Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 20
20 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 65 Velta: 132 milljóni OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 319 -1,59% 881 -2,05% MESTA HÆKKUN XX x,xx% XX x,xx% XX x,xx% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PETR. -7,41% BAKKAVÖR -5,05% STRAUMUR -3,13% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,00 +0,00% ... Atlantic Airways 168,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 550,00 -7,41% ... Bakkavör 1,88 -5,05% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,30 +0,00% ... Føroya Banki 112,00 -2,18% ... Icelandair Group 13,25 +0,00% ... Marel Food Systems 66,20 -2,79% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,24 -3,13% ... Össur 96,50 -1,43% Ómar Benediktsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SmartLynx í Lett- landi, dótturfélags Icelandair Group. Hann tekur við af Eugene O’Reilly sem gegnt hefur starfinu tímabund- ið. O‘Reilly fer aftur til starfa sem aðstoðarframkvæmdastjóri Ice- lease, annars dótturfélags Ice- landair, að því er segir í tilkynn- ingu. Ómar lætur af starfi sem vara- formaður stjórnar Icelandair Group á aðalfundi í mars. - jab Nýr við stýri SmartLynx ÓMAR BENEDIKTSSON Stjórn bresku íþróttavöruverslunarinnar JJB Sports greindi frá því í fyrradag að forstjóranum, Chris Ronnie, hefði verið vikið tímabundið frá störfum. Ástæðan er rannsókn stjórnar JJB á því hvers vegna Ronnie sat á þeim upplýsingum að Singer & Friedlander, banki Kaupþings í Lundúnum í Bret- landi, hefði gert veðkall í hlut hans og Existu í versluninni og tekið hann til sín. Singer & Friedlander er í greiðslustöðvun og sitja nú skilanefndir frá Pric- eWaterHouseCoopers og Ernst & Young á hlutnum. Ronnie keypti ásamt Existu 29 prósenta hlut í JJB um mitt ár 2007 fyrir 190 milljónir punda, jafnvirði 24 milljarða íslenskra króna, á þávirði. Kaupendur höfðu ákveðna áætlun á borðinu um viðsnúning í rekstri JJB en náðu ekki að hrinda henni í framkvæmd áður en þrengingar í bresku efnahagslífi settu strik í reikninginn. Gengi hlutabréfa í JJB hrundi í september í fyrra og stóð við upphaf við- skiptadagsins í gær í 7,3 pensum. Það er rúmlega 97 prósenta rýrnun á virði hlutafjár síðan Exista og Ronnie komu í hluthafahópinn. - jab Forstjóri settur til hliðar Brown velur íslenskt Væringar við Íslendinga vegna Icesave skuld- bindinga virðast ekki trufla bresku stjórnsýsluna þegar að því kemur að sýna ráðdeild í rekstri. Þannig flaug Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, á vegum einkaþotuleigunnar IceJet á tvo stutta fundi með Nicolas Sarkozy, forseta Frakkklands, í París og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í Berlín á miðvikudaginn fyrir viku. Heimildir blaðsins herma að með í för hafi verið eiginkona forsætisráðherrans, fjórir aðstoðarmenn og lífverðir. Tvær flugfreyjur þjónuðu farþegum en venj- an mun að hafa aðeins eina um borð. Jón Ingi Jónsson, framkvæmda- stjóri IceJet, var ekki fáanlegur til vitals um málið og sagði vinnureglu félagsins að tjá sig ekki um viðskiptavini. Félagið á fjórar einkaþotur og gerir tvær út frá Lundúnum. Skál fyrir breytingum Víða er taktmunur í mannlífinu um þessar mundir. Fólk krefst breytinga við Austurvöll og vill fá að kjósa upp á nýtt. Annars staðar láta menn slíkan óróa ekki trufla sig. Þannig und- irbúa laganemar nú sína eigin sönglagakeppni (Orovision, eftir nafni félags þeirra Orators og svo Eurovision) á morgun, föstudag. Upphitun hefst klukkan fimm síðdegis, fyrir nema á öðru til fimmta ári, með kokteilsamsæti í boði Sjálf- stæðisflokksins. Samsætið verður í Valhöll í Reykjavík. Laganemarnir tala um að mæting í fordrykk efli skráningu í söngkeppnina. Einn sagði þetta þó óþægilega nærri því að „spila á fiðlu meðan Óslóartréð brenn- ur“. Peningaskápurinn ... Glitnir lækkaði í gær vexti á bæði út- og innlánum. „Með þessu hafa kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa hjá Glitni lækkað um 2,85 prósent, eða úr 21,85 prósentum í 19 prósent, frá 28. október síðastliðnum. Þá hafa algengustu yfirdráttarvext- ir lækkað um 2,05 til 3,5 prósent hjá bankanum og vextir á algeng- ustu sparnaðarreikningum lækkað á bilinu 0,5 til 2,5 prósent á sama tíma“, segir í tilkynningu bank- ans. Þar kemur fram sem dæmi að vaxtakostnaður á yfirdráttar- láni í Námsvild bankans lækki um rúmar 36 þúsund krónur á ári og um 25 þúsund hjá einstaklingum í svonefndri Gullvild hjá bankanum. - óká Glitnir lækkar vexti Nýi Landsbankinn (NBI) hefur keypt skuldabréf deCode fyrir 1,4 milljarða króna. Kári Stefánsson segir