Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 25
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég held mikið upp á þessa flík sem er eins konar anorakkur eða mussa. Hún var keypt í Dan- mörku í Henrik Vibskov-verslun síðasta sumar, en þetta er hans hönnun,“ segir Svanhildur Ein- arsdóttir, kennari og verslun- areigandi. „Ég nota anorakkinn mikið og við mörg tækifæri,“ segir hún en fjölbreytt notagildi heillaði hana á sínum tíma. „Hægt er að nota flíkina bæði úti og inni. Einfalt er að klæða sig í eitthvað hlýtt undir en annars er ég stundum í úlpu yfir,“ segir Svanhildur brosandi og bætir við að flíkin henti vel við íslenskar aðstæður þar sem allra veðra er von. „Ég er mikið í þægileg- um fötum og upp á síðkastið hef ég oft klæðst dökkum fötum. Ég heillast líka af sígildum fatnaði sem nota má við ýmis tækifæri,“ segir hún. Uppáhaldsverslanir Svan- hildar á Íslandi eru Kronkron og KVK. „Þar má finna vönduð og endingargóð föt en það líkar mér. Síðan vil ég hafa fötin mín straufrí, ég nota ekki mikið föt sem þarf að strauja,“ segir hún og hlær. Svanhildur viðurkenn- ir að henni þyki skemmtilegt að klæðast öðruvísi fötum. „Oft er ég þó í ósköp venjulegum fötum svona hversdags en krydda þetta þó af og til.“ Svanhildur hefur lengi haft áhuga á fatnaði og á til að mynda barnafataverslunina Rumputusku á Laugavegi 27. „Búðin er um árs- gömul og þar má finna mjög lit- skrúðug dönsk og sænsk gæðaföt. Ég er meðal annars með föt úr líf- rænni bómull og hefur sú fram- leiðsla verið að aukast. Þá er líka verið að hugsa um umhverfið í allri framleiðslu. Er þá til dæmis horft til þess að pakkningar séu umhverfisvænar og að barna- þrælkun tengist ekki framleiðsl- unni,“ útskýrir hún. Misjafnt er þó hversu meðvitaðir neytendur eru um þessa hluti. „Flestir eru ekki mikið að spá í þetta en þó kemur það fyrir. Þó hefur áhug- inn verið smám saman að aukast,“ segir Svanhildur og bætir við að öll fötin séu eiturefnaprófuð og endist vel. hrefna@frettabladid.is Sígilt og endingargott Svanhildur Einarsdóttir hefur mikinn áhuga á fötum og rekur nú barnafataverslunina Rumputuska á Laugaveginum. Þar fást litskrúðug og skemmtileg föt en fatastíll Svanhildar er ekki síður athyglisverður. Svanhildur er ekki alveg viss um hvað kalla skuli flíkina frá Henrik Vibskov en lýsti henni þó sem nokkurs konar anorakk eða mussu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HAPPYGREENKIDS.IS er netverslun sem selur meðal annars barnafatnað úr lífrænt ræktaðri bómull. Í netversluninni er að finna föt á börn að fimm ára aldri, leikföng, hand- klæði, rúmföt og gjafavöru. – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is 20% verðlækkun ORIGINAL ARCTIC ROOT Gegn streitu og álagi, extra sterkt og fljótvirkandi. 2.450 kr. 1.960 kr. Gildir til 31.1. 2009 20% verðlækkun UDO’S Omega fitusýrur eru meðal vinsælustu bætiefnanna hjá íþróttafólki. Hreysti úthald og vellíðan. 500 ml. 2.619 kr. 2.095 kr. 250 ml. 2.240 kr. 1.792 kr. 20% verðlækkun ANGELICA veitir styrk og hugarró. 60 töflur 2.692 kr. 2.154 kr. 100 ml. 1.679 kr. 1.343 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 4 47 06 0 1/ 09
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.