Fréttablaðið - 22.01.2009, Síða 55

Fréttablaðið - 22.01.2009, Síða 55
FIMMTUDAGUR 22. janúar 2009 39 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 22. janúar ➜ Kvikmyndir Frönsk kvikmyndahátíð stendur yfir í Háskólabíói 16.-29. jan. Nánari upp- lýsingar á www.graenaljosid.is og www.midi.is. ➜ Tónleikar 18.00 Fimmtudagstónleikar hjá nemendum Tónlistarskólans á Akureyri, Hvannavöllum 14. Nemendur úr öllum deildum og flytja fjölbreytta tónlist. Allir velkomir og aðgangur ókeypis. ➜ Fyrirlestrar 15.00 Dr. Hilmar J. Malmquist flytur erindi í Listaháskóla Íslands í hönnunar- og arkitektúrdeild í stofu 113, Skipholti 1-5. Fyrirlesturinn verður á ensku. Allir velkomnir. 17.15 Jón Yngvi Jóhannsson fjallar um jólabókaflóðið í Bókasafni Kópavogs við Hamraborg 6a. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. ➜ Sýningar 17.00 Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Annars vegar er það sýning á verkum Ásmundar Ásmundssonar í A-sal en einnig verður opnuð sýning á verkum Péturs Más Gunnarssonar í D-sal. Sýningin Ást við fyrstu sýn í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg, hefur verið framlengt til 30. janúar. Þar stendur einnig yfir sýningin Kvikar myndir í sal 2 þar sem sýnd eru myndbandsverk eftir Ástu Ólafsdóttur, Sigrúnu Harðardóttur og Steinu. Opið alla daga nema mánu- daga kl. 11-17. ➜ Hugleiðsla 20.00 Hóphugleiðsla alla fimmtudaga í Rajadhiraja Jógamiðstöðinni við Efsta- sund 26. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég á Rex verður haldin á þremur stöðum um helgina. Um er að ræða órafmagn- aða hátíð þar sem tæplega fjöru- tíu tónlistaratriði verða kynnt til sögunnar. Verða þau mestmegnis í höndum trúbadora. „Yfirskriftin er Aldrei fór ég á Rex en við bjóðum samt fólk alveg velkomið sem hefur farið á Rex,“ segir skipuleggjandinn og trúba- dorinn Svavar Knútur. „Ég fagna því að ruglið er svolítið að víkja. Ég vona að þetta sé í síðasta skipti sem við Íslendingar erum í stórum kappakstri og að tími lúxusbíla og fyrirtækja-„sponsora“ sé að víkja,“ segir hann og vonar að samhjálp og nægjusemi taki nú völdin í þjóðfé- laginu. Sams konar hátíð var haldin í fyrsta sinn hérlendis síðasta haust við góðar undirtektir. Þá var hún minni í sniðum, enda aðeins hald- in á Kaffi Rósenberg en núna hafa Hljómalind og Nýlenduverslun Hemma og Valda bæst í hópinn. Á meðal þeirra sem koma fram eru Helgi Valur, Myrra Rós, Árstíðir, Elíza Geirs, Ragnar Sólberg, Elín Ey, Svavar Knútur og Pikknikk. Einnig koma fram bresku trúbador- arnir Sisha PM og Kid Decker. Svavar segir að hátíðin sé hald- in til að efla grasrótina og skapa tengsl við erlenda listamenn, enda hefur sams konar hátíð verið hald- in í Ástralíu og Þýskalandi. Eftir hátíðina hyggur Svavar til að mynda í tónleikaferðalag um Þýskaland og Ítalíu í von um að skapa enn frek- ari tengsl. Ókeypis er inn á Aldrei fór ég á Rex og verða fyrstu tónarnir slegn- ir á Kaffi Rósenberg á föstudag klukkan 19. - fb Aldrei fór ég á Rex um helgina SVAVAR KNÚTUR Trúbadorinn knái skipuleggur tónlistarhátíðina Aldrei fór ég á Rex um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Mikill stjörnufans er á nýjustu sólóplötu Marianne Faithfull sem heitir Easy Come, Easy Go. Keith Richards leggur sinni gömlu vin- konu lið ásamt yngri mönnum eins og Antony Hagarty, Rufus Wainwright, Jarvis Cocker og Nick Cave. Þetta er fyrsta plata Marianne frá 2004 og á henni eru eingöngu tökulög, meðal annars eftir Dolly Parton, Randy New- man og Brian Eno. Stjörnufans hjá Faithfull TÖKULÖG Marianne Faithfull er 62 ára. Uma Thurman kom farþegum á óvart þegar hún hóf að stunda jógaæfingar í flugi milli New York og Salt Lake City í Utah nýverið. Samkvæmt heimildum dagblaðs- ins New York Post stóð leikkonan upp og fór að gera jógaæfingar í gangveginum milli sætanna, og notaði vagn einnar flugfreyjunn- ar sem slá á meðan hún teygði á og gerði hnébeygjur í tuttugu mín- útur. Flestir farþeganna reyndu kurt- eislega að horfa í aðra átt á meðan hin 38 ára Thurman gerði æfing- arnar, sem þeir töldu eflaust hluta af heilsusamlegu líferni leikkon- unnar. Mörgum var því brugðið þegar vélin lenti og Thurman rauk út til að kveikja sér í sígarettu. Stundar jóga í flugvél ÆFIR STANSLAUST Uma Thurman segir æfingar og verslunarferðir hjálpa sér að slaka á en mörgum var brugðið þegar hún hóf að gera jógaæfingar í flugi nýverið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.