Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 50
34 22. janúar 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Titanic-parið Kate Winslet og Leon- ardo DiCaprio leiða aftur saman hesta sína í hinni dramatísku Revolutionary Road sem verður frumsýnd á morgun. Mörgum er eflaust enn í fersku minni ástarsamband Winslet og DiCaprio í hinni ógnarvinsælu Tit- anic árið 1997. Neistaflugið á milli þeirra var umtalað og átti tvímæla- laust stóran þátt í vinsældum mynd- arinnar. Síðan þá hefur vegur þeirra beggja aukist jafnt og þétt og skín stjarna þeirra skærar núna en nokkru sinni fyrr, sérstaklega Winslet sem hampaði nýlega tvenn- um Golden Globe-verðlaunum. Voru önnur þeirra einmitt fyrir frammi- stöðuna í Revolutionary Road. Á þessum tólf árum síðan Titanic gerði allt vitlaust hafa peningamenn í Hollywood beitt öllum brögðum til að fá gamla dúettinn til að endur- vekja töfrana en án árangurs, allt þar til nú. Skipti þar eflaust mestu máli að leikstjóri myndarinnar er enginn annar en eiginmaður Wins- let, hinn virti Sam Mendes sem á að baki fín verk á borð við Amer- ican Beauty, Road to Perdition og Jarhead. Revolutionary Road fjall- ar um April og Frank, ung hjón með tvö börn í úthverfi Connecticut um miðjan sjötta áratuginn. Þrátt fyrir að allt sé slétt og fellt á yfirborðinu finnst þeim eitthvað vanta í lífið. Frank skaffar vel í skrifstofustarfi sem honum hundleiðist og April átti sér drauma um að verða leikkona en sinnir nú húsmóðurstörfum. Þau taka sig til og ákveða að flytja til Frakklands í von um nýtt og betra líf. Þessi umbreyting gengur aftur á móti afar brösuglega með sífelld- um rifrildum sem gætu mögulega bundið enda á samband þeirra. Myndin fær mjög góða dóma í erlendu pressunni og svo virð- ist sem neistinn á milli Winslet og DiCaprio hafi hvergi nærri dofnað. Myndin fær 7,9 af 10 mögulegum á síðunni Imdb.com og 67% á Rot- tentomatoes.com. - fb Gamanmyndin Role Models og spennumyndin Underworld: Rise of the Lycans verða frumsýnd- ar á morgun. Role Models fjallar um óábyrgu sölumennina Danny og Wheeler sem fara á fyllerí og skemma bíl vinnuveitanda síns. Í réttarsalnum mega þeir velja um að fara í fangelsi eða vera leiðbein- endur fyrir vandræðaunglinga. Með aðalhlutverkin fara Paul Rudd og Seann William Scott, sem er þekktastur sem Stifler í American Pie. Role Models fær fína dóma, eða 7,8 af 10 á síðunni Imdb.com og 76% á Rottentomatoes.com. Underworld: Rise of the Lycans er þriðja myndin í þessari blóðugu seríu sem fjallar um baráttu vamp- íra og varúlfa. Rhona Mitra hefur tekið við aðalhlutverkinu af Kate Beckinsale og bregður sér því í þröngt leðurdressið á meðan þeir Bill Nighy og Michael Sheen mæta aftur til leiks sem hinir hrikalegu Viktor og Lucian. Myndin fær 6,9 á Imdb.com. Grín og hryllingur UNDERWORLD Rhona Mitra leikur aðalhlutverið í Underworld: Rise of the Lycans. Sýningar á Lost hófust að nýju í gærkvöldi á ABC sjónvarpsstöð- inni í Bandaríkjunum með tveimur fyrstu þáttum fimmtu seríunnar. Tveimur söguþráðum verður fylgt í sautján þáttum þessarar seríu. Annars vegar verður fylgst með atburðum á eyjunni sem leiddu til dauða Lockes árið 2007 en Benja- min var sem kunnugt er búinn að færa eyjuna til bæði í tíma og rúmi. Hins vegar verður fylgst með afdrifum sexmenninganna sem sluppu af eyjunni, þá aðal- lega Jacks og Bens, sem reyna að fá alla til að sameinast um að snúa aftur með líkið af Locke. Gefið hefur verið út að svikahrappur- inn Sawyer verði fyrirferðarmik- ill í þessari seríu, en hann er einn af þeim sem urðu eftir á eyjunni. Sjötta og síðasta Lost-serían verð- ur svo sýnd á næsta ári og verður öllum spurningum svarað, að sögn höfunda. Ríkissjónvarpið byrjar að sýna fimmtu seríuna í apríl. Lost hefst að nýju Neistaflugið enn til staðar Tilkynnt verður um tilnefn- ingar til Óskarsins í dag og bíða margir kvikmynda- unnendur spenntir eftir því hvort The Dark Knight hljóti náð fyrir augum aka- demíunnar. Hingað til hafa vinsælar sum- armyndir á borð við The Dark Knight ekki þótt merkilegur papp- ír í augum Óskarsakademíunnar. Myndir sjálfstæðra framleiðenda sem sumir telja „listrænni“ og „alvarlegri“ (Crash, No Country for Old Men, Million Dollar Baby) hafa hingað til verið inni í hlýjunni og sankað að sér Óskarsverðlaun- um. Núna telja samt margir að ekki verði hægt að líta fram hjá Leðurblökumanninum, myndin sé einfaldlega of vönduð til þess og hún verðskuldi tilnefningu í virt- asta flokknum, sem besta mynd- in. Flestir telja öruggt að Golden Globe-verðlaunahafinn Slum dog Millionaire fái þá