um skammtímalausn að ræða. Leitað var til allra stóru bankanna. „Nú gefst okkur nægilegt ráðrými til að semja á yfirvegaðan hátt um framtíð fyrirtækisins. Þetta hefur engin úrslitaáhrif á það hverjir koma til með að fjármagna það til framtíðar,“ segir Kári Stefáns- son, forstjóri deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hafi selt Landsbankanum skulda- bréf fyrir ellefu milljónir Banda- ríkjadala. Þetta jafngildir um 1,4 milljörðum íslenskra króna. Skuldabréfin eru safn bréfa, útgefin af ýmsum aðilum í Banda- ríkjunum, og deCode hefur átt um nokkurra ára skeið. Með sölunni fylgdu þeir skilmál- ar að deCode skuldbindur sig til að kaupa bréfin aftur fyrir árslok auk þess sem Landsbankinn getur krafist þess að fyrirtækið kaupi þau aftur á sama tíma. DeCode hefur glímt við erfiða lausafjárstöðu síðustu misseri og var ráðist í uppstokkun, sölu eigna sem ekki tengjast kjarnastarfsemi og uppsögnum starfsfólks á seinni hluta nýliðins árs. Illa hefur gengið að selja eignir í núverandi árferði. Samkvæmt skilmálum skulda- bréfasölunnar mun stefnt að því fyrir lok árs. Kári segir viðræður við evr- ópska og bandaríska fjárfesta langt komnar og sé hann bjartsýnn á að þeim ljúki innan þriggja mán- aða og muni þá kröftugir og fjár- sterkir aðilar bætast við eigenda- hóp deCode. Eftir því sem næst verður kom- ist leitaði deCode til Landsbank- ans, Glitnis og Kaupþings um að koma fyrirtækinu til aðstoðar með kaupum á skuldabréfum þess. Heimildir blaðsins herma að bönk- unum hafi ekki þótt það fýsilegur kostur, en nokkur pólitískur þrýst- ingur hafi verið á að einhver bank- anna tæki það að sér. Fyrirtækið hefur áður notið nokkurrar vel- vildar stjórnvalda hér, samanber lög sem samþykkt voru 2002 um ríkisábyrgð á skuldabréf útgefnum af DeCode. Kári segir deCode hafa vissu- lega leitað eftir því að selja skuldabréfin öðrum fjármálafyr- irtækjum áður en gengið var til samninga við Landsbankann. Ekk- ert sé við slíkt að athuga, að hans sögn. jonab@markadurinn.is Landsbankinn hjálpar deCode HÚS ÍSLENSKRAR ERFÐAGREININGAR DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfða- greiningar, hefur leyst úr skammtíma- vanda með sölu á safni skuldabréfa. Velta á skuldabréfamarkaði nam 17,9 milljörðum króna í gær. Þetta er mesta velta ársins en annað eins hefur ekki sést síðan ríkið tók yfir bankana snemma í október í fyrra. Næstmesta veltan sem sést hefur eftir árið á markaðnum nemur í kringum sextán milljörð- um króna. Meðalvelta ársins fram til þessa nemur um 9,2 milljörðum króna á dag, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Talið er að aukninguna í gær megi rekja til fyrirhugaðrar skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs á morgun, sem vega á upp á móti fjárþörf hins opinbera vegna mik- ils halla á fjárlögum í ár. - jab Metvelta á skuldabréfamarkaði AF MARKAÐNUM Velta á skuldabréfa- markaði hefur aldrei verið meiri en í gær. Á sama tíma féll nýja Úrvalsvísital- an um 2,1 prósent. Hún endaði í 864,15 stigum og hefur aldrei verið lægri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hluthafafundur Landic Property hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins, Kringlunni 4–12 í Reykjavík, fimmtudaginn 29. janúar nk. og hefst kl. 10.00. HLUTHAFAFUNDUR LANDIC PROPERTY HF. Tillögur stjórnar Landic Property hf. til hluthafafundar félagsins þann 29. janúar 2009. Liður 1: Tillaga er lögð fram um breytingu á grein 4.1. þannig að stjórnarmönnum verði fækkað úr sjö í fimm. Liður 2: Eins og fram kom í tilkynningu frá félaginu þann 5. desember sl. þá vinnur félagið að mótun á nýrri stefnu fyrir félagið vegna mjög erfiðra rekstrar- skilyrða. Í því ljósi er lögð fram eftirfarandi tillaga fyrir hluthafafundinn: Tillaga er gerð um að hluthafafundur Landic Property hf., haldinn 29. janúar 2009, samþykki vegna erfiðra rekstrarskilyrða, að veita stjórn félagsins heimild til þess að vinna áfram að stefnumótun félagsins sem felur í sér endurskipulagningu og mögulega sölu eigna sem ekki falla að nýrri stefnu þess. Skal heimild þessi gilda út árið 2009. Liður 3: Önnur mál, löglega upp borin. Framangreindar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins til frekari kynningar fyrir hluthafa. Enn fremur verður hægt að nálgast þær á vefsíðu félagsins www.landicproperty.com frá sama tíma. DAGSKRÁ: 1. Tillaga um fækkun stjórnarmanna úr sjö í fimm. 2. Tillaga um að veita stjórn umboð til áframhaldandi vinnu við stefnu- mótun félagsins og aðgerða tengdum þeim. 3. Önnur mál. Reykjavík, 21. janúar 2009, Landic Property hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.