Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 42
 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR BYRON LÁVARÐUR FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1788. „Mín bíður ekkert annað en dauði og rotnun, og að lokum mun ormurinn éta hold mitt.“ Byron lávarður var enskt skáld uppi á síðari hluta 18. aldar og í upphafi þeirrar 19. Hann varð ekki síður þekktur fyrir hneyksl- issögur sem um hann gengu en hann átti í fjölmörgum ástarsam- böndum. Innan Háskóla Íslands starfar hagsmunafélagið Q-félag hinsegin stúdenta sem ætlað er þeim er láta sig réttindi sam- kynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans-stúdenta varða. Fé- lagið hefur nú starfað í áratug og fagnaði afmælinu síðast- liðinn mánudag, 19. janúar. „Þá voru tíu ár liðin frá stofnun og héldum við upp á það með því að bjóða öllum félagsmönnum, nemendum og kenn- urum að þiggja léttar veitingar á háskólatorgi Háskóla Ís- lands. Við skreyttum torgið með fánum og blöðrum og síðan voru ræðuhöld,“ segir Aldís Ólafsdóttir, formaður Q-félags- ins. „Fyrrum félagsmenn fylgjast vel með og ég finn að fólki þykir mjög vænt um félagið. Sem dæmi má nefna að rétt fyrir afmælið fékk ég bréf frá hópi sem átti þátt í stofnun félagsins og vildi taka þátt og hvetja okkur áfram,“ segir Aldís þakklát og nefnir að mikilvægt sé að hafa góðan grunn að byggja á. Á morgun, föstudag, verður einnig haldið partí í tilefni afmælisins í Regnbogasal Samtakanna ´78, Laugavegi 3. „Partíið er einkum hugsað fyrir félagsmenn og þá sem hafa áhuga á að ganga í félagið og styðja okkur,“ segir Aldís og bætir við að félagið ætli sér einnig að skipuleggja áhuga- verða dagskrá á afmælisárinu. Stúdentar í stjórn félagsins sitja oftast í tvö til þrjú ár í senn. „Á þessum tíu árum hafa verið margar stjórnir og ólíkar sem hafa haft mismunandi áherslur, enda eru örar mannabreytingar hér í háskólanum,“ segir Aldís sem hefur verið formaður síðan í september. „Félagið hefur vaxið tölu- vert á þessum tíu árum. Upphaflega var þetta félag sam- kynhneigðra stúdenta en nú er þetta félag samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans-stúdenta. Þannig bættust fleiri fé- lagsmenn í hópinn auk þess sem félagið er betur þekkt eftir lengri starfstíma.“ Þar sem félagið er hagsmunafélag er markmiðið að gæta þess að réttindi nemenda séu virt. „Við reynum að kynna okkur innan háskólans og láta fólk vita að til sé hagsmuna- félag af þessu tagi. Tvisvar í mánuði erum við með svoköll- uð Q-kvöld þar sem við hittumst og gerum eitthvað skemmti- legt saman,“ útskýrir Aldís og bætir við að félagið standi einnig fyrir öflugu alþjóðasamstarfi. „Við erum í mjög góðu sambandi við sambærileg félög víða í Evrópu og tókum til dæmis þátt í að stofna ANSO sem er norrænt hinsegin félag. Þar eru árlegar ráðstefnur og héldum við til að mynda ráð- stefnu hér á Íslandi í byrjun ágúst. Þá komu um 40 erlendir gestir á ráðstefnuna sem bar heitið A Queer Wonderland, eða Hinsegin undraland,“ segir hún en ráðstefnan snerist um framtíðina. „Þá vorum við að velta fyrir okkur hvaða mark- miðum við viljum ná. Nú er lagalegu jafnræði náð í sumum löndum eins og til dæmis á Norðurlöndunum. Við vorum því að velta fyrir okkur næstu skrefum, hvernig þróun við vilj- um sjá í okkar málefnum og vorum því í raun að spá í hvern- ig draumalandið lítur út,“ segir Aldís og brosir. Þrátt fyrir að margt hafi breyst hvað varðar hinsegin málefni segir Aldís að enn sé þetta mikið feimnismál hjá sumum. „Vissulega eru breytt viðhorf í samfélaginu og já- kvæðari kringumstæður. Samt er enn erfitt fyrir marga að koma út úr skápnum og mæta í fyrsta skipti og taka þátt. Við tökum alveg tillit til þess,“ segir hún einlæg og bendir öllum sem áhuga hafa á að kynna sér heimasíðu félagsins www. queer.is. „Þar má nálgast ýmsar upplýsingar um félagið og hvernig á að hafa samband við okkur. Við hvetjum alla sem vilja til að taka þátt.