Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 24
24 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Rósa Guðbjartsdóttir skrifar um fjármál Hafnarfjarðar Illa hefur verið haldið á fjármál-um Hafnarfjarðarbæjar á und- anförnum árum. Dapurlegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn skyldi ekki haustið 2007 taka tilboði Orku- veitu Reykjavíkur í eignarhlut bæj- arins í Hitaveitu Suðurnesja eins og sjálfstæðismenn lögðu til og sveit- arfélög á Suðurnesjum höfðu gert. Þannig hefði verið hægt að lækka skuldir bæjarins um 7,5 milljarða króna, en þá voru langtímaskuld- ir um 10 milljarðar króna. Sam- fylkingin hikaði og bærinn tap- aði. Óljóst er á þessari stundu hvort Orkuveitan geti keypt hlut- inn enda virðist hún hvorki vilja það né geta og ekki mega það sam- kvæmt úrskurði samkeppnisráðs. Tilboð Orkuveitunnar var auð- vitað barns síns tíma, sett fram á hápunkti þenslunnar í þjóðfélaginu. Synd að Samfylkingin skyldi ekki hafa borið gæfu til að samþykkja það strax. Í stað þess að Hafnarfjörður hefði grætt 7,5 milljarða króna á sölunni sem hægt hefði verið að nýta í niðurgreiðslu erlendra lána á meðan krónan var enn sterk, þá var tekið 3 milljarða erlent lán. Margir muna þegar bæjarstjórinn hreykti sér af því í fjölmiðlum hve hagstætt lánið hefði verið. Þetta lán stend- ur nú í 6 milljörðum. Í stað þess að vera með hóflega skuldsettan bæj- arsjóð nema heildarskuldir Hafnar- fjarðar nú um 34 milljörðum króna. Í stað þess að vera í hvað sterkastri stöðu sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu á bæjarsjóður í vand- ræðum með að greiða reikn- inga. Mikil er fjár- málasnilld meirihluta Sam- fylkingarinnar sem stærði sig af því að árið 2008 hafi verið mesta framkvæmda- ár í sögu Hafn- arfjarðarbæjar. Við sjálfstæðismenn vöruðum við þessari framkvæmdagleði á þenslu- tímum og nú er því miður lítið svig- rúm til að fara í framkvæmdir. Bæjarstjórinn segir í sjónvarps- fréttum að allar framkvæmdir árs- ins 2008 hafi verið fjármagnaðar af eigin fé. Reikningar bæjarins sýna annað. Fyrsta verk meirihluta Samfylk- ingarinnar nú á nýju ári var að taka nýtt 400 milljóna króna lán. Það lán fæst hjá Nýja Kaupþingi og er verð- tryggt með 9,8% vöxtum! Athyglis- vert er að til þess að fá lánið þurfti Hafnarfjarðarbær að veðsetja tvær af fasteignum sínum. Þessi lántaka og lánakjör segja meira en mörg orð um stöðu bæjarsjóðs Hafnar- fjarðar í dag. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. UMRÆÐAN Ellert B. Schram skrifar um samfélagsástandið Fólk heldur áfram að efna til mótmæla, sem ég skil vel. Hef jafnvel mætt á suma þess- ara funda og klappað fyrir ræðu- mönnum. Enda af nógu að taka og margt mætti betur fara. Fólk kallar eftir kosningum og ég tek undir þá kröfu að þjóðin veiti Alþingi nýtt umboð til að takast á við vandann. Þess vegna sömu flokkum og nú stjórna. Það ræðst af því sem kemur upp úr kjörkössunum. Þetta snýst um lýðræði. En um leið og ég segi þetta, verða Íslendingar að horfast í augu við þá staðreynd, að hver svo sem stýrir stjórnarskútunni næstu misserin, kemst ekki hjá því að takast á við ástandið og þar er brýnast að koma á stöðugleika og draga úr halla fjárlaganna. Sníða sér stakk eftir vexti. Það verkefni verður ekki umflúið. Mótmælin gegn niðurskurði í heilbrigðismálum eru skiljanleg en því miður, sá niðurskurður er óhjá- kvæmilegur. Þar sem annars staðar í ríkisrekstrin- um. Og hann þarf að vera meiri og dýpri við gerð næstu fjárlaga. Það er hinn napri veruleiki. Á öllum sviðum. Við getum auðvitað haft okkar skoðanir á því hvernig staðið er að niðurskurði í heilbrigðis- kerfinu og annars staðar, en eftir stendur að það er eins og fólk vilji ekki horfast augu við veruleik- ann. Við stöndum nefnilega á þeim krossgötum að fylleríinu er lokið. Timburmennirnir eru að koma í ljós. Þar með er ekki sagt að menn eigi að leggja upp laupana. Þjóðin hefur áður gengið í gegnum kreppur og lifað það af. Íslendingar voru raunar fátæk þjóð allt fram á miðja síðustu öld. Fólk bjó í bröggum, engir lífeyrissjóðir og ömmur og afar minnar kyn- slóðar komust aldrei til útlanda. Áttu hvorki ísskápa né ryksugur. Þau lifðu samt. Ég er nógu