Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 12
12 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR BRUSSEL, AP Úkraínustjórn fagn- aði í gær sigri á Rússum í gasdeil- unni, sem varð til þess að skrúf- að var fyrir gas til Evrópuríkja í tvær vikur. Júlía Tímósjenkó, forsætisráð- herra Úkraínu, segir að náðst hafi mjög hagstæðir samningar við Rússa. Rússar náðu því fram að gasverð til Úkraínu hækkar nokk- uð, en á móti fá Úkraínumenn hærri greiðslur fyrir flutning á gasi til Evrópuríkja um gasleiðsl- ur landsins. „Það er mjög erfitt að fagna því sem aldrei hefði átt að gerast,“ sagði hins vegar José Manuel Barr- oso, forseti framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins, á þriðju- dag þegar gas tók að streyma til Evrópusambandsríkja frá Rúss- landi í gegnum leiðslur Úkraínu. Hann segir gasskortinn síð- ustu tvær vikurnar sýna að Evr- ópusambandið verði að fjárfesta í eigin orkuöryggi. Ekki sé hægt að treysta Úkraínumönnum til að koma gasinu til skila. Sum þeirra Evrópuríkja, sem bjuggu við gasskort meðan Úkr- aínumenn og Rússar deildu, hafa hótað lögsókn gegn báðum löndun- um til að fá skaðabætur. Um fjórðungur af því gasi, sem notaður er í Evrópusambandsríkj- um, kemur frá Rússlandi, og um 80 prósent af gasinu frá Rússlandi berst í gegnum úkraínskar gas- leiðslur. - gb Barroso segir erfitt að fagna þótt gasið streymi til Evrópu: Úkraínustjórn fagnar sigri GASSTREYMIÐ KANNAÐ Tæknimaður í Rússlandi fylgist með pípunum. EFNAHAGSMÁL Erfið staða ríkis- sjóðs kallar á harkalegar niður- skurðaraðgerðir hins opinbera á næsta ári. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í fjár- málum ríkisins, segir liggja beint við að skera niður greiðslur til landbúnaðarins og auka álögur á útflutningsgreinar. Leyfa verður hagkerfinu að sjá til sólar áður en hið opinbera fer í harkalegan niðurskurð, að mati annars sérfræðings sem Frétta- blaðið ræddi við í gær. Það sé til dæmis mat Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, og ástæða þess að sjóð- urinn sætti sig við hallarekstur á ríkissjóði til að byrja með. Ekki er líklegt að þörfin fyrir niðurskurð hjá ríkinu leiði til þess að ríkið reyni að lækka laun hjá opinberum starfsmönnum, umfram það sem þau lækka með almennri kaupmáttarrýrnun, segir Þórólfur. Ríkið semur við stóran hóp félaga opinberra starfsmanna, og útilokað að hægt verði að semja við þau um launalækkun, segir Þórólfur. Ef lækka eigi launin á annað borð þurfi lagasetningu til, og það verði aldrei gert fyrr en eftir að samið hafi verið á almenn- um markaði. Það geti dregist fram eftir ári. Heildarútgjöld ríkisins á árinu 2009 eru áætluð 555,6 milljarð- ar króna. Þar af er launakostnað- ur áætlaður um 123,5 milljarðar króna, eða um 22 prósent. Launakostnaður í fjárlögum er 4,4 milljörðum króna lægri í fjár- lögum en í upphaflegu frumvarpi, en Þórólfur segir líklegra að þeim samdrætti verði náð með því að skera niður yfirvinnu en með því að lækka launataxta opinberra starfsmanna. Auðveldara er að fara aðrar leiðir til að minnka halla ríkis- sjóðs. Þannig mætti auka tekjur hins opinbera, segir Þórólfur. Þá bendir hann á að greiðslur vegna búvöruframleiðslu séu áætlaðar tæplega 10,2 milljarðar króna á árinu 2009. Þar liggi beint við að skera niður. Þá liggi einnig beint við að hækka álögur á útflutningsfyrir- tæki, sem njóta veikingar íslensku krónunnar. Þau séu í allt annarri stöðu en fyrir nokkrum mánuðum. Einnig mætti hugsa sér að hækka veiðigjald í sjávarútvegi