, þau eru margræð og opin. Davíð útfærir persónu- lega umhverfisskynjun sína í formi mynd- máls, sem á sér grunn í og vísar til teikni- myndagerðar, veggjalistar (graffiti), pop-listar, op-listar, til vestrænnar lista- sögu og listar frumbyggja Afríku og Ástr- alíu. Bakgrunnur Davíðs úr námi í graf- íkdeild við Listaháskóla Íslands leynir sér ekki í verkum hans; það er sá efnis- legi grunnur sem listamaðurinn byggir á og nýtir í uppbyggingu mynda sinna. Í 101 Projects sýnir Davíð Örn staðbundin veggverk og málverk, sem unnin eru með blandaðri tækni á fundnar tréplötur sem eru unnin á árunum 2007-2008. Í fyrra hlaut Davíð Örn hæsta styrk úr hinum virta Listasjóði Dungal. Sýningin er opin til 22. febrúar 2009. pbb@frettabladid.is Valþjófsstaðahurð snýr aftur MYNDLIST Davíð vinnur með málverkið með óhefðbundnum efnum. Myndskreytingar í íslenskum barnabókum 2008 Verið velkomin í Gerðuberg á morgun sunnudag kl. 15 „Heyrðist eins og harpan væri að gráta“ Sýning á brúðum Leikbrúðulands úr Völsungasögu Í Boganum: Úr högum og heimahögum Málverkasýning Huga Jóhannessonar Gerðubergi 3-5  111 Reykjavík  Sími 575 7700  www.gerduberg.is Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16 Leiðsögn fyrir hópa. Netfang: gerduberg@reykjavik.is s. 575 7700 Dimmalimm - Íslensku myndskreytiverðlaunin afhent fyrir bestu myndskreyttu barnabókina 2008 www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Hart í bak Jökull Jakobsson Hrífandi verk sem snertir okkur öll. EB, FBL sun. 18/1 uppselt Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin sun. 18/1 síðustu sýningar Sumarljós Jón Kalman Stefánsson leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson Hrífandi, einlæg og æsandi sýning lau. 17/1 örfá sæti laus Heiður Joanna Murray-Smith Magnað meistaraverk Frumsýning í Kassanum 24. janúar Kardemommubærinn Thorbjörn Egner Frumsýning 21. febrúar Miðasala í fullum gangi!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.