Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 30
 22. JANÚAR 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● þorrinn Hjá Matborðinu fást girnilegir þorrabakkar. Árni V. Kristjáns- son matreiðslumeistari segist merkja aukinn áhuga. „Hjá okkur eru allar hefbundnu matartegundirnar í þorrabökk- um. Hægt er að sjá lista yfir hvað þeir innihalda á vefsíðunni okkar www.matbordid.is, en úrvalið er fjölbreytt,“ segir Árni V. Kristj- ánsson, matreiðslumeistari og eig- andi Matborðsins. Matborðið hefur boðið upp á þorra- mat frá byrjun en fyrirtækið er að verða 27 ára. „Ég er að ljúka tuttugasta og fimmta starfsár- inu hér í apríl en fyrir- tækið var orðið rúmlega tveggja ára gamalt þegar ég keypti það. Við höfum gjarnan haft það mottó að ef það tengist mat þá treystum við okkur til að taka þátt í því,“ segir Árni glaðvær en Matborð- ið býður upp á fjölbreytta matar- þjónustu. „Gríðarlega mikið er fram undan á þorranum. Þrátt fyrir kreppu virðist ætla að verða tals- vert meiri sala í þorramat nú en í fyrra,“ segir Árni og nefnir að hugsanlega hafi fólk meiri þörf fyrir að gera sér glaðan dag. Ann- ars telur hann skýringuna líka að finna í því að hróður Matborðsins hefur borist víða. „Viðskiptavinir okkar eru ánægðir og reynsla og gott orðspor skilar sér í fleiri við- skiptavinum.“ Matborðið vinnur einkum fyrir fyrirtæki, stofnanir og stærri hópa en þó hafa einstaklingar einnig skipt við fyrirtækið. „Ég segi gjarnan að það þurfi svo sem líka að halda litlar veislur,“ segir Árni og bros- ir. „Nú fáum við þorra- matinn frá Kjötvinnsl- unni Esju. Ég geri alltaf bragðprufur í desember áður en ég ákveð hvar ég kaupi þorramatinn,“ segir hann. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi á þorrabökkunum og því þarf ekki að örvænta er þorrinn nálgast. „Ef fólk er ekki hrifið af þessu súra þá má finna ýmislegt annað á bökkunum. Við getum líka raðað á þá eftir óskum, minna af þessu og meira af hinu,“ útskýrir Árni en nefnir að þetta sé yfirleitt mjög svipað. „Undanfarin ár hefur þorramaturinn sótt í sig veðrið og er það kannski helst vegna þess að fólk var tilbúið til að prófa aftur. Það er stemning í kringum þetta og þegar allt kemur til alls þá er þetta kannski ekki eins vont og margir halda.“ - hs Skemmtileg stemning í kringum þorrann Árni finnur fyrir auknum áhuga á Þorra. Íslendingar streyma nú á þorrablótin að gömlum sveitasið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýkjör- inn formaður Framsóknarflokksins, ætlar að demba sér á blót. „Jú, ég geri nú ráð fyrir því að fara á þorrablót; það er löng hefð fyrir því í Framsóknarflokknum. Ég hef ekki farið áður í hópi á þorrablót, bara verið í heimahúsi hjá foreldrum og hjá ömmu hér áður fyrr.“ Súrir hrútspungar og kæstur hákarl tilheyra þorraborðinu en eru ekki allra. Sigmundur viður- kennir að vera ekki hrifinn af því allra súrasta og lundabaggar og sviðasulta eigi ekki upp á pallborðið hjá sér. Hrútspungana og hangikjötið segir hann þó renna ljúflega niður. Spurður hvort hann þurfi ekki að sanna sig sem harðan framsóknarmann á fyrsta þorrablótinu sem formaður flokksins segist hann ætla að láta sig hafa það. „Ég hugsa að ég sleppi ekki við að borða það allra súrasta, enda væri það aumingjaskapur að skjóta sér undan því.“ - rat Sýnir engan aumingjaskap Á þorranum er matreitt á gamla íslenska mátann en þó má einnig finna nútímalegri útfærslur á bökkunum. F R É T TA B L A Ð IÐ /P JE T U R Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að standast mann- dómsvígslu framsóknarmanna á þorrablóti og borða eldsúran þorramat. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍS LE N SK A S IA .I S S FG 4 20 40 0 4. 20 08 Veislulist og Skútan, Hólshrauni 3 - Hafnarfirði - Sími 555 1810 skutan.is veislulist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.