gamall til að muna, þegar ég var í sveit sem unglingur, að þar á bæ var ekki að finna hreinlætistæki, önnur en þau að kamarinn stóð á hlaðinu og lækurinn var baðher- bergið. Samt leið mér vel í sveitinni. Með þessu er ég ekki að segja að við hverfum aftur til þessara sultarára, síður en svo. Heldur hitt að við getum og verðum að draga saman seglin um stundarsakir og getum samt lifað það af. Á umliðnum áratugum hafa lífskjör batnað og við höfum búið við velmegun. Við erum orðin góðu vön. Og allt gott um það að segja. En við hljótum líka að hafa þann arf og það þrek að geta tímabundið dreg- ið úr kröfunum og yfirbyggingunni og séð á eftir ýmissi þjónustu hins opinbera, án þess að líta á það sem heimsendi. Og neitað okkur um ýmsa þá neyslu og aðstöðu, sem við höfum gengið út frá sem sjálf- sagðri í seinni tíð. Það er nefnilega ekkert sjálfgef- ið og lífið þarf ekki að verða óbærilegt, þótt ekki sé allt til alls. Það er þetta sem verið er að gera og þarf að gera, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og hver svo sem stjórnar þeirri ferð. Og til þess þarf að setja undir sig hausinn, ekki bara vondir kallar í ríkis- stjórn, heldur við öll. Svo er það hitt, hvort við viljum halda okkur við krónuna. Sem auðvitað er þá umræðan um aðild að Evrópusambandinu og evrunni eða ekki. Margt hefur verið upplýst að undanförnu um kosti og galla Evrópuaðildar. En enginn, hversu fróður sem hann er um ESB eða hversu hann er mikið með eða á móti ESB aðild, veit í rauninni hvað felst í aðild, fyrr en það liggur á borðinu. Þess vegna eiga menn að leggja þessar deilur niður, ganga strax til aðildar- viðræðna og leggja þau spil á borðið, sem gefin eru. Og kjósa síðan um það hvort við sættum okkur við þá stöðu eða ekki. Segja já eða nei. Þetta eru engin trúarbrögð. Þetta snýst um hagsmuni íslenskrar þjóðar, fram- tíðina, börnin okkar. Höfundur er alþingismaður. Hvað er fram undan? ELLERT B. SCHRAM En við hljótum líka að hafa þann arf og það þrek að geta tímabundið dregið úr kröfunum og yfirbyggingunni og séð á eftir ýmissi þjón- ustu hins opinbera, án þess að líta á það sem heimsendi. RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR Slæm staða Hafnarfjarðar Margir muna þegar bæjarstjór- inn hreykti sér af því í fjölmiðl- um hve hagstætt lánið hefði verið. Þetta lán stendur nú í 6 milljörðum Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | notadir.brimborg.is *Þessi bifreið er visthæf og fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar. C ohn & W olfe P ublic R elations Íslandi Eingöngu bílar sem sérfræðingar Ford mæla með Farðu á netið og skoðaðu Ford á notadir.brimborg.is Skoðaðu notaða úrvalsbíla í sýningarsal Ford, Bíldshöfða 6, í dag. Komdu í kaffi í sýningarsal Ford, Bíldshöfða 6. Nýtum notaðan Ford Nýtum notaðan Ford Nýtum notaðan Ford Nýtum notaðan Ford Nýtum notaðan Ford Nýtum notaðan Ford 1,4 dísil beinskiptur 5 dyra Visthæfur fyrir frí bílastæði* Fast númer VU763 Skrd. 08/2007. Ek. 6.300 km. Ásett verð 2.260.000 kr. Afsláttur 270.000 kr. Tilboðsverð 1.990.000 kr. 5,4 V8 bensín sjálfskiptur 8 manna Leður, loftp.fjöðrun, rafdr.afturhleri ofl. Fast númer JSZ84 Skrd. 06/2008. Ek. 17.000 km. Ásett verð 8.690.000 kr. 2,3 bensín sjálfskiptur 15” álf, þverbogar, dráttarbeisli ofl. Fast númer RM450 Skrd. 07/2005. Ek. 24.000 km. Ásett verð 2.650.000 kr. Afsláttur 260.000 kr. Tilboðsverð 2.390.000 kr. 1,6 bensín sjálfskiptur 5 dyra Fast númer TX587 Skrd. 12/2005. Ek. 7.200 km. Ásett verð 2.250.000 kr. 2,3 bensín sjálfskiptur 7 manna Fast númer YFE11 Skrd. 06/2008. Ek. 12.000 km. Ásett verð 5.900.000 kr. Afsláttur 300.000 kr. Tilboðsverð 5.600.000 kr. 2,0 bensín sjálfskiptur 5 dyra Leður, 16” álf, tölvust. miðstöð ofl. Fast númer LL191 Skrd. 06/2007. Ek. 12.000 km. Ásett verð 3.250.000 kr. Afsláttur 370.000 kr. Tilboðsverð 2.880.000 kr. Ford Galaxy Trend Ford Escape XLS Ford Focus Trend Ford Fiesta TrendFord Expedition Limited EL Ford Mondeo Ghia Ford Genuine Design. Ford leggur áherslu á fjölskyldugildin, gegnheila og einlæga hönnun. Vertu í hópi þeirra bestu. Veldu Ford. Spurðu um Fyrirmyndarþjónustu Brimborgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.