Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 34
 22. JANÚAR 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● þorrinn Helga Þórarinsdóttir hefur verið meðlimur í Þjóðdansafélagi Íslands síðan það var stofnað árið 1951. Hún sinnir afgreiðslustörf- um í búningaleigu félagsins og kennir gömlu dansana á mánudags- og miðvikudagskvöldum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tilvalið er að klæðast peysu- fötum, upphlut og öðrum hátíðarklæðnaði á þorranum. Þorrinn gengur í garð föstudaginn 23. janúar með tilheyrandi matar- og drykkjarveislum, þar sem há- karl, súrmatur, svið og íslenskt brennivín eru oftar en ekki undir- staðan. Við slík tilefni prúðbúast margir og kjósa sumir að klæðast þjóðbúningum til að fanga betur stemninguna. Þá má meðal ann- ars leigja hjá Þjóðdansafélagi Ís- lands. „Hér erum við með allar teg- undir af íslenska þjóðbúningnum; upphlut, peysuföt, skautbúning og kyrtil, sem hafa annaðhvort verið keyptir eða fengist gefins. Ætli þeir elstu séu ekki frá árinu 1930,“ segir Helga Þórarinsdóttir, sem sinnir afgreiðslustörfum hjá bún- ingaleigu félagsins við Álfabakka 14a. Helga bendir á að hægt sé að fá bæði búninga í anda gamalla og nýrri tíma, því eins og kunnugt er hafi hann tekið nokkrum breyt- ingum í tímans rás. Sem dæmi um þær má nefna að frá seinni hluta 19. aldar og á 20. öld var tekið að sauma húfuna og peysuna við peysufötin í stað þess að prjóna þau og hálsklúturinn vék fyrir breiðum borða eða slifsi. Nú er hann saum- aður úr svörtu ullarefni, skotthúf- an prjónuð úr svörtu ullargarni og svuntan gerð úr köflóttu eða lang- röndóttu silki. „Mest er óskað eftir peysufötum og upphlutnum frá 20. öld, þessum svarta sem er algengastur og fólk þekkir best. Enda var þetta helsti sparibúningur kvenna hér áður fyrr. Hann er ekki skreyttur silfri eins og 19. aldar upphluturinnn en hann hentar kannski betur þeim sem vilja vera sem mest skreytt- ir.“ Karlpeningurinn ætti svo ekki að koma að tómum kofunum hjá fé- laginu að sögn Helgu, þar sem hann getur bæði fengið á sig þjóð- og há- tíðabúning. „Hér er til dæmis hægt að fá hnébuxur og vesti. Þetta er gert úr ull og auðvitað mjög ólíkt hátíðabúningnum,“ bendir hún á og bætir við að búningarnir séu ekki síður vinsælir meðal mennta- skóladrengja en í þorrablót. Þetta sé yfirhöfuð sá árstími þegar eftir- sóknin er einna mest eftir búning- um beggja kynja, til dæmis í brúð- kaup og fermingarveislur. - rve Uppábúin á þorranum „Hefðin er sú að hver kemur með sinn mat, hann er látinn í trog og snæddur upp úr þeim með vasa- hníf. Þeir sem eru með áhugabú- skap koma oft með mat þaðan; annars er þorramaturinn seldur í búðunum,“ segir Þóra Hansdótt- ir, tryggingafulltrúi sýslumanns- ins í Bolungarvík, um fyrirkomu- lag þorrablótsins í Bolungarvík, sem hefur verið haldið óslitið frá 1944. Að sögn Þóru er þorrablótið að auki hálfgerð skemmtun fyrir hjón. „Hér er hefð fyrir því að konurnar bjóði mönnunum sínum á blótið þar sem bóndadag ber upp á fyrsta degi þorrans. Nauðsynlegt er að eiga maka til að mega mæta á þorrablótið í Bolungarvík. Auð- vitað kemur fyrir að mennirnir eru úti á sjó, en konurnar mega að sjálfsögðu taka þátt,“ segir Þóra, sem hefur mætt á yfir þrjátíu þorrablót á staðnum, ætíð í sam- floti við sama fólkið. Blaðamanni verður brátt ljóst að stutt er í þjóðarstoltið hjá húsfreyj- unum í Bolungarvík þar sem Þóra upplýsir hann um að allar konur á svæðinu mæti í íslenskum þjóðbún- ing. „Það er ósköp skemmtilegt að fylgjast með uppáklæddum kon- unum borða súrmat með hnífinn einan að vopni,“ segir hún og hlær. Aðspurð hvort körlunum sé skylt að mæta í þjóðhátíðarbúningi neit- ar hún því en bætir við að þeir séu hins vegar skikkaðir til að klæðast jakkafötum. „Körlunum hefur verið komið í skilning um að æskilegt sé að mæta í hátíðarbúningi. Þeir eru flestir með það á hreinu.