og leggja kolefnislosunargjald á álver. Miklar líkur eru á því að hækka þurfi skatta á almenning, enda svigrúm til þess eftir að persónu- afsláttur var hækkaður nýverið, segir Þórólfur. Þá sé eðlilegt að leggja á sérstakan hátekjuskatt og hækka fjármagnstekjuskattinn. brjann@frettabladid.is Segir ólíklegt að laun lækki Ólíklegt er að ríkið freisti þess að lækka laun opin- berra starfsmanna að mati hagfræðings. Auðveldara sé að skera niðurgreiðslur til landbúnaðar, auka álögur á útflutningsgreinar og hækka skatta. NIÐURGREIÐSLUR Það liggur beint við að skera niðurgreiðslur ríkisins til landbún- aðarins í því ástandi sem nú ríkir, segir hagfræðingur og sérfræðingur í fjármálum ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kannabisræktun í Laugardal Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í húsi í Laugardalshverfinu um miðjan dag í fyrradag. Við húsleit fundust rúmlega tíu kannabisplöntur á loka- stigi ræktunar. Lagt var hald á nokkra gróðurhúsalampa. LÖGREGLUFRÉTTIR MENNTUN „Við mátum stöðuna þannig að margir horfðu fram á gjörbreyttar aðstæður nú í byrj- un árs, og ákváðum því að fresta nýju námi sem átti að hefjast strax eftir áramót fram í lok jan- úar. Svo virðist sem við höfum metið stöðuna rétt,“ segir Runólf- ur Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis. Hátt á fjórða hundrað umsókn- ir bárust um nám á vormisseri. Er það þreföldun á við í fyrra. Keilir býður upp á margvíslegt nám á framhalds- og háskóla- stigi, meðal annars aðfararnám á vegum HÍ fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. - kg Mikil ásókn í nám Keilis: Þrefalt fleiri umsóknir í ár ELDUR Í KÍNA Það logaði glatt í þessari 26 hæða skrifstofubyggingu í Foshan í Guangdong-héraði í Kína. Það tók fjórar klukkustundir að slökkva eldana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN Meðal síðustu embætt- isverka George W. Bush Banda- ríkjaforseta var að móta nýja stefnu Bandaríkjanna gagnvart Norðurheimskautssvæðinu, sem á næstu árum og áratugum verður væntanlega aðgengilegra en áður vegna hlýnunar jarðar. Í stefnunni eru skilgreind- ir helstu hagsmunir Bandaríkj- anna á norðurslóðum, þar á meðal öryggishagsmunir, og Bandaríkja- stjórn segist ætla að vinna að því að tryggja þessa hagsmuni, ýmist upp á eigin spýtur eða í samstarfi við önnur ríki sem eiga hagsmuna að gæta í þessum heimshluta. Meðal annars er gert ráð fyrir að Bandaríkin staðfesti loks haf- réttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna, sem gerður var árið 1982 og tók gildi árið 1994 þegar 60 ríki, þar á meðal Ísland, höfðu staðfest hann. Talið er fullvíst að miklar auð- lindir sé að finna undir hafsbotni Norðurskautsins, bæði olíu, gas og málma, sem Bandaríkin hyggj- ast gera tilkall til ekki síður en önnur ríki, sem eiga land að Norð- urhöfum. Vinna við stefnumótun- ina hefur staðið yfir í bandaríska stjórnkerfinu í tvö ár, en fimmtán ár eru liðin síðan Bandaríkin gáfu síðast út sambærilega stefnuyfir- lýsingu. - gb Eitt síðasta verk Bush Bandaríkjaforseta í embætti: Ný norðurskautsstefna Kanna riftun leigusamningsBæjarstjórn Sandgerðis hyggst láta lögfræðing kanna stöðu bæjarins gagnvart ríkinu sem rift hefur leigu- samningi vegna sérhannaðs húsnæðis fyrir heilsugæslu í Sandgerði. Þá hefur bæjarstjóri óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra varðandi Heil- brigðisstofnun Suðurnesja og skipulag heilbrigðismála á Suðurnesjum. HEILBRIGÐISMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.