Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 10
10 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR Allt við suðumark AUKTU MÖGULEIKA ÞÍNA MEÐ NÁMI! NTV VEITIR 25% AFSLÁTT TIL ALLRA SKJÓLSTÆÐINGA VMST NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN - VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI - HLÍÐASMÁRA 9 : KÓPAVOGI : SÍMI 544 4500 : WWW.NTV.IS 25% afsláttur NTV 49.750 Námsstyrkur VMST* 70.000 Styrkur frá séttarfélagi 60.000 19.250Greitt af nemanda Getur verið hærri eða lægri, hver og einn þarf að kanna rétt sinn til styrks. Allt að 50% þó að hámarki 70.000 Af öllu starfsnámi NTV Dæmi: Nám sem kostar 199.000 - Fjöldi námsleiða í boði UPPLÝSINGAR Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda Association of Icelandic Film Producers SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM sjóði félagsins. Rétt til umsókna eiga sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur sem framleitt hafa kvikmyndir sem sýndar hafa verið í sjónvarpi á tímabilinu frá 1986 – 2007. Umsóknir berist fyrir 15. febrúar til: SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Túngötu 14, P.O. Box 5367, 125 Reykjavík eða með tölvupósti á sik@producers.is Nánari upplýsingar, reglur og umsóknareyðublöð eru á vefsíðu SÍK – www.producers.is Greiðslur úr IHM sjóði SÍK „Að sjálfsögðu fer lögreglan yfir atburði síðustu daga og finni hún dæmi um að lögreglumenn hafi farið yfir strikið, verður kæru eða ábendingu komið til ríkis- saksóknara. Þetta segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri. Hann var spurður um ásakanir um harðræði lögreglu í mótmæl- unum og sérstaklega mál Páls Hilmarssonar ljósmyndara sem ætlar að kæra lögreglukonu sem mun hafa sprautað í andlit hans og fleiri manna, án þess að það hefði sýnilegan tilgang. „Ég þekki það ekki, en ég er alveg sannfærður um það að menn eiga fjölmargar myndir af því sem þarna gerist og það er eflaust hægt að setja það í slæmt ljós,“ segir Stefán. Aldrei líti huggulega út þegar lögregla neyðist til að beita valdi og það geri hún ekki nema nauð- synlegt sé. Um slíka valdbeitingu gildi skýrar reglur. Spurður um þessar reglur, það er hvenær og hvernig lögregla megi beita valdi, segir Stefán að þær séu ekki aðgengilegar almenningi. Talið sé nauðsynlegt vegna öryggis lögreglumanna að þær séu ekki á allra vitorði og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi staðfest þá túlkun. Páll Hilmarsson hefur lýst því hvernig lögreglukona ein stóð í öruggri fjarlægð frá mótmælend- um bak við grindverk. Hún hafi svo gengið að grindverkinu fyrir- varalaust og sprautað yfir fólkið. Þetta hafi verið gert þrisvar án viðvörunar. Fleiri mótmælendur hafa lýst óþyrmilegri valdbeitingu lög- gæslumanna, en aðrir í hópi þeirra benda á að lögreglan sé fámenn og ekki undir slík fjölda- mótmæli búin. Tiltölulega fáir hafi særst og lögreglan því stað- ið sig vel miðað við aðstæður. klemens@frettabladid.is Farið verður yfir valdbeitinguna Lögreglustjóri segir að athugað verði hvort lögreglumenn hafi gengið of langt í valdbeitingu, en ljósmyndir virðast benda til þess. Lögreglumennirnir verði þá kærðir til ríkissaksóknara. Reglur um valdbeitingarheimildir eru ekki aðgengilegar almenningi. GAS Hér sést hvernig konan teygir sig út yfir grindverkið og úðar á þá sem fyrir neðan eru. MYND/PÁLL HILMARSSON SÉÐ INN GANGSTÍGINN Lögreglukonan virðir hér fyrir sér kvikmyndatökumann, sem fékk síðar úðann yfir sig. Henni virðist ekki standa ógn af honum. MYND/PÁLL HILMARSSON GANGSTÍGURINN RUDDUR Ljósmyndari fær hér að kynnast úðanum, en hann var meðal mótmælenda sem var verið að ýta út af gangstíg í Alþingisgarðinum. Mót- mælendur hafa spurt hvernig og við hvaða aðstæður megi réttlæta notkun slíkra tóla, en reglur um valdbeitingu lögreglu eru leyndarmál. MYND/JÓHANNES GUNNAR SKÚLASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.