“ hrefna@frettabladid.is Q-FÉLAG: FAGNA TÍU ÁRA AFMÆLI Blómlegt starf hinsegin félags ÞÖRF FYRIR SVONA FÉLAG Aldís Ólafsdóttir, formaður Q-félags, segir að þótt margt hafi breyst til hins betra sé enn erfitt fyrir marga að koma út úr skápnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON timamot@frettabladid.is Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, Helga Guðrún Sigurðardóttir Dvalarheimilinu Hlíð, áður til heimilis Stafholti 14, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Dvalarheimilið Hlíð. Þórður Snæbjörnsson Snæbjörn Þórðarson Liv Gunnhildur Stefánsdóttir Helga Kristrún Þórðardóttir Karl Jónsson Haukur Þórðarson Kristbjörg Jónsdóttir Örn Þórðarson Ingibjörg Eyjólfsdóttir Hrafn Þórðarson Ragnheiður Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulega eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Elín Sigurbjört Sæmundsdóttir Borgarholtsbraut 62, Kópavogi, sem lést 10. janúar, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 23. janúar kl. 14.00. Innilegar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeilda LSH og Karitaskvenna, fyrir yndislega umönnun og hlýhug. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustu Karitas s. 770 6050 & 551 5606. Grímur Guðmundsson Jón Elvar Sigríður Markúsdóttir Guðmundur Grímsson Hrafnhildur Proppé Finnur Grímsson Þórunn Hafsteinsdóttir Elín Grímsdóttir Jón Bjarni Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þorsteinn Jónsson bóndi Moldhaugum, Núpasíðu 4C, Akureyri, lést 11. janúar síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum öllum er sýndu okkur samúð og hlýhug. Þóra Jónsdóttir Arnþór Jón Þorsteinsson Guðlaug H. Jónsdóttir Ester Þorsteinsdóttir Þröstur Þorsteinsson Sara Saard Wijannarong Rósa Þuríður Þorsteinsdóttir Bjarni Rafn Ingvason Eygló Helga Þorsteinsdóttir Baldur Jón Helgason Margrét Harpa Þorsteinsdóttir Oddur Helgi Halldórsson Ása Björk Þorsteinsdóttir Kristþór Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem heiðrað hafa minningu ástkærrar móður okkar og tengdamóður, ömmu og langömmu, Halldóru Eldjárn sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 21. desember 2008. Þökkum innilega hlýhug og samúð- arkveðjur við andlát hennar og útför. Ólöf Eldjárn Stefán Örn Stefánsson Þórarinn Eldjárn Unnur Ólafsdóttir Sigrún Eldjárn Hjörleifur Stefánsson Ingólfur Eldjárn Guðrún Björg Erlingsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi, sonur, bróðir, frændi, mágur og hjartkær vinur, Gunnar Björgvinsson húsasmiður, Lautarsmára 3, Kópavogi, lést föstudaginn 16. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 26. janúar kl. 13.00. Matthildur Gunnarsdóttir Jóhann Vignir Gunnarsson Óskírð Jóhannsdóttir Björgvin Kristjánsson Matthildur Gestsdóttir Kristján Björgvinsson Hrefna Gunnarsdóttir Guðlaug Björgvinsdóttir Björgvin Smári, Gunnhildur og Þorgeir Örn Sigríður Valdimarsdóttir. Ástkær systir okkar og frænka, Sigríður Jónsdóttir frá Höll í Haukadal, til heimilis að Dalbraut 20, verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, fimmtudaginn 22. janúar kl. 15.00. Aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, Guðmundur Þorvaldsson lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 19. janúar. Jarðsett verður frá Akraneskirkju þriðjudaginn 27. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á menntunarsjóð sona hans: 0552-14-400420 kt. 170269-3149. Ásdís Vala Óskarsdóttir Þorvaldur Arnar Guðmundsson Þorgils Ari Guðmundsson Þórdís Björnsdóttir Þorvaldur Guðmundsson Björn Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Kristín Gróa Þorvaldsdóttir Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sesselja Guðjónsdóttir áður Lyngheiði 9, Selfossi, sem lést þriðjudaginn 13. janúar, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 23. janúar kl. 13.30. Bragi Bjarnason Sigrún Ásgeirsdóttir Halldóra M. Bjarnadóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, Hulda Lilja Ívarsdóttir Jörfagrund 20, Kjalarnesi, lést á Kvennadeild Landspítalans 14. janúar. Útför hennar fer fram föstudaginn 23. janúar frá Bústaðakirkju kl. 13.00. Kristinn Guðmundsson Brynja Rut Kristinsdóttir Ívar Orri Kristinsson Sigrún Kjærnested Ívar Magnússon Lárus K. Ívarsson Einar Ívarsson Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við fráfall ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Úlfars Guðmundssonar trésmíðameistara Skriðustekk 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heima- hlynningar LSH. Gyða S. Hansen Anna Kristín Úlfarsdóttir Guðmundur Örn Úlfarsson Jóna Dagbjört Dagsdóttir Alda Gyða Úlfarsdóttir og afabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.