Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 28
Þríburabræðurnir Logi, Kári og Máni, sem eru á áttunda ári, taka broshýrir og tannlausir á móti blaðamanni en allir misstu þeir framtönn um hátíðarnar. Þeir standa á höndum og snúa sér á haus fyrir ljósmyndara Fréttablaðsins en raða sér svo fallega í sófann þar sem þeir sitja fyrir svörum um aðaláhugamálið, breik. Móðir drengjanna, Sif Svavars- dóttir, er þeim innan handar og byrjar að segja frá því hvernig breikáhugi þeirra kviknaði. „Ég hafði verið að draga strákana á fót- boltaæfingar við lítinn fögnuð en síðan komu þeir heim úr skólanum einn daginn og fóru að gera breik- trix sem þeir höfðu séð unglings- stráka í skólanum gera. Þeir virt- ust mjög áhugasamir og ég hafði í kjölfarið upp á breikaranum Natöshu sem kennir meðal annars í Dansskóla Jóns Péturs og Köru.“ Í upphafi æfðu bræðurnir einu sinni í viku en fljótlega fjölgaði æfingun- um upp í fjórar. „Natasha sá hvað þeir voru áhugasamir og bauð þeim að koma á aukaæfingar.“ Nú er svo komið að bræðurnir eru farnir að snúa sér á haus og gera hin ýmsu spor og trix sem þeir telja upp fyrir blaðamann. „Við gerum six step, four step, baby frees, back spin, head spin, sisi og attitude,“ segja þeir hver í kapp við annan. Bræðurnir eiga allir eitt spor sem þeir eru bestir í og tekur móðir þeirra að sér að greina frá þeim: „Kári er bestur í head spin, Logi í back spin og Máni í baby frees. Þeir eru svo allir með sérstök breik-nöfn og er Máni b- boy big, Kári b-boy storm og Logi b-boy fire. Blaðamanni leikur nú forvitni á að vita hvort mamman sé aldrei hrædd um drengina í loftköstun- um. „Jú, þegar við förum í aft- urábak-flikk og snúum okkur á hausn um,“ svarar Máni en bætir við að þetta sé ekkert hættulegt. „Maður er bara pínulítið hræddur þegar maður byrjar en svo er þetta ekkert hættulegt.“ „Það er helst að mér bregði þegar þeir gera eitthvað sem þeir hafa séð í sjónvarpinu án þess að hafa farið yfir það í tíma en Natasha leggur áherslu á að þeir læri sporin fyrst,“ skýtur Sif inn í. Þegar bræðurnir eru spurðir að því af hverju þeim finnist breikið svona skemmtilegt svarar Logi því til að það sé af því að það sé svo erfitt. En hafið þið allir jafn mikinn áhuga? „Nei, ég hef mestan áhuga,“ svarar einn en um leið gellur í öðrum: „Nei, ég!“ Logi segist svo í það minnsta ætla að æfa þangað til hann verði gam- all karl. En hvað finnst ykkur skemmti- legast við breikið? „Mér finnst skemmtilegast að vera í hringn- um,“ segir Kári og því samsinnir Máni en þá fer einn og einn inn í hring af breikurum og sýnir list- ir sínar. Bræðurnir hafa þegar tekið þátt í fjölmörgum sýningum og keppnum. Þeir eru alveg laus- ir við feimni og finnst bara gaman að koma fram. Stundum koma þeir allir fram í einu og þá sem hóp- urinn eða „crewið“ Little rascals. vera@frettabladid.is Féllu allir fyrir breikinu Bræðurnir Logi, Kári og Máni hafa brennandi áhuga á breiki. Þeir æfa oft í viku og fer stöðugt fram. Þeir eru alveg lausir við feimni og finnst gaman að koma fram hvort sem er einir og sér eða saman í hóp. Kári stendur hér á haus en Máni (til vinstri) og Logi (til hægri) gera baby frees og fleiri trix. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AFSLÁTTARKORT Frístunda Íslands veitir handhöfum þess fimm til tuttugu prósenta afslátt af margvíslegri íþrótta- og tómstundaiðkun. Árgjald kortsins er 1.000 krónur. Nánari upplýsingar er að finna á fristundir.is. Flottir á því. Enn meiri verðlækkun OILILY - TICKET TO HEAVEN - MOLO COTTONFIELD - JACKPOT - DIESEL - LEE 60% afsláttur Laugavegi 51 - sími 552 2201 Opið virka daga 10-18, lau 10-16 Febrúar 01. Þrjúbíó 08. Föndur 15. Klippiljóð 22. Húmor og Amor Mars 01. Spiladagur 08. Áslaug Jónsdóttir rithöfundur les fyrir börnin 15. Föndur 22. Þrjúbíó 29. Sögustund Apríl 05. Þrjúbíó 19. Sögustund 26. Föndur Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.