tilnefningu ásamt The Curious Case of Benja- min Button, Frost/Nixon og Milk. Óvissa er á hinn bóginn um fimmtu tilnefninguna og talið er að kapp- hlaupið þar standi á milli The Dark Knight, Gran Torino, Doubt og The Wrestler. Talið er nánast pottþétt að hinn sálugi Heath Ledger fái tilnefn- ingu sem Jókerinn enda hefur hann sópað til sín verðlaunum að undanförnu. Líkurnar á því að Nolan verði tilnefndur sem besti leikstjórinn og að handrit- ið verði tilnefnt eru einnig tald- ar þónokkrar. Hvort The Dark Knight fái stærstu tilnefninguna er aftur á móti stóra spurningin. Til dæmis hlaut hún níu tilnefn- ingar til bresku Bafta-verðlaun- anna á dögunum en samt ekki sem besta myndin. „Ég veit ekki betur en að kvikmyndir séu gerð- ar til þess að almenningur komi að sjá þær,“ sagði Peter Guber, sem framleiddi fyrstu Batman-mynd- ina árið 1989. Hann hefur áhyggj- ur af því að vinsældirnar hái The Dark Knight þegar Óskarinn er annars vegar. „Ef mynd er mjög vinsæl ætti hún ekki sjálfkrafa að vera dæmd niður í aðra deild.“ Þrátt fyrir að vinsældir hafi hingað til verið ávísun á tilnefn- ingaleysi hjá akademíunni eru undantekningar frá þeirri reglu. Má þar nefna Star Wars, Rocky og Titanic sem voru allar tilnefndar sem bestu myndirnar. Hlutu þær tvær síðarnefndu á endanum verð- launin eftirsóttu og skaut Rocky til að mynda Taxi Driver í leikstjórn Martins Scorsese ref fyrir rass. Möguleikinn er því vel fyrir hendi og hver veit nema Batman fái loks- ins að leika sér á meðal þeirra bestu? Það kemur allt saman í ljós í dag. freyr@frettabladid.is Aðdáendur Batmans vilja tilnefningu til Óskarsins THE DARK KNIGHT Margir kvikmyndaunnendur vonast til að The Dark Knight hljóti náð fyrir augum Óskarsakademíunnar. Víst má telja að Heath Ledger verði tilnefndur fyrir leik sinn í hlutverki The Joker, en óvíst er hvort The Dark Knight fá tilnefningu sem besta myndin. Jim Carrey og Ewan McGregor leika ást- fangið par í svörtu kómedíunni I Love You Phillip Morris sem var frumsýnd á Sun dance-kvikmyndahátíðinni fyrir skömmu. Myndin fjallar um svindlara frá Texas (Carrey) sem er stungið í fangelsi og verður ástfanginn af klefafélaga sínum (McGreg- or). Hún er byggð á sönnum atburðum og er fyrsta leikstjórnarverkefni þeirra Glenns Ficarra og Johns Requa, sem eru þekkt- astir fyrir handrit sitt að Bad Santa. I Love You Phillip Morris fær prýði- lega dóma á heimasíðu Variety. Þar segir að Jim Carrey leiki sitt flókn- asta grínhlutverk síðan í The Cable Guy. „Persóna hans er svo glæpsamleg og samkynhneigð að áhorfendur geta ekki annað en hlegið og á sama tíma verið í sjokki,“ segir gagnrýnandinn. „Hið hráa handrit Glenns Ficarra og Johns Requa og það hversu samband Carreys og Ewans McGregor er opinskátt gæti dregið úr vinsældum myndarinnar en forvitnin um „umbreytingu“ Carreys mun örugglega fá fullt af fólki í bíó.“ Leika ástfangið par ÁSTFANGNIR Jim Carrey og Ewan McGregor kyssast í svörtu kómedíunni I Love You Phillip Morris. > KATIE Í GAMANMYND Katie Holmes hefur tryggt sér að- alhlutverkið í gamanmyndinni The Extra Man. Á móti henni leika Paul Dano, John C. Reilly og Kevin Kline. Holmes hefur lítið sést á hvíta tjaldinu síðan hún giftist Tom Cruise en nú virðist hún tilbúin til að stíga aftur fram í sviðsljósið. REVOLUTIONARY ROAD Kate Winslet og Leonardo DiCapro í Revolutionary Road. Ralph Macchio, sem lék aðalhlut- verkið í Karate Kid á níunda ára- tugnum, vill ekki að myndin verði endurgerð. Hann er ánægður með að aðdáendur fyrstu mynd- anna hafi mótmælt endurgerð- inni. „Það er gott ef fólki finnst að menn eigi ekki að snerta við ákveðnum hlutum. Stundum gera menn það en hefðu kannski betur sleppt því,“ sagði hinn 47 ára Macchio. „Að mínu mati verður erfiðast að fylla skarð Hr. Miy- agi og ná fram þeim töfrum sem sú persóna hafði yfir að ráða.“ Jackie Chan mun líklega leika Hr. Miyagi og sonur Wills Smith leik- ur karatestrákinn. Ósáttur við endurgerð 9. HV ER VINN UR! S E N D U S M S ESL DND Á N Ú M E R I Ð 1900 O G Þ Ú G Æ T I R U N N I Ð ! V I N N I N G A R E R U B Í Ó M I Ð A R Á M Y N D I N A , T Ö LV U L E I K I R , D V D , P E P S I O G M A R G T F L E I R A W W W . S E N A . I S / U N D E R W O R L D HEIMSFRUMSÝND 12 · 12 · 08 Ó M I S S A N D I F Y R I R A L L A A Ð D Á E N D U R S P E N N U - O G H R Y L L I N G S M Y N D A . H E I M S F R U M S Ý N D 2 3 . J A N Ú A R Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum – Skógarlind 2. M eð því að taka þátt ertu kom inn í SM S klúbb. 149 kr/skeytið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.