Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 22. janúar 2009 11 LÖGGÆSLUMÁL Foreldrar í Sand- gerði óttast að Ágúst Magnússon, dæmdur barnaníðingur, sé að setj- ast að í bænum. Þá hafa foreldrar í Breiðholti kvartað við lögreglu vegna búsetu hans í hverfinu. Um átta leytið í fyrrakvöld fengu tvær mæður í Sandgerði símtal frá manni sem kvaðst heita Ágúst Magnússon. Hann sagðist vera dæmdur barnaníðingur og honum bæri skylda til að láta vita af sér þar sem hann væri að flytja í hverfið þeirra. Þetta kom fram á vefsíðunni www.245.is, sem ber yfirskriftina Lífið í Sandgerði, í gær. Í fyrradag höfðu foreldrar í Breiðholti hins vegar samband við lögregluna í Breiðholti til að kvarta undan sama manni, að því er Fréttablaðið fékk staðfest. Ekki fæst uppgefið hjá fangelsismála- yfirvöldum hvar maðurinn býr nú um stundir. Maðurinn upplýsti einnig, í sam- tölum sínum við mæðurnar í Sand- gerði, að hann hefði byrjað á því að ganga í hús í hverfinu, en þar sem honum hefði verið illa tekið hafi hann ákveðið að hringja frek- ar í fólk. Hann hringdi úr leyni- númeri, að því er fram kemur á vefsíðunni. „Það bendir allt til þess að þarna sé á ferðinni ljótur hrekk- ur,“ segir Selma Hrönn Maríu- dóttir, annar umsjónarmanna www.245.is. - jss ÁGÚST MAGNÚSSON Foreldrar óttast nábýli við hann. Foreldrar óttast og kvarta undan nábýli við dæmdan kynferðisbrotamann: Óttast barnaníðing í hverfinu Hjónabönd samkynhneigðra Samkynhneigðir geta gengið í hjóna- band, samkvæmt frumvarpi sem þrír stjórnarflokkar hafa lagt fyrir sænska þingið. Hjónabönd samkynhneigðra verða leyfð frá 1. maí hljóti frumvarp- ið samþykki þingsins. SVÍÞJÓÐ LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Vest- fjörðum lagði hald á mun meira magn af fíkniefnum á árinu 2008 en fimm árin þar á undan. Árið 2008 lagði lögreglan hald á rúmlega 800 grömm af fíkni- efnum. Til samanburðar hefur lögreglan í umdæminu lagt hald á um 220 grömm af fíkniefnum að meðaltali á ári hverju, undan- farin fimm ár. Mest af efnunum, sem lagt var hald á í fyrra, voru kannabisefni. Einnig var hald lagt á E-töflur, amfetamín og lítilræði af kókaíni og ofskynjunarefnum. Þess ber að geta að hér eru ekki talin með lyf og sterar. - ovd Fíkniefni á Vestfjörðum: Mun meira magn fíkniefna STJÓRNSÝSLA Unnið er að undir- búningi tilraunar með rafræn- ar sveitarstjórnarkosningar árið 2010. Kjósa á rafrænt í tveimur sveitarfélögum. Ekki er ákveðið í hvaða sveitarfélögum. Í frétt frá samgönguráðuneyt- inu segir að til margs þurfi að líta; breyta þurfi lögum til að heim- ila rafræna kjörskrá og rafræna kosningu. Þá þurfi að tryggja að útilokað verði að tengja saman kjósanda og atkvæði hans. Starfshópur á vegum hins opin- bera vinnur að undirbúningi. - bþs Kosið rafrænt til sveitastjórna: Tilraun verður gerð árið 2010 SVEITARSTJÓRNIR Umhverfis- og skipulagsnefnd Voga óttast að fyrirhugað mótorhjólasvæði á Reykjanesi hafi neikvæð áhrif á framtíðarvatnstökusvæði nálægt Snorrastaðatjörnum. Þótt grunnvatnslíkanið, sem fylg- ir tillögunni, geri ráð fyrir að meginstraumar grunnvatns fari undir Stapann til norðurs er ekki hægt að tryggja að hluti þess ber- ist ekki lengra til austurs, sér- staklega þegar horft er til þess að sprungustefnan er til norð- austurs. Þetta er líka spurning um trúverðugleika þess að vatn í Vogalandi sé með öllu ómengað og þannig í hæsta gæðaflokki,“ segir umhverfisnefndin sem kveður að mengunarvarnir þurfi að vera sérlega strangar, meðal annars með tilliti til meðhöndlun- ar efna og olíuvara. - gar Umhverfisnefnd Voga: Óttast mengun af mótorhjólum MÓTOKROSSHJÓL Vinsæl íþrótt sem ætlað er nýtt svæði á Reykjanesi. Tekinn með þorsk Íslenski togarinn Venus var á mánu- dagsmorguninn tekinn með ólögleg veiðarfæri fyrir utan Finnmörku í Noregi og færður inn til Hammerfest. Um borð í togaranum fundust 50-60 tonn, aðallega af þorski. Skipstjórinn varð að greiða 15 þúsund norskar krónur í bætur, eða nokkur hundruð þúsund íslenskra, og útgerðin 150 þúsund norskar, eða um 3 milljónir íslenskra. NOREGUR VINNUMARKAÐUR Atvinnuleitend- ur geta tekið þátt í sérstökum átaksverkefnum, frumkvöðla- störfum og sjálfboðastörfum samhliða því að fá greiddar atvinnuleysisbætur samkvæmt reglugerð sem Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra hefur sett. Reglugerðin tekur einnig á búferlastyrkjum, atvinnutengdri endurhæfingu og fleiru. Meginmarkmið reglugerðar- innar er að sporna gegn atvinnu- leysi, auðvelda atvinnuleit og stuðla að tengslum þess við atvinnulífið og skapa leiðir til að bæta möguleika sína til atvinnu- þátttöku á nýjan leik. - ovd Ný vinnumarkaðsúrræði: Bætur greiddar samhliða starfi ÍS LE N SK A SI A. IS M SA 4 45 68 0 1/ 09 20% læg ra verð á öllum b ragðtegu ndum sk yr.is dryk kjarins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.