Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 18
18 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is SodaStream er tæki sem ætti að blómstra nú í kreppunni. Svo er þó aldeilis ekki, það er ófáanlegt. „Ég hringdi út um allt og fékk alls staðar sömu svör: Tækin eru uppseld á Íslandi og hafa ekki verið til síðan um vorið 2008,“ skrifar kona í Hafnarfirði. „Í Byggt og búið var mér tjáð að hringt væri til þeirra nánast daglega vegna fyrirspurna um SodaStream. Af hverju ætli þessi skortur starfi?“ Guðjón Guðmundsson hjá Vífilfelli svarar: „Ástæðu tækjaskortsins má rekja til þess að ísra- elskir aðilar keyptu SodaStream-fyrirtækið fyrir skömmu. Fljótlega í kjölfarið urðu öll samskipti erf- iðari. Þegar panta átti inn tæki síðastliðið vor komu engin tæki, en skömmu síðar krafa um óheyrilega háar umboðsgreiðslur mörg ár aftur í tímann sem engum var kunnugt um. Við getum á engan hátt sætt okkur við þessa kröfu, enda á hún sér ekki stoð að mati lögfræðings okkar. Málið hefur verið í meðferð lögfræðinga síðan þá og því miður hillir ekki enn undir niðurstöðu. Sáttatillögur hafa verið send- ar, en þeim hefur ekki verið svarað. Ljóst má því vera að varan verður ekki fáanleg hjá okkur á næstu mánuðum, því miður. Við fyllum enn á þau hylki sem eru í umferð, en höfum ekki getað keypt inn ný hylki undanfarna mánuði af sömu ástæðu.“ Vífilfelli hefur verið með SodaStream síðan 2001 en þar áður seldi Sól Víking tækið. SodaStream er selt um allan heim og er víðar en hér sveipað nost- algískri áru því vinsældir tækisins voru mestar á 8. og 9. áratugnum. Síð- asta áratuginn hefur áherslan í kynn- ingu SodaStream frekar verið að segja tækið gera heilsudrykki en gosdrykki. Sölu á bragð- efnum var hætt á Íslandi árið 2004. MATUR & NÆRING RAGNHEIÐUR HÉÐINSDÓTTIR Íslenskt bygg til manneldis Miklar framfarir hafa orðið í korn- rækt á Íslandi á síðasta áratug. Bygg er nú ræktað í öllum landshlutum og bændur hafa náð betri tökum á ræktuninni en áður. Íslenskir vísindamenn hafa unnið að markvissum kynbótum á byggi til að það henti betur íslenskum aðstæðum. Síðast en ekki síst hefur veðurfar undanfarinna ára verið kornrækt hagstætt. Því hefur byggrækt tekið stórstígum fram- förum á síðustu árum og er árlega framleitt hér umtalsvert magn af þroskuðu byggi. Fram að þessu hefur íslenskt bygg svo til eingöngu verið notað í skepnufóður en á allra síðustu árum hefur áhugi á notkun byggs til manneldis stóraukist. Íslenskir sérfræðingar hafa á und- anförnum árum rannsakað bygg, með tilliti til notkunar í matvæli, í samstarfi við íslensk matvælafyrir- tæki. Komið hefur í ljós að byggmjöl hentar ágætlega til brauðgerðar í bland við hveiti. Baksturseiginleikar byggs eru þó nokkuð lakari en hveitis og því hentar það ekki eitt og sér í hefðbundin hefuð brauð. Aftur á móti er hægt að nota bygg eingöngu í ýmsar bökunarvörur eins og flatkökur og kökur. Þá hefur náðst prýðisárangur með íslenskt bygg sem hráefni til bjórgerðar. Íslenskt bankabygg (heil byggkorn) hefur fengist á neytenda- markaði í nokkur ár. Það hentar vel sem meðlæti með mat, sem hráefni í grauta, salöt og út í súpur og síðast en ekki síst er það ákaflega bragðgott. Íslenskt byggmjöl til brauðgerðar fæst nú bæði í neyt- endaumbúðum og stórsekkjum. Hveitimyllan Kornax gerði nýlega samning við Ólaf Eggertsson, bónda á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, um að dreifa fyrir hann möluðu byggi til bakara og á neytendamarkað. Bygg er auðugt af trefjaefnum. Meðal annars inniheldur það mikið af svokölluðum beta-glúkönum sem eru vatnsleysanleg trefjaefni. Mun meira er af beta-glúkönum í byggi en hveiti en þessi efni eru talin geta lækkað kólesteról í blóði og dregið úr sveiflum á blóðsykri. Þá er í byggi hátt hlutfall flókinna kolvetna (sterkju) og það er auðugt af ýmsum vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum. Mikill áhugi er fyrir byggbakstri meðal íslenskra bakara og hafa félagsmenn í Landssambandi bakarameistara bundist samtök- um um að hefja bakstur úr íslensku byggi. Fyrir því eru aðallega tvær ástæður, annars vegar að auka hollustu brauða og hins vegar að auka nýtingu innlendra hráefna og spara með því gjaldeyri og styrkja stöðu íslensks vinnuafls og innlendrar framleiðslu. „Verstu kaupin mín voru sennilega þegar ég ákvað að kaupa nýjan gírkassa í átta ára gamlan mitsubishi sem ég átti,“ segir Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur. „Bíllinn sjálfur var auðvitað vond kaup því hann bilaði svo snemma. En svo keypti ég nýjan gírkassa og vélin í bílnum hrundi viku síðar.“ Bíllinn var svarblár og fallegur að sögn Ólínu sem þóttist þó merkja slæman fyrirboða þegar hún sá hann fyrst. „Þetta var um og upp úr 1990, ég var nýorðin borgarfulltrúi fyrir Nýjan vettvang. Siggi keypti bílinn og þegar hann kom á honum akandi inn götuna sá ég það sem hafði farið framhjá honum að á bílplötunni stóð XD. Það boðaði ekki gott,“ segir Ólína hlæjandi. „Bestu kaupin miðað við efni og tilgang kaupanna er trabantinn sem ég keypti veturinn 1981. Hann entist og entist, komst allt í snjó og var mikill kostagrip- ur. Ég hef ekki fest tilfinningar við neinn annan bíl eins og þennan trabant sem við áttum í mörg ár.“ Ólína segir einn eiginleika bílsins öðrum fremur hafa gert hann svona eft- irminnilegan. „Á þessum bíl var maður alveg fyrirlitinn í umferðinni, svínað á mann og annað. Þeim mun sætari var sigurinn þegar bíllinn pjakkaði sig fram úr öðrum við erfið aksturskilyrði.“ NEYTANDINN: ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR ÞJÓÐFRÆÐINGUR Trabantinn var mikill kostagripur KANILDUFT Á HELLUNA ■ Guðjón Helgason sjónvarpsmaður mælir með kanildufti á helluna til að ryðja sterkri lykt úr húsinu. „Þegar maður er búinn að elda lyktsterkan mat, til dæmis hangikjöt eða eitthvað með hvítlauk, þá er kanildufti stráð yfir helluna strax og slökkt er á henni og þá ryður það hinni lyktinni burt. Maður fær kanillykt í húsið og hún dofnar mun fyrr,“ segir Guðjón Helgason, fréttamaður á Stöð 2, og segir trixið svínvirka. „Mér er sagt að þetta virki líka á skötuna.“ GÓÐ HÚSRÁÐVerð á 1 kílói af ýsuflökum 779 887 1.120 2000 2005 2008 VELJUM ÍSLENSKT Auglýsingasími – Mest lesið Neytendur: Upplagðs krepputækis er sárlega saknað SodaStream-laust land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.