Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 22. janúar 2009 39 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 22. janúar ➜ Kvikmyndir Frönsk kvikmyndahátíð stendur yfir í Háskólabíói 16.-29. jan. Nánari upp- lýsingar á www.graenaljosid.is og www.midi.is. ➜ Tónleikar 18.00 Fimmtudagstónleikar hjá nemendum Tónlistarskólans á Akureyri, Hvannavöllum 14. Nemendur úr öllum deildum og flytja fjölbreytta tónlist. Allir velkomir og aðgangur ókeypis. ➜ Fyrirlestrar 15.00 Dr. Hilmar J. Malmquist flytur erindi í Listaháskóla Íslands í hönnunar- og arkitektúrdeild í stofu 113, Skipholti 1-5. Fyrirlesturinn verður á ensku. Allir velkomnir. 17.15 Jón Yngvi Jóhannsson fjallar um jólabókaflóðið í Bókasafni Kópavogs við Hamraborg 6a. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. ➜ Sýningar 17.00 Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Annars vegar er það sýning á verkum Ásmundar Ásmundssonar í A-sal en einnig verður opnuð sýning á verkum Péturs Más Gunnarssonar í D-sal. Sýningin Ást við fyrstu sýn í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg, hefur verið framlengt til 30. janúar. Þar stendur einnig yfir sýningin Kvikar myndir í sal 2 þar sem sýnd eru myndbandsverk eftir Ástu Ólafsdóttur, Sigrúnu Harðardóttur og Steinu. Opið alla daga nema mánu- daga kl. 11-17. ➜ Hugleiðsla 20.00 Hóphugleiðsla alla fimmtudaga í Rajadhiraja Jógamiðstöðinni við Efsta- sund 26. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég á Rex verður haldin á þremur stöðum um helgina. Um er að ræða órafmagn- aða hátíð þar sem tæplega fjöru- tíu tónlistaratriði verða kynnt til sögunnar. Verða þau mestmegnis í höndum trúbadora. „Yfirskriftin er Aldrei fór ég á Rex en við bjóðum samt fólk alveg velkomið sem hefur farið á Rex,“ segir skipuleggjandinn og trúba- dorinn Svavar Knútur. „Ég fagna því að ruglið er svolítið að víkja. Ég vona að þetta sé í síðasta skipti sem við Íslendingar erum í stórum kappakstri og að tími lúxusbíla og fyrirtækja-„sponsora“ sé að víkja,“ segir hann og vonar að samhjálp og nægjusemi taki nú völdin í þjóðfé- laginu. Sams konar hátíð var haldin í fyrsta sinn hérlendis síðasta haust við góðar undirtektir. Þá var hún minni í sniðum, enda aðeins hald- in á Kaffi Rósenberg en núna hafa Hljómalind og Nýlenduverslun Hemma og Valda bæst í hópinn. Á meðal þeirra sem koma fram eru Helgi Valur, Myrra Rós, Árstíðir, Elíza Geirs, Ragnar Sólberg, Elín Ey, Svavar Knútur og Pikknikk. Einnig koma fram bresku trúbador- arnir Sisha PM og Kid Decker. Svavar segir að hátíðin sé hald- in til að efla grasrótina og skapa tengsl við erlenda listamenn, enda hefur sams konar hátíð verið hald- in í Ástralíu og Þýskalandi. Eftir hátíðina hyggur Svavar til að mynda í tónleikaferðalag um Þýskaland og Ítalíu í von um að skapa enn frek- ari tengsl. Ókeypis er inn á Aldrei fór ég á Rex og verða fyrstu tónarnir slegn- ir á Kaffi Rósenberg á föstudag klukkan 19. - fb Aldrei fór ég á Rex um helgina SVAVAR KNÚTUR Trúbadorinn knái skipuleggur tónlistarhátíðina Aldrei fór ég á Rex um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Mikill stjörnufans er á nýjustu sólóplötu Marianne Faithfull sem heitir Easy Come, Easy Go. Keith Richards leggur sinni gömlu vin- konu lið ásamt yngri mönnum eins og Antony Hagarty, Rufus Wainwright, Jarvis Cocker og Nick Cave. Þetta er fyrsta plata Marianne frá 2004 og á henni eru eingöngu tökulög, meðal annars eftir Dolly Parton, Randy New- man og Brian Eno. Stjörnufans hjá Faithfull TÖKULÖG Marianne Faithfull er 62 ára. Uma Thurman kom farþegum á óvart þegar hún hóf að stunda jógaæfingar í flugi milli New York og Salt Lake City í Utah nýverið. Samkvæmt heimildum dagblaðs- ins New York Post stóð leikkonan upp og fór að gera jógaæfingar í gangveginum milli sætanna, og notaði vagn einnar flugfreyjunn- ar sem slá á meðan hún teygði á og gerði hnébeygjur í tuttugu mín- útur. Flestir farþeganna reyndu kurt- eislega að horfa í aðra átt á meðan hin 38 ára Thurman gerði æfing- arnar, sem þeir töldu eflaust hluta af heilsusamlegu líferni leikkon- unnar. Mörgum var því brugðið þegar vélin lenti og Thurman rauk út til að kveikja sér í sígarettu. Stundar jóga í flugvél ÆFIR STANSLAUST Uma Thurman segir æfingar og verslunarferðir hjálpa sér að slaka á en mörgum var brugðið þegar hún hóf að gera jógaæfingar í flugi nýverið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.