“ Hefð er fyrir því að halda þorra- blótið í félagsheimilinu fyrsta laug- ardaginn í þorra í Bolungarvík en að þessu sinni færast veisluhöldin yfir í íþróttahúsið. „Það er vegna framkvæmda í húsinu,“ útskýrir Þóra. Spurð hvað henni þyki skemmti- legast í tengslum við þorrablót- ið svarar Þóra: „Lokaatriðið, en það samanstendur af frumsömd- um gamanvísum um konurnar í nefndinni.“ - aóv Hátíðleg hjónaskemmtun Þóra Hansdóttir ásamt bónda sínum, Sigurði Z. Ólafssyni. MYND/ÚR EINKASAFNI HVAR ER ÞÍN AUGLÝSING ? Allt sem þú þarft... ... alla daga ÞRIÐJUDAGINN 24. JAN. Nýsköpun Sérblað um nýsköpun í hinum ýmsu atvinnugreinum Nánari upplýsingar veitir Bjarni Þór Sigurðsson í síma 512-5471 eða á netfangið bjarnithor@365.is Eftirfarandi sérblöð fylgja Fréttablaðinu á næstunni heimili&hönnun LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2009 BEST SKREYTTU HÚSIN Ljósin loga áfram HÖNNUN Hápunktar ársins 2008 KATRÍN ÓLÍNA PÉTURSDÓTTIR Á mörkum draums og veruleika fasteignir 15. SEPTEMBER 2008 Fasteignasalan Perla Investments og RE/MAX Bær eru með til sölu íbúðir við Punta Prima strönd á Spáni. Í búðirnar eru í blokk við Punta Prima-strönd, sem hefur notið mikilla vinsælda og er bæði í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante-flugvelli og Murcia-flugvelli. Íbúðin á myndinni til hliðar skiptist niður í opið eldhús, stofu/borðstofu, tvö svefnherbergi, baðher- bergi og verönd. Íbúðunum fylgir sameiginlegur garður með tveimur sundlaugum auk sameiginlegs púttvallar. Þær eru í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá ströndinni, þar sem óviðjafnanlegt útsýni er út á Miðjarðarhafið. Þá er öll þjónusta innan seilingar. Hægt er að rölta á nærliggjandi veitingastaði og eins eru kjörbúðir, veitingastaðir, apótek, barir og fleira staðsett í þjónustukjarna í tíu mínútna göngufjarlægð. Að auki er stutt í ýmiss konar afþreyingu fyrir alla fjölskylduna, þar á meðal golf, tívolíferðir, vatnagarð og fleira. Þess skal getið að íbúðirnar kosta frá 201.160 evrum. Þessi eign ásamt fleirum verður kynnt í opnu húsi á Spánareignum hjá Remax Bæ Malarhöfða 2, helg- ina 20. og 21. september á milli klukkan 12 til 16 báða daga. Nánari upplýsingar veitir RE/MAX Bær, um- boðsaðili Perla Investments á Íslandi. Snorri Sig- urfinnsson í síma 864 8090, ss@remax.is. Magnús Ninni Reykdalsson í síma 694 9999, maggi@remax. is. Frekari upplýsingar um fasteignakaup á Spáni eru fáanlegar á vefsíðunni www.perla.is. Fyrsta flokks íbúðir fáanlegar á Spáni Íbúðin í blokkinni skiptist í opið eldhús, stofu/borðstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og verönd. Íbúðunum fylgir sameiginlegur garður með tveimur laugum auk sameiginlegs púttvallar. Öll þjónusta og afþreying eru innan seilingar frá þeim. Fr um Smærri fjármálafyrirtæki Þrengingar kalla á samþjöppun Sögurnar... tölurnar... fólkið... H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Óli Kristján Ármannsson og Björn Ingi Hrafnsson skrifa Seðlabanki Íslands ætti að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig á vaxtaákvörðunardegi sínum á morgun, samkvæmt áliti skuggabankastjórnar Markaðarins. Að þessu sinni voru skiptar skoðanir innan bankastjórnarinnar. Tveir vildu fremur horfa til væntinga erlendra greinenda og hættunnar á frekara gengisfalli og halda vöxtum óbreyttum. Hinir vildu hefja lækkunarferli stýrivaxta nú þegar og forða með því frekara kreppuástandi. Sameiginleg niðurstaða er svo varfærnisleg lækkun sem undirbyggja þarf rækilega með gögn- um, svo sem með því að birta nýjan stýrivaxtaferil. Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykja- vík, segir stöðuna í efnahagslífinu einkennast af mikilli óvissu og hættu, meðal annars vegna skorts á lánsfé. Þá hafi ekki tekist að styrkja gjaldeyris- forða Seðlabankans nema að takmörkuðu leyti. „Það lán sem tilkynnt var um í síðustu viku, en hefur reyndar ekki enn verið tekið, er auðvitað aðeins sem lítið skarð í stórri ísaldarstæðunni og var af kurteisisástæðum ekki hlegið beint út af borðinu,“ segir hann. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir mestu skipta nú að vega saman verðbólgu- hættuna annars vegar og hættuna á kreppu hins vegar. Hann horfir meðal annars til reynslunnar af fyrri samdráttarskeiðum, svo sem þegar lækkun stýrivaxta hófst síðla árs 2001, skömmu áður en verðbólga náði hámarki. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis, segir verðbólguhorfur jafnframt góðar og líkur á að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð á þriðja fjórðungi næsta árs. „Í þessu háa vaxtaumhverfi og í ljósi þessarar verðbólguspár tel ég rétt að bankinn lækki vexti sína í nokkuð stórum stökkum á næstu mánuðum,“ segir hann. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, telur einnig að Seðlabankinn þurfi að bregðast hratt við með örum stýrivaxtalækkunum þegar verðbólgan tekur að hjaðna og þá jafnvel með fjölgun vaxtaákvörðunardaga. Lækkunarferlið segir hann hins vegar kalla á góðan undirbúning og telur vart hægt að hefja það nema í tengslum við útgáfu Peningamála, efnahagsrits Seðlabankans, á vaxtaákvörðunardegi í nóvember. Þar hafi bankinn vettvang til að skýra ákvörðun sína og sýn á efna- hagsframvinduna. Skuggabankastjórnin vill 25 punkta lækkun Skuggabankastjórn Mark aðarins áréttar að tími sé kominn á lækkun stýrivaxta. Hættara sé við kreppu en verðbólgu. Olíuverð lækkar | Verð á hrá- olíu hefur lækkað nokkuð hratt upp á síðkastið og lá við 102 dali á tunnu þegar best lét í gær. Í júlí stóð verðið í hæstu hæðum, fór í rúma 147 dali á tunnu. Kauphöllin sprakk | Fjárfestar í Bretlandi komu að lokuðum dyrum hjá Lundúnamarkaðn- um í Bretlandi á mánudag. Tvö- falt meiri velta með hlutabréf en aðra daga varð til þess að kaup- hallarkerfið brann yfir. Þetta er alvarlegasta kerfisbilun á bresk- um hlutabréfamarkaði í átta ár. Þjóðnýting gleður | Gengi hlutabréfa tók kipp upp á við víða um heim á mánudag eftir að Henry Paulson, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, greindi frá yfirtöku ríkisins á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac á sunnu- dag. Þetta eru umfangsmestu björgunaraðgerðir í sögu fjár- málageirans. Mikið atvinnuleysi | Atvinnu- leysi mældist 6,1 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, samkvæmt nýjustu tölum banda- rísku vinnumálastofnunarinnar. Atvinnuleysi hefur ekki verið meira í tæp fimm ár. Óbreyttir vextir | Bæði Eng- landsbanki og evrópski seðla- bankinn ákváðu í síðust viku að halda stýrivöxtum óbreyttum. Að- stæður í efnahagslífinu og yfir- vofandi samdráttur í hagvexti lá til grundvallar ákvörðununum. Þóra Helgadóttir Verðleiðrétting ekki alslæm 6 Starfsmenn vilja kaupa Heitt í holunum hjá Enex 2 2 Hlutabréf í Eimskipafélaginu voru færð á athugunarlista í Kauphöllinni í gær, vegna um- talsverðrar óvissu varðandi verð- myndun vegna hættu á ójafnræði meðal fjárfesta, líkt og segir í til- kynningu. „Þetta er ábending til fjárfesta um að verðmyndun sé óvenju óviss um þessar mundir og felur því í sér hvatningu til þeirra að kynna sér málið vel áður en ákvarðanir eru teknar,“ segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallar- innar, í samtali við Markaðinn. Verð á hlutabréfum í Eimskip hefur nánast verið í frjálsu falli síðustu vikur og mánuði. Á einni viku hefur gengi bréfanna til að mynda lækkað um ríflega þriðj- ung. Fyrir um ári var gengið um 43, en var komið niður fyrir 10 kr. á hlut í gær. Eins og fram hefur komið í Markaðnum situr Eimskip enn uppi með ábyrgð upp á 25 millj- arða króna vegna sölu á bresku ferðaskrifstofunni XL Leisure Group fyrir tveimur árum. Unnið hefur verið að endurfjármögnun, en henni er ekki lokið og herma heimildir Markaðarins að skyndi- legt fall nú geti tengst óvissu um lyktir þeirrar vinnu. - bih Eimskip í frjálsu falli www.trackwell.com Vistvænn kostur! LAUGARDAGINN 24. JAN. MÁNUDAGUR 26. JAN. MIÐVIKUDAGUR 28. JAN. Heimili & hönnun: Vikulegt sérrit um heimili & hönnun, hugmyndir fyrir öll rými heimilisins sem og áhugaverðar fréttir úr heimi hönnunar jafnt innanlands sem utan. Nánari upplýsingar veitir Hlynur Þ. Steingrímsson í síma 5125439 eða hlynurs@365.is Fasteignir: Fasteignablað Fréttablaðsins - alla mánudaga. Auglýsendur athugið að panta þarf auglýsingar fyrir klukkan 12 föstudaginn 23. janúar. Nánari upplýsingar veitir Viðar Ingi Pétursson í síma 512-5426 eða vip@365.is Markaðurinn: Vikulegt sérrit um allt er snýr að viðskiptum og efnhagsmálum – alla miðvikudaga. Nánari upplýsingar veitir Laila Awad í síma 512-5451 eða laila@frettabladid.is föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS LEIKA FEÐGIN Í ÞRIÐJA SINN Sólveig Arnarsdóttir og Arnar Jónsson leika feðgin í fjölskyldudramanu Heiðri. ÆVINTÝRA- LEGA ÞJÓÐLEG Ásthildur Sturludóttir opnar heimili sitt og sýnir uppáhaldshlutina. 16. janúar 2009 SETTU ÍBÚÐ- INA Á SÖLU Birgitta Haukdal og Bene- dikt Einarsson selja glæsi íbúð sína á Skólavörðustíg. FÆR ÚTRÁS Í GEGNUM LISTINA Magnús Jónsson er með sjónvarpsþátt, tvær plötur og bíó- mynd í vinnslu. FÖSTUDAGUR 23. JAN. Föstudagur: Vikulegt sérrit á léttu nótunum. Viðtöl við þjóðþekkta einstaklinga, allt það nýjasta í tísku, heilsu og hönnun svo dæmi sé tekið. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir í síma 512-5462 eða sigridurdagny@365.is LAUGARDAGINN 24. JAN. Ferðir Sérblað Fréttablaðsins um ferðir Nánari upplýsingar veitir Benedikt Freyr Jónsson í síma 512-5411 eða á netfangið benediktj@365.is [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög DESEMBER 2008 + NÝÁRSFAGNAÐUR Í HONG KONG, FORSETASKIPTI Í BANDARÍKJUNUM OG ELDFLÓINN Í TASMANÍU Almennt um námið Námið tekur eina önn og veitir svæðisleiðsöguréttindi. Kennt er þrjú kvöld í viku frá mánudegi til miðviku- dags, auk æfingaferða um helgar. Inntökuskilyrði Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu námi. Æskilegt er að hafa gott vald á einu erlendu tungumáli. Nánari upplýsingar á www.mk.is, í síma: 594 4025 eða á netfanginu: lsk@mk.is Markaðsráðgjafar Sérblaðadeildar Benedikt Freyr Jónsson benedikt@365.is 512 5411 Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is 512 5471 Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is 512 5439 Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is 512 5462
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.